Nýársspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Næstu 18 mánuðir breyta mestu í lífi þínu 6. janúar 2017 09:00 Elsku hjartans Bogmaðurinn minn. Þú ert kannski að ímynda þér að þú sért að hvíla þig eftir annasamt ár 2016, en það verður nú eitthvað lítið um hvíld, ef hún verður einhver. Þú ert strax á nýju ári byrjaður að hugsa um hvað þú ætlar að gera meira á þessu ári en því síðasta og það munu ekki líða margir mánuðir þangað til að þú ert búinn að flækja þig í alls kyns hluti sem krefjast þess að þú sért á tánum. Ég myndi kannski vilja segja þér að þú hefur að sjálfsögðu val til þess að segja nei en þetta er samt eitthvað svo magnað sem er að fara að gerast og mun leiða þig á þann stað þar sem þig langar til að vera, þótt þú hafir jafnvel ekki hugmynd um það núna hvert þú vilt fara. Næstu 18 mánuðir er tímabilið sem mun breyta mestu í lífi þínu. Það er hægt að lýsa því þannig að það er eins og þú sért að kaupa þína fyrstu íbúð eða fyrsta hús. Þú verður rosalega ánægður en aftur á móti gæti þetta orðið svolítið erfitt. Ef þú vilt hafa líf þitt rosalega auðvelt þá er best að gera ekki neitt og vera ekki neitt og taka aldrei áhættu. Það er samt óalgengt að þú, kæri Bogmaður, gerir það. Ef þér finnst allt ómögulegt núna, þá gæti verið að pínulítið þunglyndi sé að læðast að þér. Þunglyndi er bara að lundin þín er pínu þung en það er ekki út af aðstæðum sem þú ert í sem þér líður svona heldur kannski meira að þú sért uppgefinn eftir langtímaálag. Leyfðu þér bara kæruleysi og hvíld, hugsaðu nú er ég bara þreyttur og þarf minn tíma. Því það er bara hollt fyrir þig. Þú átt það svo til að gagnrýna þig ef orkan þín er ekki 1000% og þú skilar öllu fullkomnu frá þér. En nú áttu að leyfa þér leti þegar þér sýnist, því hún á eftir að vera þér hressandi. Á árinu geta komið upp verkefni sem þú ert spenntur fyrir en leysast ekki endilega á þeim tíma sem þú vilt. Þú munt sjá það þegar fram í sækir að það verði þér fyrir bestu. Þú átt eftir að verða mikil fyrirmynd á árinu og ólíklegustu Bogmenn eiga eftir að hysja sig upp á rassinum og koma sér í form og finnast það jafnvel bara gaman. Því þegar þú færð áhuga á einhverju þá ertu alltaf keppnis. Á þessu ári muntu verða eins og 1.000 volta ljós sem dregur að sér alls konar flugur eða alls konar fólk, þú átt eftir að njóta mikillar virðingar – sérstaklega þegar líða tekur á árið og ef þú leyfir þér kæruleysi inn á milli þess sem þú ert á fullu þá fylgir þér gleðin og greddan í lífið að minnsta kosti töluvert fram til 2018. Knús og klapp, Sigga KlingFrægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Elsku hjartans Bogmaðurinn minn. Þú ert kannski að ímynda þér að þú sért að hvíla þig eftir annasamt ár 2016, en það verður nú eitthvað lítið um hvíld, ef hún verður einhver. Þú ert strax á nýju ári byrjaður að hugsa um hvað þú ætlar að gera meira á þessu ári en því síðasta og það munu ekki líða margir mánuðir þangað til að þú ert búinn að flækja þig í alls kyns hluti sem krefjast þess að þú sért á tánum. Ég myndi kannski vilja segja þér að þú hefur að sjálfsögðu val til þess að segja nei en þetta er samt eitthvað svo magnað sem er að fara að gerast og mun leiða þig á þann stað þar sem þig langar til að vera, þótt þú hafir jafnvel ekki hugmynd um það núna hvert þú vilt fara. Næstu 18 mánuðir er tímabilið sem mun breyta mestu í lífi þínu. Það er hægt að lýsa því þannig að það er eins og þú sért að kaupa þína fyrstu íbúð eða fyrsta hús. Þú verður rosalega ánægður en aftur á móti gæti þetta orðið svolítið erfitt. Ef þú vilt hafa líf þitt rosalega auðvelt þá er best að gera ekki neitt og vera ekki neitt og taka aldrei áhættu. Það er samt óalgengt að þú, kæri Bogmaður, gerir það. Ef þér finnst allt ómögulegt núna, þá gæti verið að pínulítið þunglyndi sé að læðast að þér. Þunglyndi er bara að lundin þín er pínu þung en það er ekki út af aðstæðum sem þú ert í sem þér líður svona heldur kannski meira að þú sért uppgefinn eftir langtímaálag. Leyfðu þér bara kæruleysi og hvíld, hugsaðu nú er ég bara þreyttur og þarf minn tíma. Því það er bara hollt fyrir þig. Þú átt það svo til að gagnrýna þig ef orkan þín er ekki 1000% og þú skilar öllu fullkomnu frá þér. En nú áttu að leyfa þér leti þegar þér sýnist, því hún á eftir að vera þér hressandi. Á árinu geta komið upp verkefni sem þú ert spenntur fyrir en leysast ekki endilega á þeim tíma sem þú vilt. Þú munt sjá það þegar fram í sækir að það verði þér fyrir bestu. Þú átt eftir að verða mikil fyrirmynd á árinu og ólíklegustu Bogmenn eiga eftir að hysja sig upp á rassinum og koma sér í form og finnast það jafnvel bara gaman. Því þegar þú færð áhuga á einhverju þá ertu alltaf keppnis. Á þessu ári muntu verða eins og 1.000 volta ljós sem dregur að sér alls konar flugur eða alls konar fólk, þú átt eftir að njóta mikillar virðingar – sérstaklega þegar líða tekur á árið og ef þú leyfir þér kæruleysi inn á milli þess sem þú ert á fullu þá fylgir þér gleðin og greddan í lífið að minnsta kosti töluvert fram til 2018. Knús og klapp, Sigga KlingFrægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira