Stjörnuspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Ert að byggja svo sterkar undirstöður Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2017 09:00 Elsku magnaði Bogmaðurinn minn. Opnaðu augun aðeins betur og þá sérðu að þú ert að fara hárrétta leið. En varastu að hafa of marga bolta á hendi og of marga möguleika opna því þá gefurðu sjálfan þig ekki allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hentu allri reiðinni sem þú hefur í hjartanu eins langt og þú mögulega getur, því reiði út í sjálfan þig eða aðra getur sett ský yfir höfuðið á þér og þar sem er ský kemur rigning og þar sem er rigning er lægð. Það getur enginn haldið þér niðri né sett þér skorður nema þú sjálfur, elsku hjartað mitt, og um leið og þú ákveður að vera sigurvegari þá mun mátturinn fylgja þér. Þú ert orðheppinn og skemmtilegur og hefur sérstaka hæfileika til að fanga athygli annarra án þessa að vera að monta þig, að breyta húsi í höll og gera hugmyndir að veruleika. Það eru nokkrir þarna sem eru að efast um að ég sé að skrifa nákvæmlega um þig, en þá skaltu fara yfir uppeldi þitt, hvaða hindranir voru settar þar og þá. Í þessari sjálfskoðun geturðu séð að það er eitthvað gamalt og úrelt sem er að binda þig niður, ef þér finnst þú vera bundinn. Næstu fimm mánuðir eru mest hvetjandi mánuðir til afreka sem hafa komið í langan tíma. Útkoma þess sem þú hefur óskað þér nær samt ekki hámarki fyrr en á næsta ári, 2018. En þú ert að byggja svo sterkar undirstöður fyrir framtíðina að það er lágmark að klappa fyrir sjálfum þér. Þér finnst fjárskortur vera að stoppa þig, svo leitaðu annarra leiða því þær eru miklu nær þér en þú heldur. Í ástamálum ertu heppinn, og ef þú ert á lausu (sem er sjaldgæft fyrir Bogmann) og langar virkilega að hafa einhvern spennandi þér við hlið, þá eru næstu mánuðir akkúrat tíminn til að gera sig sýnilegan og veiða einhvern frábæran í netið. En þú verður að vera alveg viss um að þú sért tilbúinn í samband og þú ert aldrei tilbúinn í samband fyrr en þú ert glaður og ánægður með sjálfan þig og flest sem er í kringum þig. Þér hentar svo virkilega vel að vera í sambandi svo leitaðu eftir manneskju sem er tilbúin að takast á við ævintýraríkt líf þitt. Fúll á móti getur aldrei orðið maki þinn því þú þolir ekki leiðinlegt fólk, enda er það eina dauðasyndin sem er til í heiminum. Þér mun reynast auðvelt að ná þeim frama sem þú vilt næstu mánuði, og munt heilla aðra til að styðja þig í þeirri skemmtilegu lífsreynslu sem þú ætlar að takast á við. Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira
Elsku magnaði Bogmaðurinn minn. Opnaðu augun aðeins betur og þá sérðu að þú ert að fara hárrétta leið. En varastu að hafa of marga bolta á hendi og of marga möguleika opna því þá gefurðu sjálfan þig ekki allan í það sem þú tekur þér fyrir hendur. Hentu allri reiðinni sem þú hefur í hjartanu eins langt og þú mögulega getur, því reiði út í sjálfan þig eða aðra getur sett ský yfir höfuðið á þér og þar sem er ský kemur rigning og þar sem er rigning er lægð. Það getur enginn haldið þér niðri né sett þér skorður nema þú sjálfur, elsku hjartað mitt, og um leið og þú ákveður að vera sigurvegari þá mun mátturinn fylgja þér. Þú ert orðheppinn og skemmtilegur og hefur sérstaka hæfileika til að fanga athygli annarra án þessa að vera að monta þig, að breyta húsi í höll og gera hugmyndir að veruleika. Það eru nokkrir þarna sem eru að efast um að ég sé að skrifa nákvæmlega um þig, en þá skaltu fara yfir uppeldi þitt, hvaða hindranir voru settar þar og þá. Í þessari sjálfskoðun geturðu séð að það er eitthvað gamalt og úrelt sem er að binda þig niður, ef þér finnst þú vera bundinn. Næstu fimm mánuðir eru mest hvetjandi mánuðir til afreka sem hafa komið í langan tíma. Útkoma þess sem þú hefur óskað þér nær samt ekki hámarki fyrr en á næsta ári, 2018. En þú ert að byggja svo sterkar undirstöður fyrir framtíðina að það er lágmark að klappa fyrir sjálfum þér. Þér finnst fjárskortur vera að stoppa þig, svo leitaðu annarra leiða því þær eru miklu nær þér en þú heldur. Í ástamálum ertu heppinn, og ef þú ert á lausu (sem er sjaldgæft fyrir Bogmann) og langar virkilega að hafa einhvern spennandi þér við hlið, þá eru næstu mánuðir akkúrat tíminn til að gera sig sýnilegan og veiða einhvern frábæran í netið. En þú verður að vera alveg viss um að þú sért tilbúinn í samband og þú ert aldrei tilbúinn í samband fyrr en þú ert glaður og ánægður með sjálfan þig og flest sem er í kringum þig. Þér hentar svo virkilega vel að vera í sambandi svo leitaðu eftir manneskju sem er tilbúin að takast á við ævintýraríkt líf þitt. Fúll á móti getur aldrei orðið maki þinn því þú þolir ekki leiðinlegt fólk, enda er það eina dauðasyndin sem er til í heiminum. Þér mun reynast auðvelt að ná þeim frama sem þú vilt næstu mánuði, og munt heilla aðra til að styðja þig í þeirri skemmtilegu lífsreynslu sem þú ætlar að takast á við. Frægir Bogmenn: Ingvar E. Sigurðsson leikari, Björgvin Franz Gíslason leikari, Edda Heiðrún Backman leikkona, Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Sigrún í Gyðja Collection, Steindi, Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjallkona og leikkona, Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður, Jói á Fabrikkunni, Sigga Dögg kynfræðingur, Hemmi, hársnillingur á Módus, Lovísa, hönnuður hjá Kjólar og konfekt.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir „Meðan hún var í ferlinu að tapa lífinu sínu þá var hún að undirbúa mig“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Sjá meira