Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. september 2017 06:00 Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR til ársins 2006. vísir/valli „Það stóð ekkert annað til en að byggja bara mjög gott hús,“ segir Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um ástandið á höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag. Hið hripleka vesturhús fyrirtækisins er ónothæft og heilsuspillandi vegna rakaskemmda og myglu og ljóst er að það mun kosta á annan milljarð að gera nauðsynlegar úrbætur líkt og fjallað hefur verið um. Alfreð hefur í gegnum tíðina verið einhvers konar samnefnari fyrir hinar umdeildu höfuðstöðvar enda leiddi hann sameiningu Orkuveitunnar í eitt fyrirtæki og byggingu höfuðstöðvanna sem stjórnarformaður um árabil. Alfreð gegndi stöðunni til ársins 2006. „Mér finnst athyglisvert að menn rýni ekki betur í það, þegar ljóst er fyrir mörgum árum að það var einhver galli þarna, að menn skuli ekki hafa grafist almennilega fyrir um það og húsið látið grotna svona niður. Það er auðvitað alveg skelfilegt.“ Vísar Alfreð þarna í ummæli Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra OR, sem sagði í samtali við RÚV að rekja mætti ástand hússins til skorts á viðhaldi vegna sparnaðaraðgerða eftir hrun. Guðmundur fullyrti að menn hefðu vitað að húsið lak árið 2009 og þá hefði verið farið strax í að þétta það að einhverju leyti. En ekkert fé hafi verið til, til að halda því verki áfram. Alfreð segir líkt og Guðmundur að aldrei hafi staðið annað til en að byggja gott hús. Farið hafi verið eftir öllum reglum, allt boðið út og landslið verkfræðinga og hönnuða fengist við það. Alfreð kveðst að öðru leyti ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á næsta borgarstjórnarfundi leggja til að fram fari opinber rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna. Vill Kjartan að rannsakaðir verði allir þættir, allt frá aðdraganda til byggingar, framúrkeyrslu í kostnaði og viðhalds frá upphafi. „Mikilvægt er að fjallað verði um pólitíska ábyrgð í málinu, til dæmis með hvaða hætti ákvarðanir voru teknar um bygginguna á sínum tíma og hvernig staðið var að framkvæmdum. Ljóst er að sú ábyrgð liggur hjá þáverandi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Eini borgarfulltrúinn úr þeim meirihluta sem enn situr í borgarstjórn er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meðan á byggingu Orkuveituhússins stóð gekk Dagur fram fyrir skjöldu til að verja þau vinnubrögð, sem áttu sér stað hjá Orkuveitunni, og hélt því meðal annars fram að skuldir fyrirtækisins væru ,,einhverjar eftirsóttustu skuldir landsins“,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Orkuveitan útvegaði útveggina Forstjóri aðalverktaka við byggingu höfuðstöðva OR segir Orkuveituna bera ábyrgð á hripleku útveggjakerfi höfuðstöðvanna. Hann segist ekki búast við eftirmálum, þó forsvarsmenn OR skoði lagalega stöðu sína. 26. ágúst 2017 06:00 Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Það stóð ekkert annað til en að byggja bara mjög gott hús,“ segir Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um ástandið á höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag. Hið hripleka vesturhús fyrirtækisins er ónothæft og heilsuspillandi vegna rakaskemmda og myglu og ljóst er að það mun kosta á annan milljarð að gera nauðsynlegar úrbætur líkt og fjallað hefur verið um. Alfreð hefur í gegnum tíðina verið einhvers konar samnefnari fyrir hinar umdeildu höfuðstöðvar enda leiddi hann sameiningu Orkuveitunnar í eitt fyrirtæki og byggingu höfuðstöðvanna sem stjórnarformaður um árabil. Alfreð gegndi stöðunni til ársins 2006. „Mér finnst athyglisvert að menn rýni ekki betur í það, þegar ljóst er fyrir mörgum árum að það var einhver galli þarna, að menn skuli ekki hafa grafist almennilega fyrir um það og húsið látið grotna svona niður. Það er auðvitað alveg skelfilegt.“ Vísar Alfreð þarna í ummæli Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra OR, sem sagði í samtali við RÚV að rekja mætti ástand hússins til skorts á viðhaldi vegna sparnaðaraðgerða eftir hrun. Guðmundur fullyrti að menn hefðu vitað að húsið lak árið 2009 og þá hefði verið farið strax í að þétta það að einhverju leyti. En ekkert fé hafi verið til, til að halda því verki áfram. Alfreð segir líkt og Guðmundur að aldrei hafi staðið annað til en að byggja gott hús. Farið hafi verið eftir öllum reglum, allt boðið út og landslið verkfræðinga og hönnuða fengist við það. Alfreð kveðst að öðru leyti ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á næsta borgarstjórnarfundi leggja til að fram fari opinber rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna. Vill Kjartan að rannsakaðir verði allir þættir, allt frá aðdraganda til byggingar, framúrkeyrslu í kostnaði og viðhalds frá upphafi. „Mikilvægt er að fjallað verði um pólitíska ábyrgð í málinu, til dæmis með hvaða hætti ákvarðanir voru teknar um bygginguna á sínum tíma og hvernig staðið var að framkvæmdum. Ljóst er að sú ábyrgð liggur hjá þáverandi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Eini borgarfulltrúinn úr þeim meirihluta sem enn situr í borgarstjórn er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meðan á byggingu Orkuveituhússins stóð gekk Dagur fram fyrir skjöldu til að verja þau vinnubrögð, sem áttu sér stað hjá Orkuveitunni, og hélt því meðal annars fram að skuldir fyrirtækisins væru ,,einhverjar eftirsóttustu skuldir landsins“,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Orkuveitan útvegaði útveggina Forstjóri aðalverktaka við byggingu höfuðstöðva OR segir Orkuveituna bera ábyrgð á hripleku útveggjakerfi höfuðstöðvanna. Hann segist ekki búast við eftirmálum, þó forsvarsmenn OR skoði lagalega stöðu sína. 26. ágúst 2017 06:00 Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Orkuveitan útvegaði útveggina Forstjóri aðalverktaka við byggingu höfuðstöðva OR segir Orkuveituna bera ábyrgð á hripleku útveggjakerfi höfuðstöðvanna. Hann segist ekki búast við eftirmálum, þó forsvarsmenn OR skoði lagalega stöðu sína. 26. ágúst 2017 06:00
Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45