Alfreð segir skelfilegt að höfuðstöðvar OR hafi verið látnar grotna niður Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. september 2017 06:00 Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi og stjórnarformaður OR til ársins 2006. vísir/valli „Það stóð ekkert annað til en að byggja bara mjög gott hús,“ segir Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um ástandið á höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag. Hið hripleka vesturhús fyrirtækisins er ónothæft og heilsuspillandi vegna rakaskemmda og myglu og ljóst er að það mun kosta á annan milljarð að gera nauðsynlegar úrbætur líkt og fjallað hefur verið um. Alfreð hefur í gegnum tíðina verið einhvers konar samnefnari fyrir hinar umdeildu höfuðstöðvar enda leiddi hann sameiningu Orkuveitunnar í eitt fyrirtæki og byggingu höfuðstöðvanna sem stjórnarformaður um árabil. Alfreð gegndi stöðunni til ársins 2006. „Mér finnst athyglisvert að menn rýni ekki betur í það, þegar ljóst er fyrir mörgum árum að það var einhver galli þarna, að menn skuli ekki hafa grafist almennilega fyrir um það og húsið látið grotna svona niður. Það er auðvitað alveg skelfilegt.“ Vísar Alfreð þarna í ummæli Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra OR, sem sagði í samtali við RÚV að rekja mætti ástand hússins til skorts á viðhaldi vegna sparnaðaraðgerða eftir hrun. Guðmundur fullyrti að menn hefðu vitað að húsið lak árið 2009 og þá hefði verið farið strax í að þétta það að einhverju leyti. En ekkert fé hafi verið til, til að halda því verki áfram. Alfreð segir líkt og Guðmundur að aldrei hafi staðið annað til en að byggja gott hús. Farið hafi verið eftir öllum reglum, allt boðið út og landslið verkfræðinga og hönnuða fengist við það. Alfreð kveðst að öðru leyti ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á næsta borgarstjórnarfundi leggja til að fram fari opinber rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna. Vill Kjartan að rannsakaðir verði allir þættir, allt frá aðdraganda til byggingar, framúrkeyrslu í kostnaði og viðhalds frá upphafi. „Mikilvægt er að fjallað verði um pólitíska ábyrgð í málinu, til dæmis með hvaða hætti ákvarðanir voru teknar um bygginguna á sínum tíma og hvernig staðið var að framkvæmdum. Ljóst er að sú ábyrgð liggur hjá þáverandi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Eini borgarfulltrúinn úr þeim meirihluta sem enn situr í borgarstjórn er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meðan á byggingu Orkuveituhússins stóð gekk Dagur fram fyrir skjöldu til að verja þau vinnubrögð, sem áttu sér stað hjá Orkuveitunni, og hélt því meðal annars fram að skuldir fyrirtækisins væru ,,einhverjar eftirsóttustu skuldir landsins“,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Orkuveitan útvegaði útveggina Forstjóri aðalverktaka við byggingu höfuðstöðva OR segir Orkuveituna bera ábyrgð á hripleku útveggjakerfi höfuðstöðvanna. Hann segist ekki búast við eftirmálum, þó forsvarsmenn OR skoði lagalega stöðu sína. 26. ágúst 2017 06:00 Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Það stóð ekkert annað til en að byggja bara mjög gott hús,“ segir Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), um ástandið á höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag. Hið hripleka vesturhús fyrirtækisins er ónothæft og heilsuspillandi vegna rakaskemmda og myglu og ljóst er að það mun kosta á annan milljarð að gera nauðsynlegar úrbætur líkt og fjallað hefur verið um. Alfreð hefur í gegnum tíðina verið einhvers konar samnefnari fyrir hinar umdeildu höfuðstöðvar enda leiddi hann sameiningu Orkuveitunnar í eitt fyrirtæki og byggingu höfuðstöðvanna sem stjórnarformaður um árabil. Alfreð gegndi stöðunni til ársins 2006. „Mér finnst athyglisvert að menn rýni ekki betur í það, þegar ljóst er fyrir mörgum árum að það var einhver galli þarna, að menn skuli ekki hafa grafist almennilega fyrir um það og húsið látið grotna svona niður. Það er auðvitað alveg skelfilegt.“ Vísar Alfreð þarna í ummæli Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra OR, sem sagði í samtali við RÚV að rekja mætti ástand hússins til skorts á viðhaldi vegna sparnaðaraðgerða eftir hrun. Guðmundur fullyrti að menn hefðu vitað að húsið lak árið 2009 og þá hefði verið farið strax í að þétta það að einhverju leyti. En ekkert fé hafi verið til, til að halda því verki áfram. Alfreð segir líkt og Guðmundur að aldrei hafi staðið annað til en að byggja gott hús. Farið hafi verið eftir öllum reglum, allt boðið út og landslið verkfræðinga og hönnuða fengist við það. Alfreð kveðst að öðru leyti ekki ætla að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á næsta borgarstjórnarfundi leggja til að fram fari opinber rannsókn á tjóni höfuðstöðvanna. Vill Kjartan að rannsakaðir verði allir þættir, allt frá aðdraganda til byggingar, framúrkeyrslu í kostnaði og viðhalds frá upphafi. „Mikilvægt er að fjallað verði um pólitíska ábyrgð í málinu, til dæmis með hvaða hætti ákvarðanir voru teknar um bygginguna á sínum tíma og hvernig staðið var að framkvæmdum. Ljóst er að sú ábyrgð liggur hjá þáverandi borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Eini borgarfulltrúinn úr þeim meirihluta sem enn situr í borgarstjórn er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meðan á byggingu Orkuveituhússins stóð gekk Dagur fram fyrir skjöldu til að verja þau vinnubrögð, sem áttu sér stað hjá Orkuveitunni, og hélt því meðal annars fram að skuldir fyrirtækisins væru ,,einhverjar eftirsóttustu skuldir landsins“,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Orkuveitan útvegaði útveggina Forstjóri aðalverktaka við byggingu höfuðstöðva OR segir Orkuveituna bera ábyrgð á hripleku útveggjakerfi höfuðstöðvanna. Hann segist ekki búast við eftirmálum, þó forsvarsmenn OR skoði lagalega stöðu sína. 26. ágúst 2017 06:00 Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Orkuveitan útvegaði útveggina Forstjóri aðalverktaka við byggingu höfuðstöðva OR segir Orkuveituna bera ábyrgð á hripleku útveggjakerfi höfuðstöðvanna. Hann segist ekki búast við eftirmálum, þó forsvarsmenn OR skoði lagalega stöðu sína. 26. ágúst 2017 06:00
Tjón vegna rakaskemmda í höfuðstöðvum Orkuveitunnar nemur milljörðum króna Vesturhúsið er illa farið af rakaskemmdum og mjög dýrt að gera við það. 25. ágúst 2017 15:45