Rafræn tónlistarveisla ræst í dag Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. júlí 2017 11:00 Á Extreme Chill verður boðið upp á leyndardómsfullt ferðalag. Raftónlistarveislan Extreme Chill Festival hefst í dag með pomp og prakt. Í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík en áður fór hún fram annars staðar – til að mynda í Vík í Mýrdal, Berlín og á Hellissandi. Viðburðir Extreme Chill verða á sex mismunandi stöðum í miðborginni – skemmtistaðnum Húrra, Fríkirkjunni, Bíó Paradís, Mengi, Lucky Records og Miðgarði – Center Hotels. Þetta ku vera stærsta hátíðin til þessa, en þetta er áttunda árið sem hún fer fram. Mikið af stórum nöfnum úr rafsenunni ætlar sér að dáleiða gesti með dularfullum og rafskotnum tónum sínum – en þar má nefna úr hópi erlendra listamanna The Orb, Mixmaster Morris, Courtesy, Christopher Chaplin og Studnitzky. Íslenski hópurinn er engu síðri en þar eru til að mynda Jónas Sen, Stereo Hypnosis, Reptilicus og Poco Apollo og margir fleiri. Í Bíó Paradís verður svo í tengslum við hátíðina frumsýnd heimildarmyndin Lunar Orbit sem fjallar um hljómsveitina The Orb, en tónleikar sveitarinnar eru einn hápunktur hátíðarinnar þetta árið. Um er að ræða goðsagnir í rafbransanum. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar eru á dagskrá í Lucky Records á Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag og gleðin heldur svo áfram fram eftir í Mengi á Óðinsgötu. Tónlist Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Raftónlistarveislan Extreme Chill Festival hefst í dag með pomp og prakt. Í ár verður hátíðin haldin í Reykjavík en áður fór hún fram annars staðar – til að mynda í Vík í Mýrdal, Berlín og á Hellissandi. Viðburðir Extreme Chill verða á sex mismunandi stöðum í miðborginni – skemmtistaðnum Húrra, Fríkirkjunni, Bíó Paradís, Mengi, Lucky Records og Miðgarði – Center Hotels. Þetta ku vera stærsta hátíðin til þessa, en þetta er áttunda árið sem hún fer fram. Mikið af stórum nöfnum úr rafsenunni ætlar sér að dáleiða gesti með dularfullum og rafskotnum tónum sínum – en þar má nefna úr hópi erlendra listamanna The Orb, Mixmaster Morris, Courtesy, Christopher Chaplin og Studnitzky. Íslenski hópurinn er engu síðri en þar eru til að mynda Jónas Sen, Stereo Hypnosis, Reptilicus og Poco Apollo og margir fleiri. Í Bíó Paradís verður svo í tengslum við hátíðina frumsýnd heimildarmyndin Lunar Orbit sem fjallar um hljómsveitina The Orb, en tónleikar sveitarinnar eru einn hápunktur hátíðarinnar þetta árið. Um er að ræða goðsagnir í rafbransanum. Fyrstu tónleikar hátíðarinnar eru á dagskrá í Lucky Records á Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag og gleðin heldur svo áfram fram eftir í Mengi á Óðinsgötu.
Tónlist Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira