Þeistareykjastöð verður 90 megawött. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að stöðin er reist í tveimur 45 megawatta áföngum og var vélasamstæða 1 gangsett í dag og tengd við flutningskerfi Landsnets. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gangsettu virkjunina í sameiningu.
Upphaf byggingaframkvæmda við virkjunina var á vormánuðum 2015.
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem rætt var við iðnaðarráðherra og forstjóra Landsvirkjunar.