Í dag fór fram ganga með hefðbundinni aðferð á Skíðamóti Íslands. Konur gengu 7,5 km á meðan karlarnir fóru 15 km og var ræst með einstaklingsstarti.
Eins og í undanförnum göngum vann Elsa Guðrún Jónsdóttir mjög sannfærandi og vann ellefta Íslandsmeistaratitil sinn í göngu með hefðbundinni aðferð.
Hjá körlunum var mikil spenna en að lokum var það Brynjar Leó Kristinsson sem sigraði eftir mikla baráttu við Sævar Birgisson og Isak Stiansson Pedersen.
Framan af var Sævar með forystu og þeir Brynjar Leó og Isak voru nánast jafnir aðeins á eftir Sævari. Á síðasta hring náði Brynjar jafnt og þétt að vinna upp forskotið sem Sævar var með og að lokum sigraði hann með einungis tveggja sekúndna mun.
Á morgun verður keppt í boðgöngu og hefst keppni klukkan 11:00.
Konur:
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir
2. Sólveig María Aspelund
3. Kristrún Guðnadóttir
18-20 ára stúlkur:
1. Sólveig María Aspelund
2. Kristrún Guðnadóttir
3. Gígja Björnsdóttir
16-17 ára stúlkur:
1. Anna María Daníelsdóttir
Karlar:
1. Brynjar Leó Kristinsson
2. Sævar Birgisson
3. Isak Stiansson Pedersen
18-20 ára drengir:
1. Isak Stiansson Pedersen
2. Albert Jónsson
3. Dagur Benediktsson
16-17 ára drengir:
1. Sigurður Arnar Hannesson
2. Arnar Ólafsson
Ellefti Íslandsmeistaratitill Elsu Guðrúnar

Tengdar fréttir

Helga María og Sturla Snær Íslandsmeistarar í svigi
Keppni í svigi á Skíðamóti Íslands er nýlokið. Aðstæður voru frekar krefjandi en þoka var á mótsstað en færið þó þokkalegt.