Biskupsritari gagnrýnir framkomu séra Geirs Waage: „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu“ Þórdís Valsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 10:17 Séra Geir Waage í Reykholti beindi fyrirspurnum sínum á Kirkjuþingi til Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi. Þorvaldur Víðisson biskupsritari situr við hægri hönd Agnesar. Vísir/Anton Brink Þorvaldur Víðisson biskupsritari gagnrýnir harðlega framkomu séra Geirs Waage á kirkjuþingi sem fram fór í vikunni. „Fyrirferðarmikil er framganga hins gamla manns á kirkjuþingi. Einkenni slíkrar framgöngu og framkomu er til dæmis að uppnefna fólk, hafa að engu gild málefnaleg rök og brjóta trúnað og fundarsköp til að snúa á fólk og bregða því,“ segir Þorvaldur í aðsendri grein í Morgunblaðinu og vísar þá til fyrirspurna séra Geirs á kirkjuþingi sem fram fór í vikunni. „Sumum finnst framganga sem þessi töff og eftirtektarverð. Finnst slík framganga góð leið til að ná sínu fram og finnst það merki um árangur í starfi.“ „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu. Slík framganga er niðurlægjandi fyrir fólk, eykur hættu á að ákvarðanir séu teknar á röngum forsendum og stuðlar að því að lýðræði sé vanvirt,“ segir Þorvaldur í grein sinni. Séra Geir beindi fyrirspurnum sínum að Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi og las meðal annars úr tölvupóstsamskiptum þeirra tveggja. Biskup sagði í samtali við Fréttablaðið að hún velti því fyrir sér hvort trúnaður hafi verið brotinn með fyrirspurnum séra Geirs. Þorvaldur vísar ekki til séra Geirs með nafni heldur hins gamla manns og er það tilvísun í Nýja testamentið. „Í gömlu riti, Kólussubréfinu í Nýja testamentinu er talað um hinn gamla og hinn nýja mann. Textinn er tæplega 2.000 ára gamall og hvetur ritarinn lesendur sína til að hverfa frá hinum gamla manni og íklæðast hinum nýja manni. Friður, kærleikur, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi eru hugtök sem lýsa eiga hinum nýja manni,“ segir Þorvaldur og bætir við að þessi hugtök séu í takt við ákall samtímans um að karlmenn axli aukna ábyrgð á framkomu sinni og framgöngu. „Það væri synd ef kirkjunnar fólk bæri ekki gæfu til þess að kjósa hinn nýja mann á kirkjuþing, því framganga hins gamla manns á ekkert skylt við fagnaðarerindið.“ Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 14. nóvember 2017 18:41 Sakaði Geir um brot á trúnaði Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Þorvaldur Víðisson biskupsritari gagnrýnir harðlega framkomu séra Geirs Waage á kirkjuþingi sem fram fór í vikunni. „Fyrirferðarmikil er framganga hins gamla manns á kirkjuþingi. Einkenni slíkrar framgöngu og framkomu er til dæmis að uppnefna fólk, hafa að engu gild málefnaleg rök og brjóta trúnað og fundarsköp til að snúa á fólk og bregða því,“ segir Þorvaldur í aðsendri grein í Morgunblaðinu og vísar þá til fyrirspurna séra Geirs á kirkjuþingi sem fram fór í vikunni. „Sumum finnst framganga sem þessi töff og eftirtektarverð. Finnst slík framganga góð leið til að ná sínu fram og finnst það merki um árangur í starfi.“ „Ofbeldi er hugtak sem nær utan um slíka framgöngu. Slík framganga er niðurlægjandi fyrir fólk, eykur hættu á að ákvarðanir séu teknar á röngum forsendum og stuðlar að því að lýðræði sé vanvirt,“ segir Þorvaldur í grein sinni. Séra Geir beindi fyrirspurnum sínum að Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi og las meðal annars úr tölvupóstsamskiptum þeirra tveggja. Biskup sagði í samtali við Fréttablaðið að hún velti því fyrir sér hvort trúnaður hafi verið brotinn með fyrirspurnum séra Geirs. Þorvaldur vísar ekki til séra Geirs með nafni heldur hins gamla manns og er það tilvísun í Nýja testamentið. „Í gömlu riti, Kólussubréfinu í Nýja testamentinu er talað um hinn gamla og hinn nýja mann. Textinn er tæplega 2.000 ára gamall og hvetur ritarinn lesendur sína til að hverfa frá hinum gamla manni og íklæðast hinum nýja manni. Friður, kærleikur, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi eru hugtök sem lýsa eiga hinum nýja manni,“ segir Þorvaldur og bætir við að þessi hugtök séu í takt við ákall samtímans um að karlmenn axli aukna ábyrgð á framkomu sinni og framgöngu. „Það væri synd ef kirkjunnar fólk bæri ekki gæfu til þess að kjósa hinn nýja mann á kirkjuþing, því framganga hins gamla manns á ekkert skylt við fagnaðarerindið.“
Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00 Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 14. nóvember 2017 18:41 Sakaði Geir um brot á trúnaði Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta. 15. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56
Séra Geir spáir fleiri kærum með nýjum reglum um prestskosningar Hart var deilt á kirkjuþingi um breytingar á reglum um kjör presta. Tillaga var um að ekki mætti kjósa presta nema allir kjörnefndarmenn væru mættir á fund. Biskup og fleiri sögðu það algerlega óraunhæft og tillagan var samþykkt breytt. 16. nóvember 2017 06:00
Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. 14. nóvember 2017 18:41
Sakaði Geir um brot á trúnaði Séra Geir Waage gagnrýndi Agnesi M. Sigurðardóttir biskup harðlega á kirkjuþingi. Biskup sakaði Geir á móti um brot á trúnaði með upplestri tölvupósta. 15. nóvember 2017 06:00