Sporhundurinn Perla leitaði við Húrra og í Flatahrauni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 10:30 Á kortinu má sjá það sem vitað er um ferðir Birnu Brjánsdóttur. vísir/loftmyndir Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. Í nótt fundaði lögreglan með foreldrum Birnu þar sem farið var yfir stöðuna varðandi leitina, samkvæmt upplýsingum frá móður Birnu.Sporhundurinn Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu og fór í tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll.Vísir/VilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hefur ekki verið óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna að öðru leyti en því að nokkrir björgunarsveitarmenn voru úti með hundinum í gær. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið þátt í að leita að Birnu og hefur verið stofnuð sérstök Facebook-síða til að halda utan leitina. Síðast er vitað um ferðir Birnu við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Þá sendi síminn hennar frá sér merki um hálftíma síðar við Flatahraun í Hafnarfirði. Inni á Facebook-síðunni hefur verið sett upp kort þar sem sést hvar leitað hefur verið að Birnu.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni þessa bíls.Lýsa eftir ökumanni rauðs Kia Rio Í morgun lýsti lögreglan eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31. Birna hafði verið á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Hún sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hverfur hún sjónum um klukkan 05:25. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm.Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Biðlaði hún til þeirra, sem mögulega héldu henni í gíslingu, að skila henni. Viðtalið má sjá hér að neðan.Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Auk þess biður lögreglan ökumann rauða Kia-bílsins að hafa samband auk allar annarra sem voru á ferðinni á þessum slóðum um klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Hér að neðan má sjá myndbönd af Birnu sem faðir hennar deildi á Facebook-síðu sinni í von um að það hjálpi til við leitina. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Farið var með sporhundinn Perlu að skemmtistaðnum Húrra í miðbæ í Reykjavíkur í gær og að Flatahrauni í Hafnarfirði til að leita að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á sjötta tímanum aðfaranótt laugardags. Í nótt fundaði lögreglan með foreldrum Birnu þar sem farið var yfir stöðuna varðandi leitina, samkvæmt upplýsingum frá móður Birnu.Sporhundurinn Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu og fór í tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll.Vísir/VilhelmSamkvæmt upplýsingum frá Þorsteini G. Gunnarssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hefur ekki verið óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna að öðru leyti en því að nokkrir björgunarsveitarmenn voru úti með hundinum í gær. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur tekið þátt í að leita að Birnu og hefur verið stofnuð sérstök Facebook-síða til að halda utan leitina. Síðast er vitað um ferðir Birnu við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Þá sendi síminn hennar frá sér merki um hálftíma síðar við Flatahraun í Hafnarfirði. Inni á Facebook-síðunni hefur verið sett upp kort þar sem sést hvar leitað hefur verið að Birnu.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni þessa bíls.Lýsa eftir ökumanni rauðs Kia Rio Í morgun lýsti lögreglan eftir ökumanni rauðs fólksbíls, sennilega af gerðinni Kia Rio, sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31. Birna hafði verið á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Hún sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hverfur hún sjónum um klukkan 05:25. Birna er 170 sentimetrar á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið. Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm.Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Biðlaði hún til þeirra, sem mögulega héldu henni í gíslingu, að skila henni. Viðtalið má sjá hér að neðan.Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109. Auk þess biður lögreglan ökumann rauða Kia-bílsins að hafa samband auk allar annarra sem voru á ferðinni á þessum slóðum um klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Hér að neðan má sjá myndbönd af Birnu sem faðir hennar deildi á Facebook-síðu sinni í von um að það hjálpi til við leitina.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05 Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33 Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Leitin að Birnu: Ökumanns rauðs fólksbíls leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina. 16. janúar 2017 08:05
Óskað eftir aðstoð sporhunda við leitina að Birnu Lögregla er engu nær um hvar Birna Brjánsdóttir er niðurkomin. 16. janúar 2017 00:33
Árangurslaus leit að Birnu: Hún er alltaf „online“ Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. 16. janúar 2017 07:00