Fínt veður um Verslunarmannahelgina Jakob Bjarnar skrifar 2. ágúst 2017 09:47 Hæglætisveður verður um alla helgina og hitinn meðaltals eða 10 til 12 gráður. Þeir sem eru að velta því fyrir sér að slá upp tjaldi þurfa ekki að láta veður stoppa sig, að sögn Einars Sveinbjörnssonar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að það líti vel út með veður um Verslunarmannahelgina sem nú nálgast óðfluga. Það ætti því ekki að vera fyrirstaða sé fólk að bræða það með sér hvort það ætti að leggjast út um helgina og slá upp tjaldi. Vísir fékk Einar, þennan ágæta og reynda veðurfræðing, til að rýna í þau reiknilíkön sem hann styðst við þegar hann spáir fyrir um veður. Og hann var svo vinsamlegur að verða við því.Hæglætisveður um land allt„Þetta lítur bara vel út um Verslunarmannahelgina með veður. Í það minnsta er ekki að sjá að neins staðar ætli að verða vindur til trafala eins og stundum vill verða. Það er spáð hæglátu veðri. Eina veilan eða óvissan í spánni er á sunnudag. Þá gæti laumast hér fyrir sunnan land inn dálítil lægð sem gerði það að verkum að það blési um stund í Vestmannaeyjum. En í nýjustu tölvukeyrslum hefur þessi lægð á sunnudaginn eiginlega gufað upp þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Einar.Hiti í meðallagi eða 10 til 12 gráðurÁ föstudaginn er því spáð að það verði bjart með köflum á landinu og víðast alveg úrkomulaust. Og hvorki er hægt að segja að það verði hlýtt né kalt. „Hiti eins og við eigum að venjast í ágústbyrjun en þá er meðalhitinn þetta 10 til 12 gráður á þessum árstíma. Og, af því að það er skýjað þá verður ekki kalt á nóttu,“ segir Einar. Þannig að, þó veður verði rólegt hvað varðar vind og vætu er vert að fólk búi sig sæmilega.Vestanstæð gola á laugardagÁ laugardag verður svo svipað veður. „Eina breytingin er sú að það verður aðeins vestanstæður vindur. Þetta þýðir að þá ber af sjónum ský yfir Suðvestur og Vesturland. Þar verður vottur af úrkoma, suddi eða smá rigning. En, þetta er hæg gola,“ segir Einar og útskýrir að af því að áttin er vestanstæð þá fylgi því ský.Vænta má þess að flestir leggi leið sína til Vestmannaeyja um komandi verslunarmannahelgi. Veður er engin fyrirstaða og Elliði Vignisson bæjarstjóri og aðrir ættu að geta skemmt sér konunglega í brekkusöngnum á sunnudaginn næsta.„En, það er léttskýjað á hálendinu og Suðaustanlands, eða austan Víkur. En, þetta er meinlaust veður. Þar sem sólin nær að skína eins og á laugardaginn geta myndast fjallaskúrir. Síðdegisskúrir þá. Þegar sólin hitar yfirborðið þá myndast ský,“ segir Einar þolinmóður en blaðamaður bað hann vinsamlegast að útskýra þetta fyrir sér eins og hann væri barn.Lægðin sem átti á setja mark sitt á sunnudag farinSunnudagurinn var í langtímaspám helsti óvissuþátturinn. „Þá kemur húm mögulega þessi lægð en, hún virðist gufuð upp í kortunum. En, það er engu að síður austanátt. Hæg á landinu. Og víðast verður alveg þurrt. Ekki er hægt að sjá það á spánni að það verði beinlínis léttskýjað heldur verða sólarglennur hér og þar. Síst á Norðurlandi og Ströndum þar sem loftið er að koma af hafi.“Hæð yfir Grænlandi sendir lægðirnar annað Á mánudag er ekki heldur að sjá neinar breytingar. „Þá er áfram þetta hæglæti í veðri. Það eru aðaltíðindin. Aðalspennan með veðrið er eftir helgina. Við erum í læstri stöðu með veðrið, sem er nú svipað frá degi til dags. Yfir Grænlandi er hæð sem beinir lægðum til Bretlandseyja. Sumarlægu lægðir með mikilli vætu fara beint þangað og svo til Evrópu, íbúum þar til hrellingar. Þar er mikið kvartað undan leiðinlegu veðri; flóð í Þýskalandi og bleyta í Suður Noregi og Jótlandi.“Meint lýðskrum veðurfræðinga Veðrið á Íslandi er sem sagt tíðindalítið og þannig í laginu að enginn ætti að þurfa að setja það fyrir sig sé hugmyndin sú að fara í tjaldútilegu. En, það verður ekki skilið við Einar án þess að bera undir hann heimasmíðaða samsæriskenningu. Þannig er að blaðamaður Vísis stundar golf hefur lent í því ítrekað að líta á kortin á vedur.is og það bregst yfirleitt ekki; veður er miklu verra og þá einkum vindasamara en kortin sýna. Sem er, óþolandi. Kenningin er sem sagt sú að haldi einhver bæjarhátíð og spáin er ekki góð, engin mætir þá hringir viðkomandi brjálaður á Veðurstofuna og heldur því fram að veðrið hafi bara verið fínt og það hafi enginn mætt útaf spánni. Veðurfræðingarnir, sem ljúga svo vitnað sé í skáldið, hafa þá spánna eins góða og mögulegt er til að hafa hina kvartsáru Íslendinga góða. Og stunda þannig lýðskrum með spám sínum; segja fólki bara það sem það vill heyra.Ýmsar kenningar á loftiEinar, sem starfaði fyrir tíu árum á Veðurstofunni en er nú með sjálfstæðan rekstur, er fljótur að slá þessa kenningu út af borðinu. En, hann kannast við ýmsar samsæriskenningar. „Veðurkortin eru unnið sjálfvirkt. Það kemur ekki nokkur maður nálægt því. Svo það sé á hreinu. Einu sinni var talað um að sú spá væri heldur blautari en raun varð á. Alltaf spáð rigningu. Það var ein kenning. Kannski hefur þetta eitthvað með það að gera að við erum á eyju og það sækir að okkur rakt loft af hafi. Alltaf gert ráð fyrir því að það sé suddi en sólin vinnur gegn því með að hita upp loftið. En, þetta með vindinn, ég hef ekki heyrt af þessu. Og ekki eftir að líkanið var lagað. Það er þekkt þegar hvass vindur er og stormur að þá geti það gerst að vindurinn í þessum líkönum sé vanmetinn. En ekki á venjulegum sumardögum,“ segir Einar sem notar þessi kort ekki mikið. Hann sækir í aðrar upplýsingar sem framreiddar eru fyrir almenning. Sérstaklega þegar hann fer með sjónvarpsveðrið.Ekki litið til kröfugerðar hátíðahaldara„Menn hafa nefnt að gallinn við þessar spár sé að það sé spáð of skýjuðu og of mikilli vætu. Rigningarmerki þegar það er nánast þurrt. Það hefur verið tilhneigingin í þessum spám sérstaklega að sumarlagi en þó án þess að það hafi verið tekið saman með faglegum og góðum hætti, en verið tilfinning manna.“ En, þetta með vindinn er önnur saga. Einar segir að menn hafi talað um að norska spáin (yr.no) sem margir styðjast við, að hún sé of hæglát. En skýringarnar telur Einar vera að þar er of gróft reiknilíkan að baki. Fínni reikninet séu notuð á Veðurstofunni. „Á veðurstofunni er keyrt á tiltölulega fínriðnara neti. Að þær litist af kröfugerð þeirra sem eru að halda bæjarhátíðir, það er öðru nær. Menn láta slíkt yfir sig ganga. Og halda svo áfram.“ Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að það líti vel út með veður um Verslunarmannahelgina sem nú nálgast óðfluga. Það ætti því ekki að vera fyrirstaða sé fólk að bræða það með sér hvort það ætti að leggjast út um helgina og slá upp tjaldi. Vísir fékk Einar, þennan ágæta og reynda veðurfræðing, til að rýna í þau reiknilíkön sem hann styðst við þegar hann spáir fyrir um veður. Og hann var svo vinsamlegur að verða við því.Hæglætisveður um land allt„Þetta lítur bara vel út um Verslunarmannahelgina með veður. Í það minnsta er ekki að sjá að neins staðar ætli að verða vindur til trafala eins og stundum vill verða. Það er spáð hæglátu veðri. Eina veilan eða óvissan í spánni er á sunnudag. Þá gæti laumast hér fyrir sunnan land inn dálítil lægð sem gerði það að verkum að það blési um stund í Vestmannaeyjum. En í nýjustu tölvukeyrslum hefur þessi lægð á sunnudaginn eiginlega gufað upp þannig að við sjáum hvað setur,“ segir Einar.Hiti í meðallagi eða 10 til 12 gráðurÁ föstudaginn er því spáð að það verði bjart með köflum á landinu og víðast alveg úrkomulaust. Og hvorki er hægt að segja að það verði hlýtt né kalt. „Hiti eins og við eigum að venjast í ágústbyrjun en þá er meðalhitinn þetta 10 til 12 gráður á þessum árstíma. Og, af því að það er skýjað þá verður ekki kalt á nóttu,“ segir Einar. Þannig að, þó veður verði rólegt hvað varðar vind og vætu er vert að fólk búi sig sæmilega.Vestanstæð gola á laugardagÁ laugardag verður svo svipað veður. „Eina breytingin er sú að það verður aðeins vestanstæður vindur. Þetta þýðir að þá ber af sjónum ský yfir Suðvestur og Vesturland. Þar verður vottur af úrkoma, suddi eða smá rigning. En, þetta er hæg gola,“ segir Einar og útskýrir að af því að áttin er vestanstæð þá fylgi því ský.Vænta má þess að flestir leggi leið sína til Vestmannaeyja um komandi verslunarmannahelgi. Veður er engin fyrirstaða og Elliði Vignisson bæjarstjóri og aðrir ættu að geta skemmt sér konunglega í brekkusöngnum á sunnudaginn næsta.