Forsætisráðherra boðar samvinnu við mótun peningastefnunnar Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 19:30 Forsætisráðherra vonar að endurskoðun peningastefnunnar verði lokið innan árs í samvinnu við þing og vinnumarkað. Breytt stefna geti vonandi stutt við lægra vaxtastig í landinu og þar með stuðlað að varanlegum friði á vinnumarkaði. Nýir ráðherrar munu sækja námskeið í vinnubrögðum stjórnarráðsins á næstu dögum. Fyrsti fundur ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar fór fram í forsætisráðuneytinu í morgun. Eitt af því sem breytist með nýrri ríkisstjórn er að Seðlabankinn færist undan fjármálaráðuneytinu og fer undir forsætisráðuneytið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að á fundinum í morgun hafi siðareglur ráðherra verið kynntar fyrir ráðherrum og þeim afhent handbók. „Og erum að undirbúa stutta kynningu á öllu því helsta sem skiptir máli fyrir nýja ráðherra og setjum lítinn stjórnarráðsskóla í gang í næstu viku. Það voru mörg praktísk atriði sem við vorum að ræða í morgun,“ segir Bjarni. Það er í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að endurskoða peningamálastefnuna og segist forsætisráðherra vona að henni verði lokið á einu ári. „Auðvitað er aðalatriðið að það verði vandað til slíkrar vinnu og eins og segir í stjórnarsáttmálanum viljum við gera það í nokkuð breiðu samkomulagi. Bæði við þing og vinnumarkað. En við erum þegar byrjuð að huga að því hvernig við setjum þá vinnu af stað,“ segir Bjarni. Meginmarkið núverandi peningastefnu er að halda verðbólgu niðri. Forsætisráðherra segir að skoða þurfi ramma stefnunnar af ýmsum ástæðum. „Við erum að nefna sérstaklega að það sé eftirsóknarvert ef hægt er að styðja við lægra vaxtastig til lengri tíma. Það geti verið til þess fallið að skapa sátt og frið við vinnumarkaðinn. Það má spyrja sig hvort að við eigium að endurskoða verðbólgumarkmiðið, sjálfa vísitöluna, hversu skynsamlegt er að vera með nákvæmlega þetta tölusetta markmið og hvernig það eigi síðan að kallast á við markmið um efnhagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Það verði aldrei verkefni Seðlabankans eins og ríkisstjórnar hverju sinni að ná niður vöxtum. Þar þurfi samvinnu við vinnumarkaðinn. Næsti ríkisstjórnarfundur er á þriðjudag, viku áður en þing kemur saman.Reiknar þú með að fyrstu frumvörp fari að líta dagsins ljós þá? „Það skal ég ekki alveg segja. En þingmálaskráin okkar mun þurfa að koma fram strax og þing kemur saman. Það kæmi mér ekki á óvart að það kæmu fram frumvörp inn í ríkisstjórnina í næstu viku,“ segir Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Bjarni Benediktsson segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis. 12. janúar 2017 12:18 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að endurskoðun peningastefnunnar verði lokið innan árs í samvinnu við þing og vinnumarkað. Breytt stefna geti vonandi stutt við lægra vaxtastig í landinu og þar með stuðlað að varanlegum friði á vinnumarkaði. Nýir ráðherrar munu sækja námskeið í vinnubrögðum stjórnarráðsins á næstu dögum. Fyrsti fundur ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar fór fram í forsætisráðuneytinu í morgun. Eitt af því sem breytist með nýrri ríkisstjórn er að Seðlabankinn færist undan fjármálaráðuneytinu og fer undir forsætisráðuneytið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að á fundinum í morgun hafi siðareglur ráðherra verið kynntar fyrir ráðherrum og þeim afhent handbók. „Og erum að undirbúa stutta kynningu á öllu því helsta sem skiptir máli fyrir nýja ráðherra og setjum lítinn stjórnarráðsskóla í gang í næstu viku. Það voru mörg praktísk atriði sem við vorum að ræða í morgun,“ segir Bjarni. Það er í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að endurskoða peningamálastefnuna og segist forsætisráðherra vona að henni verði lokið á einu ári. „Auðvitað er aðalatriðið að það verði vandað til slíkrar vinnu og eins og segir í stjórnarsáttmálanum viljum við gera það í nokkuð breiðu samkomulagi. Bæði við þing og vinnumarkað. En við erum þegar byrjuð að huga að því hvernig við setjum þá vinnu af stað,“ segir Bjarni. Meginmarkið núverandi peningastefnu er að halda verðbólgu niðri. Forsætisráðherra segir að skoða þurfi ramma stefnunnar af ýmsum ástæðum. „Við erum að nefna sérstaklega að það sé eftirsóknarvert ef hægt er að styðja við lægra vaxtastig til lengri tíma. Það geti verið til þess fallið að skapa sátt og frið við vinnumarkaðinn. Það má spyrja sig hvort að við eigium að endurskoða verðbólgumarkmiðið, sjálfa vísitöluna, hversu skynsamlegt er að vera með nákvæmlega þetta tölusetta markmið og hvernig það eigi síðan að kallast á við markmið um efnhagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Það verði aldrei verkefni Seðlabankans eins og ríkisstjórnar hverju sinni að ná niður vöxtum. Þar þurfi samvinnu við vinnumarkaðinn. Næsti ríkisstjórnarfundur er á þriðjudag, viku áður en þing kemur saman.Reiknar þú með að fyrstu frumvörp fari að líta dagsins ljós þá? „Það skal ég ekki alveg segja. En þingmálaskráin okkar mun þurfa að koma fram strax og þing kemur saman. Það kæmi mér ekki á óvart að það kæmu fram frumvörp inn í ríkisstjórnina í næstu viku,“ segir Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Bjarni Benediktsson segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis. 12. janúar 2017 12:18 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Sjá meira
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Bjarni Benediktsson segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis. 12. janúar 2017 12:18