Eins og að hætta með J.Lo og byrja með Halle Berry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 12:30 Martellus Bennett með klappstýrum Patriots. Ummæli NFL-leikmannsins Martellus Bennett um vistaskipti sín hafa vakið talsverða athygli. Bennett varð NFL-meistari með New England Patriots á síðasta tímabili og margir muna eftir eftirminnilegum dansi hans með klappastýrunum hjá Patriots eftir að sigurinn var í höfn. Martellus Bennett spilar sem innherji og átti marga flotta leiki á tímabilinu og var þarna að vinna sinn fyrsta NFL-meistaratitil. Martellus Bennett samdi hinsvegar ekki aftur við New England Patriots og mun því ekki fá sendingar hinum frábæra Tom Brady á 2017-tímabilinu. Bennett þarf þó ekki að örvænta því hann gerði þriggja ára samning við Green Bay Packers. Aaron Rodgers ræður þar ríkjum í leikstjórnendahlutverkinu og hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Martellus Bennett getur því talist afar heppinn með þjónustu í sendingum, bæði í fyrra (Brady) og á komandi tímabili (Rodgers). Hann sjálfur tjáði sig á frekar fyndinn hátt um vistaskiptin. „Þetta er eins og að hætta með J.Lo og byrja með Halle Berry,“ sagði Martellus Bennett í viðtali við Houston Chronicle. „Við tölum mikið saman og ég er mjög spenntur að fá að spila með hinum. Við höfum þekkt hvorn annan í dágóðan tíma. Ég er að læra leikstjórnenda-tungumálið hans og sýna honum hvernig leikmaður ég er. Ég tel mig vera mun betri leikmann en þeir halda að ég sé,“ sagði Bennett. Martellus Bennett er þrítugur og hefur spilað í deildinni frá árinu 2008. Hann hefur skorað 30 snertimörk á ferlinum þar af komu 7 þeirra á síðasta tímabili með New England Patriots sem var nýtt persónulegt met. NFL-tímabilið hefst í september en það kemur í ljós í næstu viku hvenær liðin spila og á móti hverjum.Martellus BennettVísir/Getty NFL Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira
Ummæli NFL-leikmannsins Martellus Bennett um vistaskipti sín hafa vakið talsverða athygli. Bennett varð NFL-meistari með New England Patriots á síðasta tímabili og margir muna eftir eftirminnilegum dansi hans með klappastýrunum hjá Patriots eftir að sigurinn var í höfn. Martellus Bennett spilar sem innherji og átti marga flotta leiki á tímabilinu og var þarna að vinna sinn fyrsta NFL-meistaratitil. Martellus Bennett samdi hinsvegar ekki aftur við New England Patriots og mun því ekki fá sendingar hinum frábæra Tom Brady á 2017-tímabilinu. Bennett þarf þó ekki að örvænta því hann gerði þriggja ára samning við Green Bay Packers. Aaron Rodgers ræður þar ríkjum í leikstjórnendahlutverkinu og hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Martellus Bennett getur því talist afar heppinn með þjónustu í sendingum, bæði í fyrra (Brady) og á komandi tímabili (Rodgers). Hann sjálfur tjáði sig á frekar fyndinn hátt um vistaskiptin. „Þetta er eins og að hætta með J.Lo og byrja með Halle Berry,“ sagði Martellus Bennett í viðtali við Houston Chronicle. „Við tölum mikið saman og ég er mjög spenntur að fá að spila með hinum. Við höfum þekkt hvorn annan í dágóðan tíma. Ég er að læra leikstjórnenda-tungumálið hans og sýna honum hvernig leikmaður ég er. Ég tel mig vera mun betri leikmann en þeir halda að ég sé,“ sagði Bennett. Martellus Bennett er þrítugur og hefur spilað í deildinni frá árinu 2008. Hann hefur skorað 30 snertimörk á ferlinum þar af komu 7 þeirra á síðasta tímabili með New England Patriots sem var nýtt persónulegt met. NFL-tímabilið hefst í september en það kemur í ljós í næstu viku hvenær liðin spila og á móti hverjum.Martellus BennettVísir/Getty
NFL Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira