Flugvélin yfirbókuð og læknirinn sturlaðist Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2017 11:30 Svakalegt að sjá. Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Sjá meira
Myndband sem sýnir öryggisverði draga farþega út úr vél United Airlines á leið frá Chicago til Louisville hefur vakið mikla athygli. Framkvæmdastjóri United Airlines hefur beðist afsökunar á atvikinu og segir að það verði skoðað. Chicago Tribune greinir frá. „Teymi á okkar vegum vinnur hörðum höndum með yfirvöldum og rannsakar sömuleiðis á eigin vegum hvað gerðist,“ segir Oscar Munoz í yfirlýsingu sem send var í dag. Flugfélagið sé að reyna að hafa uppi á farþeganum. Fjölmargir farþegar voru með síma sína á lofti þegar atvikið varð eins og sjá má hér að neðan. Heyra má mann öskra þegar öryggisverðir reyna að draga hann úr sæti sínu. Svo þagnar hann og verðirnir sjást draga hann eftir gólfinu við undrun annarra farþega. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ segir ein kona á meðal farþega í myndbandinu. Gleraugu mannsins eru skökk og peysa hann lyftist. Audra Bridges, farþegi í fluginu, sagði við Louisville Courier-Journal að United hefði fyrir brottför óskað eftir sjálfboðaliða til að fara með öðru flugi gegn 400 dollara greiðslu og hótelgistingu. Í framhaldinu fengu farþegar að fara um borð. Þegar allir höfðu fengið sér sæti og allt að verða klárt fyrir flugtaka var farþegum tjáð að fjórir þeirra þyrftu að yfirgefa vélina þar sem fjórir starfsmenn United þyrftu að fljúga með vélinni en þeir áttu að vera í áhöfn í flugi United frá Louisville síðar um daginn. Vélin færi ekki frá borði fyrr en fjögur sæti hefðu losnað. Farþegar sýndu lítil viðbrögð þótt 800 dollarar væru í boði. Þá var farþegum tjáð að tölva myndi velja farþegana fjóra af handahófi. Par var valið og í framhaldinu maðurinn sem síðar var fjarlægður. Maðurinn neitaði, sagðist vera læknir sem þyrfti að hitta sjúklingana sína. Bridges birti myndband af atvikinu sem hefur verið horft á yfir milljón sinnum og deilt í tug þúsund skipta. Bridges segir manninn hafa komið aftur um borð í vélina nokkru síðar og muldrað: „Ég verð að komast heim. Ég verð að komast heim.“ Alþekkt er að flugfélög yfirbóki í flug sín en vandamálið er sjaldnast leyst þegar komið er um borð í vélina. Er vandamálið yfirleitt leyst með boðum um greiðslur og/eða gistingu fyrir að ferðast með síðara flugi.Uppfært klukkan 18:07 Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum um það sem gerðist fluginu í morgun. Farþeginn var kallaður flugdólgur í fyrri útgáfu fréttar sem átti ekki við rök að styðjast. Beðist er velvirðingar á þessu. @united @FoxNews @CNN not a good way to treat a Doctor trying to get to work because they overbooked pic.twitter.com/sj9oHk94Ik— Tyler Bridges (@Tyler_Bridges) April 9, 2017 @United overbook #flight3411 and decided to force random passengers off the plane. Here's how they did it: pic.twitter.com/QfefM8X2cW— Jayse D. Anspach (@JayseDavid) April 10, 2017
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Sjá meira