Svitnuðu við að kaupa efnið í gripina Guðný Hrönn skrifar 14. desember 2017 12:15 Orri og Helga afhjúpa nýju gripina í verslun sinni á Skólavörðustíg 17a í kvöld klukkan 17-20. VÍSIR/ANTON BRINK Skartgripafyrirtækið Orrifinn fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni ákváðu skartgripahönnuðirnir Orri Finnbogason og Helga G. Friðriksdóttir að láta draum rætast og smíða viðhafnarútgáfur af nokkrum gripum úr 18 karata gulli og þekja þá demöntum. „Okkur hefur svo ofboðslega lengi dreymt um að smíða meira úr gulli. En sökum kostnaðar þá hefur það ekki endilega alltaf verið sniðugasta leiðin til að fara. En í tilefni af fimm ára afmælinu þá ákváðum við að taka þetta alla leið,“ útskýrir Helga sem viðurkennir að hráefnið í skartgripina hafi kostað sitt.„Maður náttúrulega svitnar þegar maður kaupir efnið og er hræddur um að setja sig á hausinn. Það er mjög óþægileg tilfinning,“ segir Helga og skellir upp úr. „Þetta er eitthvað sem ég hefði ekki treyst mér til að gera fyrr. Þegar við vorum að byrja að byggja fyrirtækið upp þá hefði maður ekki þorað að fjárfesta svona mikið í efniskaup.“ Eins mikið af demöntum og hægt er18 karata gull og demantar eru í aðalhlutverki í nýjustu línunni frá Orrifinn.VÍSIR/ANTNON BRINKBeðin um að lýsa nýja skartinu nánar segir Helga: „Við völdum þá skartgripi frá okkur sem okkur hefur þótt standa upp úr á þessum fimm árum. Og við tókum þá gripi og smíðuðum þá úr 18 karata gulli. Svo setjum við bara eins mikið af demöntum og við getum í hvert og eitt stykki. Mest náðum við að setja 39 demanta í einn grip,“ segir Helga um nýja viðhafnar-skartið sem verður til í takmörkuðu upplagi núna fyrir jólin. Það verður svo afhjúpað í afmælisboði Orrafinn í kvöld. Þess má geta að Orri lærði demantaísetningu á sínum yngri árum í New York. „Okkur finnst þetta líka vera smá óður til fortíðar Orra sem vann við þetta í New York. Hann flutti þangað sem unglingur með ekkert nema bakpoka nánast og endaði nokkuð tilviljunarkennt á að vinna sem demantaísetjari hjá stóru demantafyrirtæki á Manhattan. Það er því gaman að nýta þá dýrmætu reynslu og mikil forréttindi að geta sett demanta í sjálf.“ Tíska og hönnun Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Skartgripafyrirtækið Orrifinn fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni ákváðu skartgripahönnuðirnir Orri Finnbogason og Helga G. Friðriksdóttir að láta draum rætast og smíða viðhafnarútgáfur af nokkrum gripum úr 18 karata gulli og þekja þá demöntum. „Okkur hefur svo ofboðslega lengi dreymt um að smíða meira úr gulli. En sökum kostnaðar þá hefur það ekki endilega alltaf verið sniðugasta leiðin til að fara. En í tilefni af fimm ára afmælinu þá ákváðum við að taka þetta alla leið,“ útskýrir Helga sem viðurkennir að hráefnið í skartgripina hafi kostað sitt.„Maður náttúrulega svitnar þegar maður kaupir efnið og er hræddur um að setja sig á hausinn. Það er mjög óþægileg tilfinning,“ segir Helga og skellir upp úr. „Þetta er eitthvað sem ég hefði ekki treyst mér til að gera fyrr. Þegar við vorum að byrja að byggja fyrirtækið upp þá hefði maður ekki þorað að fjárfesta svona mikið í efniskaup.“ Eins mikið af demöntum og hægt er18 karata gull og demantar eru í aðalhlutverki í nýjustu línunni frá Orrifinn.VÍSIR/ANTNON BRINKBeðin um að lýsa nýja skartinu nánar segir Helga: „Við völdum þá skartgripi frá okkur sem okkur hefur þótt standa upp úr á þessum fimm árum. Og við tókum þá gripi og smíðuðum þá úr 18 karata gulli. Svo setjum við bara eins mikið af demöntum og við getum í hvert og eitt stykki. Mest náðum við að setja 39 demanta í einn grip,“ segir Helga um nýja viðhafnar-skartið sem verður til í takmörkuðu upplagi núna fyrir jólin. Það verður svo afhjúpað í afmælisboði Orrafinn í kvöld. Þess má geta að Orri lærði demantaísetningu á sínum yngri árum í New York. „Okkur finnst þetta líka vera smá óður til fortíðar Orra sem vann við þetta í New York. Hann flutti þangað sem unglingur með ekkert nema bakpoka nánast og endaði nokkuð tilviljunarkennt á að vinna sem demantaísetjari hjá stóru demantafyrirtæki á Manhattan. Það er því gaman að nýta þá dýrmætu reynslu og mikil forréttindi að geta sett demanta í sjálf.“
Tíska og hönnun Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira