Lögregla hleraði síma brotaþola í nauðgunarmáli Snærós Sindradóttir skrifar 12. apríl 2017 05:00 Mörg vitni voru leidd samtímis til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna nauðgunarmálsins. Það var gert svo þau gætu ekki samræmt vitnisburð sinn. vísir/eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hleraði síma konu sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli, frá því málið kom upp um miðjan desember og þar til um miðjan janúar síðastliðinn. Lögreglan telur að konunni hafi verið hótað eða mútað til að draga framburð sinn um nauðgun til baka. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem sími brotaþola er hleraður og ráðist er í svo umfangsmiklar aðgerðir í rannsókn kynferðisbrots, gegn vilja brotaþola.Vitni yfirheyrð samtímis Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar síðan um miðjan desember. Í gær voru síðan leidd til lögreglu nokkur vitni samtímis og þau yfirheyrð um málið. Ástæðan fyrir svo umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar var tilraun lögreglu til að vitnin gætu ekki samræmt frásögn sína áður en til yfirheyrslu kæmi. Hinn grunaði í málinu á langan brotaferil að baki og var meðal annars dæmdur fyrir hrottafengna nauðgun þegar kona, sem hann reyndi að kaupa vændi af, neitaði honum um kynlíf árið 2011. Hann er vinur og vel tengdur sumum af hættulegustu mönnum Íslands.Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður.Vísir/GVAUm málið var fjallað í fjölmiðlum í desember. Konan leitaði á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þann 10. desember þar sem teknar voru ljósmyndir af áverkum hennar á hálsi, hnjám og baki, auk þess sem hún lýsti eymslum við endaþarm eftir kynni við manninn. Þá strax var maðurinn dæmdur til að afplána eftirstöðvar fangelsisvistar sinnar, samtals 630 daga, en maðurinn var á reynslulausn þegar ætlað brot átti sér stað.Sveinn Andri steig inn Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um verknaðinn segir að stúlkan hafi mætt á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar, dregið framburð sinn til baka og hætt við að kæra vegna þess að menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hótað henni. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn lögmaður konunnar og afturkallaði heimild lögreglunnar til að óska eftir læknisvottorði frá Landspítalanum. Sveinn er enn lögmaður konunnar í málinu en hún var eitt þeirra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu í gær. Þar var henni kynnt um símhleranirnar sem lögregla stóð fyrir frá því málið kom upp. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur konan ekki breytt framburði sínum aftur. Hún hyggst ekki tjá sig frekar við lögreglu um málið.Upplifir sig sem glæpamann Í samtali við Fréttablaðið lýsir konan að málið hafi haft gífurlega mikil áhrif á hana. Henni hafi verið meinaður aðgangur að lögreglustöðinni af yfirmanni kynferðisbrotadeildar og upplifi mikið máttleysi gagnvart lögreglu. Aðgerðir lögreglu hafi valdið henni áfalli. Þá hafi lögreglan haldlagt tölvu í eigu sonar hennar og símtæki á heimilinu. Konan segist upplifa sig sem glæpamann fyrir það eitt að neita að tjá sig um nóttina 10. desember. Allt málið frá upphafi hafi verið henni sem martröð. Öllum vitnum í málinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vel á veg komin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07 Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hleraði síma konu sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli, frá því málið kom upp um miðjan desember og þar til um miðjan janúar síðastliðinn. Lögreglan telur að konunni hafi verið hótað eða mútað til að draga framburð sinn um nauðgun til baka. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem sími brotaþola er hleraður og ráðist er í svo umfangsmiklar aðgerðir í rannsókn kynferðisbrots, gegn vilja brotaþola.Vitni yfirheyrð samtímis Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar síðan um miðjan desember. Í gær voru síðan leidd til lögreglu nokkur vitni samtímis og þau yfirheyrð um málið. Ástæðan fyrir svo umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar var tilraun lögreglu til að vitnin gætu ekki samræmt frásögn sína áður en til yfirheyrslu kæmi. Hinn grunaði í málinu á langan brotaferil að baki og var meðal annars dæmdur fyrir hrottafengna nauðgun þegar kona, sem hann reyndi að kaupa vændi af, neitaði honum um kynlíf árið 2011. Hann er vinur og vel tengdur sumum af hættulegustu mönnum Íslands.Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður.Vísir/GVAUm málið var fjallað í fjölmiðlum í desember. Konan leitaði á Neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana þann 10. desember þar sem teknar voru ljósmyndir af áverkum hennar á hálsi, hnjám og baki, auk þess sem hún lýsti eymslum við endaþarm eftir kynni við manninn. Þá strax var maðurinn dæmdur til að afplána eftirstöðvar fangelsisvistar sinnar, samtals 630 daga, en maðurinn var á reynslulausn þegar ætlað brot átti sér stað.Sveinn Andri steig inn Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um verknaðinn segir að stúlkan hafi mætt á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar, dregið framburð sinn til baka og hætt við að kæra vegna þess að menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hótað henni. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn lögmaður konunnar og afturkallaði heimild lögreglunnar til að óska eftir læknisvottorði frá Landspítalanum. Sveinn er enn lögmaður konunnar í málinu en hún var eitt þeirra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu í gær. Þar var henni kynnt um símhleranirnar sem lögregla stóð fyrir frá því málið kom upp. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur konan ekki breytt framburði sínum aftur. Hún hyggst ekki tjá sig frekar við lögreglu um málið.Upplifir sig sem glæpamann Í samtali við Fréttablaðið lýsir konan að málið hafi haft gífurlega mikil áhrif á hana. Henni hafi verið meinaður aðgangur að lögreglustöðinni af yfirmanni kynferðisbrotadeildar og upplifi mikið máttleysi gagnvart lögreglu. Aðgerðir lögreglu hafi valdið henni áfalli. Þá hafi lögreglan haldlagt tölvu í eigu sonar hennar og símtæki á heimilinu. Konan segist upplifa sig sem glæpamann fyrir það eitt að neita að tjá sig um nóttina 10. desember. Allt málið frá upphafi hafi verið henni sem martröð. Öllum vitnum í málinu var sleppt að loknum yfirheyrslum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn vel á veg komin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07 Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30 Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hrottalegt nauðgunarmál: Konan nýtur verndar en réttargæslumaður fullyrðir að hún sé unnusta hins grunaða Stefán Þór Guðgeirsson hlaut fimm ára dóm fyrir nauðgun árið 2012. Hann var á reynslulausn í desember þegar hann var handtekinn grunaður um hrottalega nauðgun. 28. desember 2016 13:07
Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Sveinn Andri Sveinsson segir mikilvægt að réttargæslumenn geti unnið sín störf án „þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“ 27. desember 2016 22:30
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30