Hefur góðærið náð hámarki? Aukin sala á munaðarvörum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2017 20:00 Samkvæmt hagspá ASÍ sem kom út í gær hefur toppi hagsveiflunnar verið náð og vöxtur einkaneyslu nær hámarki á þessu ári. Í tilefni þess leit fréttastofa á nokkra óformlega hagvísa góðærisins. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust rúmlega 105 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni á fyrstu níu mánuðum ársins en það jafngildir um tveimur glösum á hvern Íslending. Dýrstustu tegundirnar, sem kosta um sex til sjö þúsund krónur seljast best og er þetta um 25 prósent aukning milli ára.Sala á kampavíni hefur aukist um 25% milli áraEf litið er á söluþróun kampavíns sést að hún nálgast sömu hæðir og hún náði árið 2007 þrátt fyrir að eiga ennþá nokkuð í land. Frank U. Michelsen, úrsmiður, segir sölu á Rolex úrum, sem kosta um eina til tvær milljónir króna, stöðuga og góða. Hann greinir einnig söluaukningu á öðrum dýrari úrum sem kosta um hálfa milljón króna. „Rolex er nú alveg sér á parti, það selur sig sjálft. Síðan byrjuðum við fyrir um tveimur árum með Tag Heuer og salan á þeim hefur aukist mjög," segir Frank. Hann segir Íslendinga sækja mest í dýru úrin. „Þeir fjárfesta í Rolex úrum," segir Frank. Landsmenn slá einnig hvert Íslandsmetið á fætur öðru í utanlandsferðum þessi misserin. Á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 462 þúsund íslenskir farþegar í gegnum Leifsstöð en það eru nokkuð fleiri en allt árið 2015. Verkefnastjóri hjá Eskimo Travel, sem skipuleggur hópferðir, segir árhátíðarferðum til útlanda hafa fjölgað mikið. Ferðirnar séu einnig orðnar flottari og var ein árshátíðin til dæmis haldin í fiskabúri á sædýrasafni erlendis á dögunum. „Það er meira lagt upp úr ferðunum núna. Það er stærri umgjörð. Þetta eru oftar leiguvélar af því fyrirtækin eru orðin stærri og oftar eru makar með líka, sem gerir hópinn enn þá stærri. Þær eru orðnar dýrari. Við finnum það allavega hjá okkur. Okkar kúnnar vilja betri ferðir, meiri ferðir, kannski flottari árshátíðir, á flottari stöðum. Þannig já það hefur klárlega orðið breyting þar á," segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Eskimo Travel. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Samkvæmt hagspá ASÍ sem kom út í gær hefur toppi hagsveiflunnar verið náð og vöxtur einkaneyslu nær hámarki á þessu ári. Í tilefni þess leit fréttastofa á nokkra óformlega hagvísa góðærisins. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust rúmlega 105 þúsund lítrar af kampavíni og freyðivíni á fyrstu níu mánuðum ársins en það jafngildir um tveimur glösum á hvern Íslending. Dýrstustu tegundirnar, sem kosta um sex til sjö þúsund krónur seljast best og er þetta um 25 prósent aukning milli ára.Sala á kampavíni hefur aukist um 25% milli áraEf litið er á söluþróun kampavíns sést að hún nálgast sömu hæðir og hún náði árið 2007 þrátt fyrir að eiga ennþá nokkuð í land. Frank U. Michelsen, úrsmiður, segir sölu á Rolex úrum, sem kosta um eina til tvær milljónir króna, stöðuga og góða. Hann greinir einnig söluaukningu á öðrum dýrari úrum sem kosta um hálfa milljón króna. „Rolex er nú alveg sér á parti, það selur sig sjálft. Síðan byrjuðum við fyrir um tveimur árum með Tag Heuer og salan á þeim hefur aukist mjög," segir Frank. Hann segir Íslendinga sækja mest í dýru úrin. „Þeir fjárfesta í Rolex úrum," segir Frank. Landsmenn slá einnig hvert Íslandsmetið á fætur öðru í utanlandsferðum þessi misserin. Á fyrstu níu mánuðum ársins fóru 462 þúsund íslenskir farþegar í gegnum Leifsstöð en það eru nokkuð fleiri en allt árið 2015. Verkefnastjóri hjá Eskimo Travel, sem skipuleggur hópferðir, segir árhátíðarferðum til útlanda hafa fjölgað mikið. Ferðirnar séu einnig orðnar flottari og var ein árshátíðin til dæmis haldin í fiskabúri á sædýrasafni erlendis á dögunum. „Það er meira lagt upp úr ferðunum núna. Það er stærri umgjörð. Þetta eru oftar leiguvélar af því fyrirtækin eru orðin stærri og oftar eru makar með líka, sem gerir hópinn enn þá stærri. Þær eru orðnar dýrari. Við finnum það allavega hjá okkur. Okkar kúnnar vilja betri ferðir, meiri ferðir, kannski flottari árshátíðir, á flottari stöðum. Þannig já það hefur klárlega orðið breyting þar á," segir Heiðrún Arna Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Eskimo Travel.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira