Sóli snöggreiddist í beinni og Steindi þarf að hlaupa hálfmaraþon Stefán Árni Pálsson skrifar 28. júní 2017 13:30 Sóli og Salka Sól ræddu við Steinda Jr. á Rás 2 áðan. myndvinnsla Garðar „Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í samtali við Vísi en hann lenti í smá rifrildi við Sólmund Hólm í þættinum Sumarmorgnar á Rás 2 um hádegisbilið í dag. Steindi lofaði upp í ermina að hann myndi hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Steindi vildi meina að tíu kílómetrar væru alltof lítið og í raun bara auðvelt verkefni. „Ég viðurkenni að ég hljóp aðeins framúr mér, en ætla bara taka þetta á kassann og hlaupa. Eftir á að hyggja var þetta smá skita og fólk hafði strax samband við mig eftir þáttinn og spurði hvað væri eiginlega að mér. Ég hef kannski hlaupið einn kílómeter á ævinni og skipuleggjendur hlaupsins þurfa sennilega að hafa sjúkrabíl við hliðin á mér allt hlaupið.“ Steindi segir að Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, hafi strax haft samband við hann eftir viðtalið og ætlar því grínistinn að hlaupa fyrir félagið. „Ég skora alla á að styrkja Neistann og skora á mig.“Umræðan hefst eftir 2:13:45 og má hlusta á rifrildið hér en Steindi ræddi þar við Sólmund og Sölku Sól. „Nei ég er ekkert að fara hlaupa, hvað ætlar þú að hlaupa?,“ sagði Steindi við Sóla sem svaraði um hæl: „Ég fer tíu kílómetra.“Steindi: „Tíu kílómetrar? Er það ekki bara eins og hlaupa Bankastrætið?“Sóli: „Ert þú að segja að þú getir það? Gætir þú hlaupið tíu kílómetra?“Steindi: „Æji Sóli ég gæti hlaupið tíu kílómetra núna sko. Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en ætlar þú ekki að hlaupa meira?“Sóli: „Það er alveg hægt að hlaupa meira, það er hægt að hlaupa hálfmaraþon, gerðu það bara. Það er svo mikill kjaftur á honum.“Steindi: „Ég held ég gæti alveg hlaupið hálfmaraþon.“Sóli: „Ertu eitthvað bilaður?“ Samtalið endaði svo með því að Steindi Jr. er að fara hlaupa hálfmaraþon.Steindi er nú þegar kominn með styrktarreikning inni á vefsíðu Reykjarvíkurmaraþonsins sem sjá má hér. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
„Ég er maður orða minna og ætla ekki að bakka með þetta,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í samtali við Vísi en hann lenti í smá rifrildi við Sólmund Hólm í þættinum Sumarmorgnar á Rás 2 um hádegisbilið í dag. Steindi lofaði upp í ermina að hann myndi hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Steindi vildi meina að tíu kílómetrar væru alltof lítið og í raun bara auðvelt verkefni. „Ég viðurkenni að ég hljóp aðeins framúr mér, en ætla bara taka þetta á kassann og hlaupa. Eftir á að hyggja var þetta smá skita og fólk hafði strax samband við mig eftir þáttinn og spurði hvað væri eiginlega að mér. Ég hef kannski hlaupið einn kílómeter á ævinni og skipuleggjendur hlaupsins þurfa sennilega að hafa sjúkrabíl við hliðin á mér allt hlaupið.“ Steindi segir að Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, hafi strax haft samband við hann eftir viðtalið og ætlar því grínistinn að hlaupa fyrir félagið. „Ég skora alla á að styrkja Neistann og skora á mig.“Umræðan hefst eftir 2:13:45 og má hlusta á rifrildið hér en Steindi ræddi þar við Sólmund og Sölku Sól. „Nei ég er ekkert að fara hlaupa, hvað ætlar þú að hlaupa?,“ sagði Steindi við Sóla sem svaraði um hæl: „Ég fer tíu kílómetra.“Steindi: „Tíu kílómetrar? Er það ekki bara eins og hlaupa Bankastrætið?“Sóli: „Ert þú að segja að þú getir það? Gætir þú hlaupið tíu kílómetra?“Steindi: „Æji Sóli ég gæti hlaupið tíu kílómetra núna sko. Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en ætlar þú ekki að hlaupa meira?“Sóli: „Það er alveg hægt að hlaupa meira, það er hægt að hlaupa hálfmaraþon, gerðu það bara. Það er svo mikill kjaftur á honum.“Steindi: „Ég held ég gæti alveg hlaupið hálfmaraþon.“Sóli: „Ertu eitthvað bilaður?“ Samtalið endaði svo með því að Steindi Jr. er að fara hlaupa hálfmaraþon.Steindi er nú þegar kominn með styrktarreikning inni á vefsíðu Reykjarvíkurmaraþonsins sem sjá má hér.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira