Orkustykki í óleyfi í hlíðum Esjunnar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. september 2017 06:00 Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjallgöngufólk orðið vart við stóran málmkassa sem stendur við Stein í hlíðum Esjunnar. Kassi þessi er merktur Special K orkustykkjum frá Kellogg’s í bak og fyrir og er göngugörpum boðið að fá sér. Um er að ræða auglýsingaherferð sem Nói Síríus, umboðsaðili Kellogg’s á Íslandi, stendur fyrir. Fyrirtækið segist hafa fengið leyfi fyrir uppátækinu en Reykjavíkurborg er á öðru máli og mun fara fram á að kassinn verði fjarlægður. „Við höfðum samband við Reykjavíkurborg, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. Það var vel tekið í þetta af öllum aðilum og þeir veittu leyfi,“ segir Ingi Einar Sigurðsson, vörumerkjastjóri hjá Nóa Síríusi. Borið hefur á umræðum um sóðaskap vegna umbúðanna en Ingi segir fyrirtækið hafa brýnt fyrir fólki að taka umbúðirnar með sér niður, hvort sem það sé af Special K eða öðru. Reglulegar ferðir séu farnar upp til að skoða aðstæður og tína upp ef eitthvað er. Herferð þessi er líka leikur þar sem göngugarpar geta tekið mynd af sér með orkustykkin og átt möguleika á að vinna árskort í World Class og ársbirgðir af Kellogg’s svo eitthvað nefnt. Frá því að kassinn fór upp 31. ágúst hafa göngugarpar sporðrennt hátt í 3.500 stykkjum og átti kassinn að fá að standa til 13. september. Eitthvað gæti það þó breyst því hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að ekki hafi verið veitt leyfi fyrir þessari útfærslu á uppátækinu. „Að sögn umsjónarmanns afnotaleyfa létu þeir borgina vita símleiðis að þeir hygðust gefa orkustykki en þeir fengu ekki leyfi til að koma fyrir kassa í borgarlandinu eða auglýsingu á staðnum. Ekki var litið á það sem óleyfilegt athæfi ef um stakan viðburð væri að ræða en að koma þarna fyrir eftirlitslausum kassa, sem er ekkert annað en auglýsing, er óleyfisframkvæmd,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. „Fyrirtækið verður því beðið um að fjarlægja þetta úr Esjuhlíðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira