Vilja pólskt starfsfólk í ódýrum búðum sem skilað geti hagnaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Somos vill fá sínar starfsmannabúðir við hlið slíkra búða sem Ístak rekur á Tungumelum. vísir/stefán Félagið Somos, sem óskar eftir að því að fá stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðir undir erlenda starfsmenn í Mosfellsbæ, segir það munu skila bænum útsvarstekjum án mikilla útgjalda á móti og létta á húsnæðismarkaði sem sé mjög erfiður. Fram kemur í bréfi Somos til Mosfellsbæjar að félagið hafi verið starfrækt frá því í fyrra. Það hafi milligöngu um að útvega erlenda starfsmenn. Það selji aðallega þjónustu pólska félagsins Yabimo sem eigi dótturfélagið Yabimo ehf. Það sé skráð sem starfsmannaleiga hjá Vinnumálastofnun. „Félagið hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að erlendir starfsmenn njóti allra sömu kjara og íslenskir starfsmenn og lögum og reglum sé fylgt í hvívetna,“ segir í bréfi sem undirritað er af Eiríki Ingvari Ingvarssyni framkvæmdastjóra og Magnúsi Pálma Skúlasyni, formanni stjórnar Somos. Segja þeir Somos-menn mjög erfitt að fá húsnæði á Íslandi, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. „Ástæða þess að erlendir starfmenn eru tilbúnir að koma til Íslands er sú að laun hér eru mun hærri en til að mynda í Póllandi. Þannig getur til dæmis smiður haft hér um það bil fjórföld þau laun sem hann hefur þar,“ skrifa Eiríkur og Magnús.Sigurður Bessason, formaður Eflingar.Þá segir að til að fólk fáist til Íslands þurfi að bjóða því viðunandi húsnæði á hagkvæmu verði. „Fyrir liggur að erlendur starfsmaður er ekki tilbúinn að eyða meginhluta tekna sinna í húsnæði, því þarf að vera hægt að bjóða húsnæði á sem lægstu verði,“ er útskýrt í bréfinu. Athygli vekur að á sama tíma og erlendu starfsmennirnir eru þannig sagðir fá sömu laun og Íslendingar þá sætti þeir sig ekki við að greiða sömu húsaleigu og íslenskum starfsfélögum þeirra stendur til boða á almennum markaði. „Mér hefur sýnst að þeir sem koma í gegn um starfsmannaleigurnar hafi upp til hópa verið settir á allra lægstu laun samkvæmt töxtum. En það er alveg sama hvort það er Íslendingur eða útlendingur, ef hann þarf að greiða húsaleigu sem er svimandi há þá er það alltaf jafn erfitt á þeim lágmarkskjörum,“ segir Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar. Sigurður segir algengt að starfsmannaleigur raði tveimur eða jafnvel þremur mönnum í herbergi sem sé aðeins átta fermetrar og láti þá borga frá 55 upp í 70 þúsund krónur hvern fyrir á mánuði. „Þetta er bara skelfilegt,“ segir hann. Almennt segir Sigurður stéttarfélögin mótfallin rekstri starfsmannaleiga þótt þær geti átt rétt á sér í örstuttan tíma. „Að öðru leyti á að vera um fastráðningu að ræða hjá viðkomandi fyrirtækjum og viðkomandi einstaklingar eru þá hér inni á vinnumarkaði eins og aðrir.“ Með ódýru húsnæði segjast Eiríkur og Magnús ekki eiga við húsnæði sem ekki standist íslenskar kröfur, „heldur húsnæði sem hægt er að koma upp á fljótan og ódýran hátt þannig að hægt sé að leigja það á viðunandi verði“. Þá er bent á að ljóst sé að íslensk fyrirtæki muni þurfa að uppfylla mannaflaþörf með erlendu vinnuafli. Það fólk þurfi að búa einhvers staðar. „Fyrir liggur að einstaklingar á húsnæðismarkaði, sér í lagi ungt fólk, eiga litla sem enga möguleika á að keppa við fyrirtæki um húsnæði. Það gerir að verkum að húsnæðisvandinn eykst enn frekar við það að fyrirtæki fari að keppa við einstaklinga um kaup á húsnæði til að fullnægja þörf fyrir húsnæði fyrir erlent vinnuafl,“ útskýra Eiríkur og Magnús og bjóða lausn. „Sú lausn sem félagið telur heppilegasta er að reisa starfsmannabúðir,“ segja Somos-menn. Slíkar búðir uppfylli íslensk lög og mörg fordæmi séu fyrir hendi. Þegar slaki komi í hagkerfið og hið erlenda vinnuafl hverfi til síns heima sé auðvelt að taka búðirnar niður. „Auk þess að skapa vinnuafl sem vantar til að byggja allar þær íbúðir sem kjörnir fulltrúar hafa lofað að byggja á næstu árum þá losna þær íbúðir sem nú þegar eru notaðar af erlendu vinnuafli,“ segir í bréfi Somos þar sem Mosfellsbæ er gefið fyrirheit um fjárhagslegan ávinning. Nú þegar reki Ístak starfsmannabúðir á Tungumelum fyrir 150 manns sem allir borgi þar útsvar. „Kostnaður bæjarins á móti þeim tekjum er óverulegur þar sem slíkar búðir kalla ekki á innviðabyggingu samsvarandi því ef nýtt íbúðahverfi væri reist.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar tók málið fyrir á fimmtudag og vísaði því til umfjöllunar hjá umhverfissviði bæjarins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Félagið Somos, sem óskar eftir að því að fá stöðuleyfi fyrir starfsmannabúðir undir erlenda starfsmenn í Mosfellsbæ, segir það munu skila bænum útsvarstekjum án mikilla útgjalda á móti og létta á húsnæðismarkaði sem sé mjög erfiður. Fram kemur í bréfi Somos til Mosfellsbæjar að félagið hafi verið starfrækt frá því í fyrra. Það hafi milligöngu um að útvega erlenda starfsmenn. Það selji aðallega þjónustu pólska félagsins Yabimo sem eigi dótturfélagið Yabimo ehf. Það sé skráð sem starfsmannaleiga hjá Vinnumálastofnun. „Félagið hefur frá upphafi lagt metnað sinn í að erlendir starfsmenn njóti allra sömu kjara og íslenskir starfsmenn og lögum og reglum sé fylgt í hvívetna,“ segir í bréfi sem undirritað er af Eiríki Ingvari Ingvarssyni framkvæmdastjóra og Magnúsi Pálma Skúlasyni, formanni stjórnar Somos. Segja þeir Somos-menn mjög erfitt að fá húsnæði á Íslandi, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. „Ástæða þess að erlendir starfmenn eru tilbúnir að koma til Íslands er sú að laun hér eru mun hærri en til að mynda í Póllandi. Þannig getur til dæmis smiður haft hér um það bil fjórföld þau laun sem hann hefur þar,“ skrifa Eiríkur og Magnús.Sigurður Bessason, formaður Eflingar.Þá segir að til að fólk fáist til Íslands þurfi að bjóða því viðunandi húsnæði á hagkvæmu verði. „Fyrir liggur að erlendur starfsmaður er ekki tilbúinn að eyða meginhluta tekna sinna í húsnæði, því þarf að vera hægt að bjóða húsnæði á sem lægstu verði,“ er útskýrt í bréfinu. Athygli vekur að á sama tíma og erlendu starfsmennirnir eru þannig sagðir fá sömu laun og Íslendingar þá sætti þeir sig ekki við að greiða sömu húsaleigu og íslenskum starfsfélögum þeirra stendur til boða á almennum markaði. „Mér hefur sýnst að þeir sem koma í gegn um starfsmannaleigurnar hafi upp til hópa verið settir á allra lægstu laun samkvæmt töxtum. En það er alveg sama hvort það er Íslendingur eða útlendingur, ef hann þarf að greiða húsaleigu sem er svimandi há þá er það alltaf jafn erfitt á þeim lágmarkskjörum,“ segir Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar. Sigurður segir algengt að starfsmannaleigur raði tveimur eða jafnvel þremur mönnum í herbergi sem sé aðeins átta fermetrar og láti þá borga frá 55 upp í 70 þúsund krónur hvern fyrir á mánuði. „Þetta er bara skelfilegt,“ segir hann. Almennt segir Sigurður stéttarfélögin mótfallin rekstri starfsmannaleiga þótt þær geti átt rétt á sér í örstuttan tíma. „Að öðru leyti á að vera um fastráðningu að ræða hjá viðkomandi fyrirtækjum og viðkomandi einstaklingar eru þá hér inni á vinnumarkaði eins og aðrir.“ Með ódýru húsnæði segjast Eiríkur og Magnús ekki eiga við húsnæði sem ekki standist íslenskar kröfur, „heldur húsnæði sem hægt er að koma upp á fljótan og ódýran hátt þannig að hægt sé að leigja það á viðunandi verði“. Þá er bent á að ljóst sé að íslensk fyrirtæki muni þurfa að uppfylla mannaflaþörf með erlendu vinnuafli. Það fólk þurfi að búa einhvers staðar. „Fyrir liggur að einstaklingar á húsnæðismarkaði, sér í lagi ungt fólk, eiga litla sem enga möguleika á að keppa við fyrirtæki um húsnæði. Það gerir að verkum að húsnæðisvandinn eykst enn frekar við það að fyrirtæki fari að keppa við einstaklinga um kaup á húsnæði til að fullnægja þörf fyrir húsnæði fyrir erlent vinnuafl,“ útskýra Eiríkur og Magnús og bjóða lausn. „Sú lausn sem félagið telur heppilegasta er að reisa starfsmannabúðir,“ segja Somos-menn. Slíkar búðir uppfylli íslensk lög og mörg fordæmi séu fyrir hendi. Þegar slaki komi í hagkerfið og hið erlenda vinnuafl hverfi til síns heima sé auðvelt að taka búðirnar niður. „Auk þess að skapa vinnuafl sem vantar til að byggja allar þær íbúðir sem kjörnir fulltrúar hafa lofað að byggja á næstu árum þá losna þær íbúðir sem nú þegar eru notaðar af erlendu vinnuafli,“ segir í bréfi Somos þar sem Mosfellsbæ er gefið fyrirheit um fjárhagslegan ávinning. Nú þegar reki Ístak starfsmannabúðir á Tungumelum fyrir 150 manns sem allir borgi þar útsvar. „Kostnaður bæjarins á móti þeim tekjum er óverulegur þar sem slíkar búðir kalla ekki á innviðabyggingu samsvarandi því ef nýtt íbúðahverfi væri reist.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar tók málið fyrir á fimmtudag og vísaði því til umfjöllunar hjá umhverfissviði bæjarins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira