Forsætisráðherra boðar samvinnu við mótun peningastefnunnar Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 19:30 Forsætisráðherra vonar að endurskoðun peningastefnunnar verði lokið innan árs í samvinnu við þing og vinnumarkað. Breytt stefna geti vonandi stutt við lægra vaxtastig í landinu og þar með stuðlað að varanlegum friði á vinnumarkaði. Nýir ráðherrar munu sækja námskeið í vinnubrögðum stjórnarráðsins á næstu dögum. Fyrsti fundur ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar fór fram í forsætisráðuneytinu í morgun. Eitt af því sem breytist með nýrri ríkisstjórn er að Seðlabankinn færist undan fjármálaráðuneytinu og fer undir forsætisráðuneytið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að á fundinum í morgun hafi siðareglur ráðherra verið kynntar fyrir ráðherrum og þeim afhent handbók. „Og erum að undirbúa stutta kynningu á öllu því helsta sem skiptir máli fyrir nýja ráðherra og setjum lítinn stjórnarráðsskóla í gang í næstu viku. Það voru mörg praktísk atriði sem við vorum að ræða í morgun,“ segir Bjarni. Það er í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að endurskoða peningamálastefnuna og segist forsætisráðherra vona að henni verði lokið á einu ári. „Auðvitað er aðalatriðið að það verði vandað til slíkrar vinnu og eins og segir í stjórnarsáttmálanum viljum við gera það í nokkuð breiðu samkomulagi. Bæði við þing og vinnumarkað. En við erum þegar byrjuð að huga að því hvernig við setjum þá vinnu af stað,“ segir Bjarni. Meginmarkið núverandi peningastefnu er að halda verðbólgu niðri. Forsætisráðherra segir að skoða þurfi ramma stefnunnar af ýmsum ástæðum. „Við erum að nefna sérstaklega að það sé eftirsóknarvert ef hægt er að styðja við lægra vaxtastig til lengri tíma. Það geti verið til þess fallið að skapa sátt og frið við vinnumarkaðinn. Það má spyrja sig hvort að við eigium að endurskoða verðbólgumarkmiðið, sjálfa vísitöluna, hversu skynsamlegt er að vera með nákvæmlega þetta tölusetta markmið og hvernig það eigi síðan að kallast á við markmið um efnhagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Það verði aldrei verkefni Seðlabankans eins og ríkisstjórnar hverju sinni að ná niður vöxtum. Þar þurfi samvinnu við vinnumarkaðinn. Næsti ríkisstjórnarfundur er á þriðjudag, viku áður en þing kemur saman.Reiknar þú með að fyrstu frumvörp fari að líta dagsins ljós þá? „Það skal ég ekki alveg segja. En þingmálaskráin okkar mun þurfa að koma fram strax og þing kemur saman. Það kæmi mér ekki á óvart að það kæmu fram frumvörp inn í ríkisstjórnina í næstu viku,“ segir Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Bjarni Benediktsson segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis. 12. janúar 2017 12:18 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að endurskoðun peningastefnunnar verði lokið innan árs í samvinnu við þing og vinnumarkað. Breytt stefna geti vonandi stutt við lægra vaxtastig í landinu og þar með stuðlað að varanlegum friði á vinnumarkaði. Nýir ráðherrar munu sækja námskeið í vinnubrögðum stjórnarráðsins á næstu dögum. Fyrsti fundur ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar fór fram í forsætisráðuneytinu í morgun. Eitt af því sem breytist með nýrri ríkisstjórn er að Seðlabankinn færist undan fjármálaráðuneytinu og fer undir forsætisráðuneytið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að á fundinum í morgun hafi siðareglur ráðherra verið kynntar fyrir ráðherrum og þeim afhent handbók. „Og erum að undirbúa stutta kynningu á öllu því helsta sem skiptir máli fyrir nýja ráðherra og setjum lítinn stjórnarráðsskóla í gang í næstu viku. Það voru mörg praktísk atriði sem við vorum að ræða í morgun,“ segir Bjarni. Það er í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að endurskoða peningamálastefnuna og segist forsætisráðherra vona að henni verði lokið á einu ári. „Auðvitað er aðalatriðið að það verði vandað til slíkrar vinnu og eins og segir í stjórnarsáttmálanum viljum við gera það í nokkuð breiðu samkomulagi. Bæði við þing og vinnumarkað. En við erum þegar byrjuð að huga að því hvernig við setjum þá vinnu af stað,“ segir Bjarni. Meginmarkið núverandi peningastefnu er að halda verðbólgu niðri. Forsætisráðherra segir að skoða þurfi ramma stefnunnar af ýmsum ástæðum. „Við erum að nefna sérstaklega að það sé eftirsóknarvert ef hægt er að styðja við lægra vaxtastig til lengri tíma. Það geti verið til þess fallið að skapa sátt og frið við vinnumarkaðinn. Það má spyrja sig hvort að við eigium að endurskoða verðbólgumarkmiðið, sjálfa vísitöluna, hversu skynsamlegt er að vera með nákvæmlega þetta tölusetta markmið og hvernig það eigi síðan að kallast á við markmið um efnhagslegan stöðugleika,“ segir forsætisráðherra. Það verði aldrei verkefni Seðlabankans eins og ríkisstjórnar hverju sinni að ná niður vöxtum. Þar þurfi samvinnu við vinnumarkaðinn. Næsti ríkisstjórnarfundur er á þriðjudag, viku áður en þing kemur saman.Reiknar þú með að fyrstu frumvörp fari að líta dagsins ljós þá? „Það skal ég ekki alveg segja. En þingmálaskráin okkar mun þurfa að koma fram strax og þing kemur saman. Það kæmi mér ekki á óvart að það kæmu fram frumvörp inn í ríkisstjórnina í næstu viku,“ segir Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Bjarni Benediktsson segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis. 12. janúar 2017 12:18 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Bjarni Benediktsson segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis. 12. janúar 2017 12:18