Skammarlegt að í kerfi sem á að vernda þolendur þrífist ofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. desember 2017 11:16 Femínistafélagið Auður tekur skýra afstöðu. Vísir/GVA Meðlmir femínistafélagsins Auðar, nýstofnaðs femínistafélags stúdenta við lagadeild HÍ krefjast breytinga á viðhorfum og hegðun innan lögfræðingastéttarinnar, réttarvörslukerfisins og lagadeildar HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem telur 116 nemendur við deildina, konur og karla. 156 konur í réttarvörslukerfinu rufu í gær þögnina og sögðu frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og kvenfyrirlitningu innan réttarvörslukerfisins.Sjá einnig: Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun „Þetta er kerfi sem mörg okkar stefna á að starfa í að námi loknu, en ljóst er að margt þarf að breytast svo vinnuumhverfið hljómi spennandi í hugum ungra femínískra lögfræðinga,“ segir í yfirlýsingu Auðar. Þar segir einnig að félagið standi með þeim konum í réttarvörslukerfinu sem stigu fram og sögðu frá ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. „Við tökum undir orð þeirra um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni verði að vera sett í forgang og að allir vinnuveitendur þurfi að axla ábyrgð á að uppræta vandamálið. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun er staðreynd í þessari stétt eins og öðrum stéttum samfélagsins. Meðlimir femínistafélagsins Auðar vita þó að mörkin eru skýr og það á fólk sem vinnur í kerfinu einnig að vita. Það er því skammarlegt að í kerfi sem meðal annars á að sjá um að vernda þolendur ofbeldis þrífist ofbeldi, áreitni og mismunun. Við krefjumst þess að breytingar verði hér á.“ Meðlimir félagsins undra sig einnig á því að þrátt fyrir að konum sem stunda nám við lagadeild HÍ hafi farið fjölgandi og að þær séu nú í meirihluta upplifi þær deildina oft karllæga í viðhorfum. Þessu þurfi að breyta. „Femínistafélagið Auður tekur skýra afstöðu. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast. Breytum þessu svo það verði ekki fráhrindandi fyrir nýútskrifaða lögfræðinga sem langar að vinna af hugsjón í réttarvörslukerfinu að stíga þar inn.“ Tengdar fréttir Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun Konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni Þögnin rofin en 156 konur skrifa undir yfirlýsinguna og henni fylgja 45 reynslusögur. 7. desember 2017 21:37 Hætti í lögfræðinámi eftir að hafa verið illilega áreitt af kennaranum Konur innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni "Þögnin rofin.“ Þær krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang og að allir vinnuveitendur taki ábyrgð á að uppræta vandamálið. 7. desember 2017 23:38 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Meðlmir femínistafélagsins Auðar, nýstofnaðs femínistafélags stúdenta við lagadeild HÍ krefjast breytinga á viðhorfum og hegðun innan lögfræðingastéttarinnar, réttarvörslukerfisins og lagadeildar HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem telur 116 nemendur við deildina, konur og karla. 156 konur í réttarvörslukerfinu rufu í gær þögnina og sögðu frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og kvenfyrirlitningu innan réttarvörslukerfisins.Sjá einnig: Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun „Þetta er kerfi sem mörg okkar stefna á að starfa í að námi loknu, en ljóst er að margt þarf að breytast svo vinnuumhverfið hljómi spennandi í hugum ungra femínískra lögfræðinga,“ segir í yfirlýsingu Auðar. Þar segir einnig að félagið standi með þeim konum í réttarvörslukerfinu sem stigu fram og sögðu frá ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. „Við tökum undir orð þeirra um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni verði að vera sett í forgang og að allir vinnuveitendur þurfi að axla ábyrgð á að uppræta vandamálið. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun er staðreynd í þessari stétt eins og öðrum stéttum samfélagsins. Meðlimir femínistafélagsins Auðar vita þó að mörkin eru skýr og það á fólk sem vinnur í kerfinu einnig að vita. Það er því skammarlegt að í kerfi sem meðal annars á að sjá um að vernda þolendur ofbeldis þrífist ofbeldi, áreitni og mismunun. Við krefjumst þess að breytingar verði hér á.“ Meðlimir félagsins undra sig einnig á því að þrátt fyrir að konum sem stunda nám við lagadeild HÍ hafi farið fjölgandi og að þær séu nú í meirihluta upplifi þær deildina oft karllæga í viðhorfum. Þessu þurfi að breyta. „Femínistafélagið Auður tekur skýra afstöðu. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast. Breytum þessu svo það verði ekki fráhrindandi fyrir nýútskrifaða lögfræðinga sem langar að vinna af hugsjón í réttarvörslukerfinu að stíga þar inn.“
Tengdar fréttir Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun Konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni Þögnin rofin en 156 konur skrifa undir yfirlýsinguna og henni fylgja 45 reynslusögur. 7. desember 2017 21:37 Hætti í lögfræðinámi eftir að hafa verið illilega áreitt af kennaranum Konur innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni "Þögnin rofin.“ Þær krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang og að allir vinnuveitendur taki ábyrgð á að uppræta vandamálið. 7. desember 2017 23:38 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun Konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni Þögnin rofin en 156 konur skrifa undir yfirlýsinguna og henni fylgja 45 reynslusögur. 7. desember 2017 21:37
Hætti í lögfræðinámi eftir að hafa verið illilega áreitt af kennaranum Konur innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni "Þögnin rofin.“ Þær krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang og að allir vinnuveitendur taki ábyrgð á að uppræta vandamálið. 7. desember 2017 23:38