„En, það er léttskýjað á hálendinu og Suðaustanlands, eða austan Víkur. En, þetta er meinlaust veður. Þar sem sólin nær að skína eins og á laugardaginn geta myndast fjallaskúrir. Síðdegisskúrir þá. Þegar sólin hitar yfirborðið þá myndast ský,“ segir Einar þolinmóður en blaðamaður bað hann vinsamlegast að útskýra þetta fyrir sér eins og hann væri barn.Lægðin sem átti á setja mark sitt á sunnudag farinSunnudagurinn var í langtímaspám helsti óvissuþátturinn. „Þá kemur húm mögulega þessi lægð en, hún virðist gufuð upp í kortunum. En, það er engu að síður austanátt. Hæg á landinu. Og víðast verður alveg þurrt. Ekki er hægt að sjá það á spánni að það verði beinlínis léttskýjað heldur verða sólarglennur hér og þar. Síst á Norðurlandi og Ströndum þar sem loftið er að koma af hafi.“Hæð yfir Grænlandi sendir lægðirnar annað Á mánudag er ekki heldur að sjá neinar breytingar. „Þá er áfram þetta hæglæti í veðri. Það eru aðaltíðindin. Aðalspennan með veðrið er eftir helgina. Við erum í læstri stöðu með veðrið, sem er nú svipað frá degi til dags. Yfir Grænlandi er hæð sem beinir lægðum til Bretlandseyja. Sumarlægu lægðir með mikilli vætu fara beint þangað og svo til Evrópu, íbúum þar til hrellingar. Þar er mikið kvartað undan leiðinlegu veðri; flóð í Þýskalandi og bleyta í Suður Noregi og Jótlandi.“Meint lýðskrum veðurfræðinga Veðrið á Íslandi er sem sagt tíðindalítið og þannig í laginu að enginn ætti að þurfa að setja það fyrir sig sé hugmyndin sú að fara í tjaldútilegu. En, það verður ekki skilið við Einar án þess að bera undir hann heimasmíðaða samsæriskenningu. Þannig er að blaðamaður Vísis stundar golf hefur lent í því ítrekað að líta á kortin á vedur.is og það bregst yfirleitt ekki; veður er miklu verra og þá einkum vindasamara en kortin sýna. Sem er, óþolandi. Kenningin er sem sagt sú að haldi einhver bæjarhátíð og spáin er ekki góð, engin mætir þá hringir viðkomandi brjálaður á Veðurstofuna og heldur því fram að veðrið hafi bara verið fínt og það hafi enginn mætt útaf spánni. Veðurfræðingarnir, sem ljúga svo vitnað sé í skáldið, hafa þá spánna eins góða og mögulegt er til að hafa hina kvartsáru Íslendinga góða. Og stunda þannig lýðskrum með spám sínum; segja fólki bara það sem það vill heyra.Ýmsar kenningar á loftiEinar, sem starfaði fyrir tíu árum á Veðurstofunni en er nú með sjálfstæðan rekstur, er fljótur að slá þessa kenningu út af borðinu. En, hann kannast við ýmsar samsæriskenningar. „Veðurkortin eru unnið sjálfvirkt. Það kemur ekki nokkur maður nálægt því. Svo það sé á hreinu. Einu sinni var talað um að sú spá væri heldur blautari en raun varð á. Alltaf spáð rigningu. Það var ein kenning. Kannski hefur þetta eitthvað með það að gera að við erum á eyju og það sækir að okkur rakt loft af hafi. Alltaf gert ráð fyrir því að það sé suddi en sólin vinnur gegn því með að hita upp loftið. En, þetta með vindinn, ég hef ekki heyrt af þessu. Og ekki eftir að líkanið var lagað. Það er þekkt þegar hvass vindur er og stormur að þá geti það gerst að vindurinn í þessum líkönum sé vanmetinn. En ekki á venjulegum sumardögum,“ segir Einar sem notar þessi kort ekki mikið. Hann sækir í aðrar upplýsingar sem framreiddar eru fyrir almenning. Sérstaklega þegar hann fer með sjónvarpsveðrið.Ekki litið til kröfugerðar hátíðahaldara„Menn hafa nefnt að gallinn við þessar spár sé að það sé spáð of skýjuðu og of mikilli vætu. Rigningarmerki þegar það er nánast þurrt. Það hefur verið tilhneigingin í þessum spám sérstaklega að sumarlagi en þó án þess að það hafi verið tekið saman með faglegum og góðum hætti, en verið tilfinning manna.“ En, þetta með vindinn er önnur saga. Einar segir að menn hafi talað um að norska spáin (yr.no) sem margir styðjast við, að hún sé of hæglát. En skýringarnar telur Einar vera að þar er of gróft reiknilíkan að baki. Fínni reikninet séu notuð á Veðurstofunni. „Á veðurstofunni er keyrt á tiltölulega fínriðnara neti. Að þær litist af kröfugerð þeirra sem eru að halda bæjarhátíðir, það er öðru nær. Menn láta slíkt yfir sig ganga. Og halda svo áfram.“
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira