Fjölbreyttur hópur verðlaunaður Gunnþóra Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 13. apríl 2017 07:00 Afar stór og fjölbreyttur hópur fólks fékk viðurkenningar og verðlaun fyrir störf sín í þágu samfélagsins. vísir/eyþór Samfélagsverðlaunin eru veitt í fimm flokkum og þetta var í tólfta skipti sem þeim var úthlutað. Lesendur blaðsins sendu inn hátt í hundrað tilnefningar, dómnefnd valdi fyrst þrjár í hverjum flokki og síðan eina af þeim þremur. Í dómnefnd að þessu sinni sátu Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, Davíð Þór Jónsson sóknarprestur og Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins. Lótushús er hugleiðslu- og fræðslumiðstöð þar sem boðið er upp á fjölda námskeiða og fyrirlestra árið um kring og þúsundir hafa nýtt sér. Starfið hefur að markmiði að hjálpa einstaklingum að tileinka sér jákvætt lífsviðhorf og byggja upp innri frið til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin en kostnaði mætt með frjálsum framlögum. Í einni tilnefningunni segir: Lótushús er griðastaður þar sem fallegar, kærleiksríkar og umhyggjusamar sálir starfa.Hjálpar mörgum„Lótushús á marga vini og starfsemin er alltaf að aukast. Við byrjuðum tvö fyrir tæpum tuttugu árum en nú eru um tíu kennarar þar. Já, það eru samfelld námskeið í gangi, jákvæð hugsun og hugleiðsla. Hugleiðslan er svo gagnleg í dag, þar sem fólk er í tilvistarkreppu og mörgum líður illa yfir ástandi heimsins. Lótushús hefur hjálpað mörgum,“ sagði Sigrún Olsen hjá Lótushúsi sem mætti til að taka á móti verðlaununum ásamt Þóri Barðdal. Aðrir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna voru Vakandi, samtök sem vinna að því að sporna gegn matarsóun, og Kaffistofa Samhjálpar sem býður upp á mat og kaffi fyrir utangarðsfólk og aðstöðulausa.Verðlaunin hvatning Ljónshjarta hlaut verðlaunin í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þar er um samtök að ræða fyrir fólk á öllum aldri sem misst hefur maka sína og börn þess. Samtökin hafa starfað í rúm þrjú ár og aðallega í sjálfboðavinnu og hyggjast efla starfsemina í framtíðinni. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning um að við séum að vinna gott starf. Þetta er mjög mikil hvatning og eflir okkur og okkar starfsemi. Samtökin eru orðin sýnilegri og þar af leiðandi á fólk í þessari stöðu auðveldara með að leita til okkar. Við erum líka stolt, því þetta er mjög erfitt starf. Við í stjórn og varastjórn erum öll ungar ekkjur og ekklar og það tekur oft á, að sinna þessu starfi. Við erum líka í sorg eins og okkar félagsmenn,“ segir Ína Ólöf Sigurðardóttir formaður. Hún segir starsemina hafa vaxið mikið undanfarið. „Nú höfum við náð að safna fjármagni til að efla starfið og erum farin að geta stutt betur við bakið á okkar fólki. Við erum reglulega með viðburði og uppákomur fyrir bæði börn og fullorðna í Ljónshjarta. Núna erum við til dæmis að vinna í því að bjóða upp á sérstakt námskeið fyrir unglinga Ljónshjarta. Einnig munum við halda tveggja daga námskeið í sorgarúrvinnslu í haust með fagfólk.“ Magnús Þorkelsson, skólastjóri Flensborgarskóla, og Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla á Blönduósi, voru einnig tilnefnd í þessum flokki.Komust ekki vegna annaSigrún Steinarsdóttir og Sunna Ósk Jakobsdóttir hlutu verðlaunin í flokknum Hvunndagshetjan. Fyrir þremur árum stofnuðu þær Facebook-hóp sem nefnist „Matargjafir Akureyri og nágrenni“. Í hópnum getur fólk sem vill gleðja aðra auglýst ef það á eitthvað aflögu og fólk sem þarfnast hjálpar getur sömuleiðis skráð sig. Þær Sigrún og Sunna Ósk sjá svo um að deila gjöfunum til fjölskyldna sem hafa lítið milli handanna. Í dag eru 1.500 manns skráðir á síðuna, sem er uppfærð reglulega. „Við erum þakklátar fyrir viðurkenninguna. Það er mikið að gera núna og þetta er hvatning. Það er mikið leitað til okkar þessa dagana, núna eru að koma páskar. Það er oft álag á fjölskyldum fyrir hátíðir,“ segir Sigrún í símaviðtali við blaðamann en þær Sunna Ósk máttu ekki vera að því að koma suður vegna anna við úthlutanir. Það var því móðir Sigrúnar, Guðný Jóhanna Jónsdóttir, sem veitti verðlaununum viðtöku og vissi af ferð norður með þau strax í gærkvöldi. Þau Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaformaður Krafts, og þeir Dagur Egonsson og Pétur Helgason sem hafa staðið fyrir Powerade-hlaupum árum saman voru líka tilnefnd í þessum flokki.Dregur fram styrkleikanaVerðlaunin í flokknum Til atlögu gegn fordómum runnu til Foreldrafélags Breiðholtsskóla. Það hefur staðið fyrir fjölmenningarhátíðum fyrir nærsamfélagið þar sem öllum íbúum hverfisins er boðið í skólann. Tilgangurinn er að tengjast betur foreldrum og börnunum sem þar búa, kynnast ólíkum uppruna þeirra, tungumáli og ekki síst að fagna fjölbreytileikanum. „Þetta er viðurkenning á mikilli vinnu og hvatning til fólks sem hefur staðið vaktina,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir. „Ég vil draga fram styrkleika samfélagsins í Breiðholti,“ segir hún og segir umfjöllunina um hverfið of oft á neikvæðum nótum.Guðni með bókina heimagerðu.vísir/eyþórFlóttamenn fengu viðurkenninguÍ flokknum voru einnig tilnefndir sýrlensku flóttamennirnir Kinan Kadoni og Jamil Kouwatli sem báðir hafa lagt fram krafta sína í eldamennsku í þágu góðra málefna og Morteza Songolzadeh sem hefur boðið fram ómetanlega túlkaþjónustu. Tveir synir Jamils stigu óvænt fram á verðlaunaafhendingunni og vildu gefa forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, gjöf. Gjöfin var orðabók sem þeir hafa unnið ötullega að og á að aðstoða innflytjendur og Íslendinga við að skilja hverjir aðra. Í bókinni er að finna orð, hugtök og ýmislegt fleira er tengist daglegu lífi á nokkrum tungumálum, svo nefnd séu nokkur: arabísku, pólsku, íslensku og dönsku. Þeir bræður hafa fengið stuðning frá menntamálaráðuneytinu til að gefa orðabókina út. Forsetinn gladdist yfir gjöfinni og ræddi lengi við þá bræður um dugnað þeirra.Guðmundur Haraldssonvísir/eyþórHélt að verðlaunin væru gabbHeiðursverðlaunin gengu að þessu sinni til Guðmundar Haraldssonar sem hefur helgað sig brunaöryggismálum í marga áratugi, fyrst sem slökkviliðsmaður, síðar eftirlitsmaður brunavarna og loks sem skólastjóri Brunamálaskólans. Hann hefur þjálfað nokkrar kynslóðir slökkviliðsmanna. „Það er vel að þessum verðlaunum staðið og gaman að sjá að það er verið að veita þau hinum og þessum hópum sem eru að gera góða hluti. Það er alltaf gaman þegar fólk passar upp á hlutina og hefur þá í lagi, sama á hvaða sviði það er. Ég þakka bara innilega fyrir mig,“ sagði Guðmundur. Guðmundur hélt að það væri verið að gabba hann þegar haft var samband við hann vegna verðlaunaafhendingarinnar. „Ég hélt fyrst að þetta væri gabb, þegar haft var samband við mig. Því bað ég mágkonu mína að hringja og athuga hvort ég þyrfti að mæta hér en eftir að ég var búinn að fá staðfestingu lét ég náttúrlega sjá mig og þakka innilega fyrir heiðurinn. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir sín störf,“ sagði Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Sjá meira
Samfélagsverðlaunin eru veitt í fimm flokkum og þetta var í tólfta skipti sem þeim var úthlutað. Lesendur blaðsins sendu inn hátt í hundrað tilnefningar, dómnefnd valdi fyrst þrjár í hverjum flokki og síðan eina af þeim þremur. Í dómnefnd að þessu sinni sátu Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, Davíð Þór Jónsson sóknarprestur og Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins. Lótushús er hugleiðslu- og fræðslumiðstöð þar sem boðið er upp á fjölda námskeiða og fyrirlestra árið um kring og þúsundir hafa nýtt sér. Starfið hefur að markmiði að hjálpa einstaklingum að tileinka sér jákvætt lífsviðhorf og byggja upp innri frið til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Ekkert gjald er tekið fyrir námskeiðin en kostnaði mætt með frjálsum framlögum. Í einni tilnefningunni segir: Lótushús er griðastaður þar sem fallegar, kærleiksríkar og umhyggjusamar sálir starfa.Hjálpar mörgum„Lótushús á marga vini og starfsemin er alltaf að aukast. Við byrjuðum tvö fyrir tæpum tuttugu árum en nú eru um tíu kennarar þar. Já, það eru samfelld námskeið í gangi, jákvæð hugsun og hugleiðsla. Hugleiðslan er svo gagnleg í dag, þar sem fólk er í tilvistarkreppu og mörgum líður illa yfir ástandi heimsins. Lótushús hefur hjálpað mörgum,“ sagði Sigrún Olsen hjá Lótushúsi sem mætti til að taka á móti verðlaununum ásamt Þóri Barðdal. Aðrir sem tilnefndir voru til Samfélagsverðlaunanna voru Vakandi, samtök sem vinna að því að sporna gegn matarsóun, og Kaffistofa Samhjálpar sem býður upp á mat og kaffi fyrir utangarðsfólk og aðstöðulausa.Verðlaunin hvatning Ljónshjarta hlaut verðlaunin í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Þar er um samtök að ræða fyrir fólk á öllum aldri sem misst hefur maka sína og börn þess. Samtökin hafa starfað í rúm þrjú ár og aðallega í sjálfboðavinnu og hyggjast efla starfsemina í framtíðinni. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning um að við séum að vinna gott starf. Þetta er mjög mikil hvatning og eflir okkur og okkar starfsemi. Samtökin eru orðin sýnilegri og þar af leiðandi á fólk í þessari stöðu auðveldara með að leita til okkar. Við erum líka stolt, því þetta er mjög erfitt starf. Við í stjórn og varastjórn erum öll ungar ekkjur og ekklar og það tekur oft á, að sinna þessu starfi. Við erum líka í sorg eins og okkar félagsmenn,“ segir Ína Ólöf Sigurðardóttir formaður. Hún segir starsemina hafa vaxið mikið undanfarið. „Nú höfum við náð að safna fjármagni til að efla starfið og erum farin að geta stutt betur við bakið á okkar fólki. Við erum reglulega með viðburði og uppákomur fyrir bæði börn og fullorðna í Ljónshjarta. Núna erum við til dæmis að vinna í því að bjóða upp á sérstakt námskeið fyrir unglinga Ljónshjarta. Einnig munum við halda tveggja daga námskeið í sorgarúrvinnslu í haust með fagfólk.“ Magnús Þorkelsson, skólastjóri Flensborgarskóla, og Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Blönduskóla á Blönduósi, voru einnig tilnefnd í þessum flokki.Komust ekki vegna annaSigrún Steinarsdóttir og Sunna Ósk Jakobsdóttir hlutu verðlaunin í flokknum Hvunndagshetjan. Fyrir þremur árum stofnuðu þær Facebook-hóp sem nefnist „Matargjafir Akureyri og nágrenni“. Í hópnum getur fólk sem vill gleðja aðra auglýst ef það á eitthvað aflögu og fólk sem þarfnast hjálpar getur sömuleiðis skráð sig. Þær Sigrún og Sunna Ósk sjá svo um að deila gjöfunum til fjölskyldna sem hafa lítið milli handanna. Í dag eru 1.500 manns skráðir á síðuna, sem er uppfærð reglulega. „Við erum þakklátar fyrir viðurkenninguna. Það er mikið að gera núna og þetta er hvatning. Það er mikið leitað til okkar þessa dagana, núna eru að koma páskar. Það er oft álag á fjölskyldum fyrir hátíðir,“ segir Sigrún í símaviðtali við blaðamann en þær Sunna Ósk máttu ekki vera að því að koma suður vegna anna við úthlutanir. Það var því móðir Sigrúnar, Guðný Jóhanna Jónsdóttir, sem veitti verðlaununum viðtöku og vissi af ferð norður með þau strax í gærkvöldi. Þau Ástrós Rut Sigurðardóttir, varaformaður Krafts, og þeir Dagur Egonsson og Pétur Helgason sem hafa staðið fyrir Powerade-hlaupum árum saman voru líka tilnefnd í þessum flokki.Dregur fram styrkleikanaVerðlaunin í flokknum Til atlögu gegn fordómum runnu til Foreldrafélags Breiðholtsskóla. Það hefur staðið fyrir fjölmenningarhátíðum fyrir nærsamfélagið þar sem öllum íbúum hverfisins er boðið í skólann. Tilgangurinn er að tengjast betur foreldrum og börnunum sem þar búa, kynnast ólíkum uppruna þeirra, tungumáli og ekki síst að fagna fjölbreytileikanum. „Þetta er viðurkenning á mikilli vinnu og hvatning til fólks sem hefur staðið vaktina,“ segir Sara Björg Sigurðardóttir. „Ég vil draga fram styrkleika samfélagsins í Breiðholti,“ segir hún og segir umfjöllunina um hverfið of oft á neikvæðum nótum.Guðni með bókina heimagerðu.vísir/eyþórFlóttamenn fengu viðurkenninguÍ flokknum voru einnig tilnefndir sýrlensku flóttamennirnir Kinan Kadoni og Jamil Kouwatli sem báðir hafa lagt fram krafta sína í eldamennsku í þágu góðra málefna og Morteza Songolzadeh sem hefur boðið fram ómetanlega túlkaþjónustu. Tveir synir Jamils stigu óvænt fram á verðlaunaafhendingunni og vildu gefa forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, gjöf. Gjöfin var orðabók sem þeir hafa unnið ötullega að og á að aðstoða innflytjendur og Íslendinga við að skilja hverjir aðra. Í bókinni er að finna orð, hugtök og ýmislegt fleira er tengist daglegu lífi á nokkrum tungumálum, svo nefnd séu nokkur: arabísku, pólsku, íslensku og dönsku. Þeir bræður hafa fengið stuðning frá menntamálaráðuneytinu til að gefa orðabókina út. Forsetinn gladdist yfir gjöfinni og ræddi lengi við þá bræður um dugnað þeirra.Guðmundur Haraldssonvísir/eyþórHélt að verðlaunin væru gabbHeiðursverðlaunin gengu að þessu sinni til Guðmundar Haraldssonar sem hefur helgað sig brunaöryggismálum í marga áratugi, fyrst sem slökkviliðsmaður, síðar eftirlitsmaður brunavarna og loks sem skólastjóri Brunamálaskólans. Hann hefur þjálfað nokkrar kynslóðir slökkviliðsmanna. „Það er vel að þessum verðlaunum staðið og gaman að sjá að það er verið að veita þau hinum og þessum hópum sem eru að gera góða hluti. Það er alltaf gaman þegar fólk passar upp á hlutina og hefur þá í lagi, sama á hvaða sviði það er. Ég þakka bara innilega fyrir mig,“ sagði Guðmundur. Guðmundur hélt að það væri verið að gabba hann þegar haft var samband við hann vegna verðlaunaafhendingarinnar. „Ég hélt fyrst að þetta væri gabb, þegar haft var samband við mig. Því bað ég mágkonu mína að hringja og athuga hvort ég þyrfti að mæta hér en eftir að ég var búinn að fá staðfestingu lét ég náttúrlega sjá mig og þakka innilega fyrir heiðurinn. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir sín störf,“ sagði Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Sjá meira