Diljá fengið hrós frá sundlaugarvörðum í öðrum sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 10:40 Diljá Sigurðardóttir var bent á það í gær af sundlaugaverði að ekki væri free the nipple dagurinn. Akranes.is Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir ljóst að setja verði verklagsreglur er varðar notkun baðfatnaðar í sundlaugum bæjarsins svo að starfsfólk sé ekki sett í þá aðstöðu að þurfa að meta hvað megi og hvað ekki. Diljá Sigurðardóttir, sundlaugargestur á Akranesi, var beðin um að klæða sig í topp þar sem hún var berbrjósta í lauginni. Bar starfsmaður sundlaugarinnar því við að borist hefði kvörtun vegna klæðaburðar hennar.Var flökurt af stressi fyrst Diljá var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Hún segir jafnréttisfræðslu skorta víða, alls ekki bara á Akranesi. Hún hafi oft farið í sundlaugar annars staðar og jafnvel fengið hrós frá sundlaugavörðum. Hún vilji leggja sitt af mörkum í baráttunni, tók þátt í „Free the nipple“ árið 2015. „Ég vissi að ég yrði að taka þátt,“ segir Diljá en það hafi ekki verið auðvelt fyrst. Henni hafi orðið flökurt af stressi við tilhugsunina því henni hafi liðið eins og hún væri að gera eitthvað ótrúlega rangt.Viðtalið við Diljá má heyra hér að neðan. „Okkur finnst þetta bara mjög leitt að þessi uppákoma hafi orðið. Við viljum fara yfir þessa verkferla og móta reglur,“ segir Regína í samtali við Vísi.Berbrjósta velkomnir í Reykjavík Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, áréttaði á Facebook í gær að fólk væri velkomið í sundlaugar Reykjavíkur berbrjósta. Þó virðast ekki liggja fyrir reglur um klæðnað í sundlaugum að sögn Regínu. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. „Ég hef aðeins verið að hlera og veit ekki um nein sveitarfélög sem eru með reglur,“ segir Regína sem hefur verið í samskiptum við aðra bæjarstjóra. Reglurnar séu nauðsynlegar svo starfsfólk sé ekki sett í þessa stöðu eins og varð tilfellið á laugardaginn er brugðist var við kvörtun sundlaugagests, að sögn starfsmanns laugarinnar. Regína segir að skóla- og frístundaráð Akranesbæjar muni taka málið fyrir. Tæplega fjórtán þúsund lesendur Vísis hafa greitt atkvæði í könnun sem komið var á fót í gær. Þar var spurt hvort banna ætti konum að vera berar að ofan í sundi. 80 prósent svara neitandi en 20 prósent játandi. Þótt ekki sé um vísindalega könnun að ræða gefur hún vísbendingu um að ekki er algjör einhugur um málið. Ingólfur vill árétta, sem margir hafa misskilið, að hann væri hvorki ósammála réttindabaráttunni né þeirrar skoðunar að konur ættu að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig.Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson velti upp þeirri spurningu í gær hvort möguleiki væri að breyta menningartengdum hugsunarhætti þegar hann myndi skarast á við eðlisfræðilega þætti. Brjóst væru kynferðislega örvandi. Hann væri þó hvorki ósammála réttindabaráttunni né þeirrar skoðunar að konur ættu að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig.Heldur ótrauð áfram berbrjósta Diljá segir alveg ljóst að karlmenn fái ekki standpínu af því að sjá berbrjósta konur í sundlaugum. Hún skorar á konur að fara berbrjósta í laugina. „Mér finnst brjóst ekki vera neitt til að skammast sín fyrir,“ segir Diljá. Hún upplifi það ekki þannig að starað sé á hana í sundlaugunum. Karlmannsbringa geti líka verið aðlaðandi en fólk stari ekkert. Hún ætlar að halda ótrauð áfram að mæta í laugarnar berbrjósta. Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir ljóst að setja verði verklagsreglur er varðar notkun baðfatnaðar í sundlaugum bæjarsins svo að starfsfólk sé ekki sett í þá aðstöðu að þurfa að meta hvað megi og hvað ekki. Diljá Sigurðardóttir, sundlaugargestur á Akranesi, var beðin um að klæða sig í topp þar sem hún var berbrjósta í lauginni. Bar starfsmaður sundlaugarinnar því við að borist hefði kvörtun vegna klæðaburðar hennar.Var flökurt af stressi fyrst Diljá var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi málið. Hún segir jafnréttisfræðslu skorta víða, alls ekki bara á Akranesi. Hún hafi oft farið í sundlaugar annars staðar og jafnvel fengið hrós frá sundlaugavörðum. Hún vilji leggja sitt af mörkum í baráttunni, tók þátt í „Free the nipple“ árið 2015. „Ég vissi að ég yrði að taka þátt,“ segir Diljá en það hafi ekki verið auðvelt fyrst. Henni hafi orðið flökurt af stressi við tilhugsunina því henni hafi liðið eins og hún væri að gera eitthvað ótrúlega rangt.Viðtalið við Diljá má heyra hér að neðan. „Okkur finnst þetta bara mjög leitt að þessi uppákoma hafi orðið. Við viljum fara yfir þessa verkferla og móta reglur,“ segir Regína í samtali við Vísi.Berbrjósta velkomnir í Reykjavík Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, áréttaði á Facebook í gær að fólk væri velkomið í sundlaugar Reykjavíkur berbrjósta. Þó virðast ekki liggja fyrir reglur um klæðnað í sundlaugum að sögn Regínu. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. „Ég hef aðeins verið að hlera og veit ekki um nein sveitarfélög sem eru með reglur,“ segir Regína sem hefur verið í samskiptum við aðra bæjarstjóra. Reglurnar séu nauðsynlegar svo starfsfólk sé ekki sett í þessa stöðu eins og varð tilfellið á laugardaginn er brugðist var við kvörtun sundlaugagests, að sögn starfsmanns laugarinnar. Regína segir að skóla- og frístundaráð Akranesbæjar muni taka málið fyrir. Tæplega fjórtán þúsund lesendur Vísis hafa greitt atkvæði í könnun sem komið var á fót í gær. Þar var spurt hvort banna ætti konum að vera berar að ofan í sundi. 80 prósent svara neitandi en 20 prósent játandi. Þótt ekki sé um vísindalega könnun að ræða gefur hún vísbendingu um að ekki er algjör einhugur um málið. Ingólfur vill árétta, sem margir hafa misskilið, að hann væri hvorki ósammála réttindabaráttunni né þeirrar skoðunar að konur ættu að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig.Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson velti upp þeirri spurningu í gær hvort möguleiki væri að breyta menningartengdum hugsunarhætti þegar hann myndi skarast á við eðlisfræðilega þætti. Brjóst væru kynferðislega örvandi. Hann væri þó hvorki ósammála réttindabaráttunni né þeirrar skoðunar að konur ættu að vera í ákveðnum klæðnaði eða hylja sig.Heldur ótrauð áfram berbrjósta Diljá segir alveg ljóst að karlmenn fái ekki standpínu af því að sjá berbrjósta konur í sundlaugum. Hún skorar á konur að fara berbrjósta í laugina. „Mér finnst brjóst ekki vera neitt til að skammast sín fyrir,“ segir Diljá. Hún upplifi það ekki þannig að starað sé á hana í sundlaugunum. Karlmannsbringa geti líka verið aðlaðandi en fólk stari ekkert. Hún ætlar að halda ótrauð áfram að mæta í laugarnar berbrjósta.
Tengdar fréttir Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16 Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36 Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Sundlaugin á Akranesi: Gengið út frá því að konur klæðist topp en engar starfsreglur í gildi Hörður Kári Jóhannesson, forstöðumaður Íþróttamannvirkja segir að menn greini á um hvort að free the nipple herferðin sé einn dagur á ári eða ekki og engar starfsreglur vera í gildi um berbrjósta konur. 15. janúar 2017 14:16
Uppnám í Akraneslaug vegna berbrjósta stelpu: „Það er ekki free the nipple dagurinn í dag“ Diljá Sigurðardóttur var gert að klæða sig í topp af sundlaugaverði í Jaðarsbakkalaug á Akranesi vegna þess að hún var ber að ofan í sundi. 15. janúar 2017 12:36
Ingó um uppákomuna á Akranesi: Brjóst verða alltaf kynferðislega örvandi Ingólfur Þórarinsson segir sjálfsagt að stelpur séu berar að ofan. Brjóst verði þó alltaf kynferðislega örvandi. 15. janúar 2017 15:15