Gott að fá ást og heimsóknir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2017 11:00 Magnea Soffía Hallmundsdóttir varð 95 ára í sumar. Hún er heilsuhraust en er farin að sjá illa. MYNDIR/ERNIR Listakonan Magnea Soffía Hallmundsdóttir situr með fallegar fléttur í græna sófasettinu sínu á hjúkrunarheimlinu Mörk. Andrúmsloftið er heimilislegt og frá því stafar kærleiksríku þeli enda geymir herbergi Magneu sérvalda list- og húsmuni sem henni voru kærir úr búi sínu, lífi og starfi. „Það er víst lífsins gangur að minnka við sig, en það er ekkert gaman, og reyndar fremur erfitt að pakka heimilinu sínu saman og velja fáeina hluti úr búinu. Ég tók bara með mér það sem mér þótti vænst um og leyfði barnabörnunum að velja það sem þau vildu úr búinu,“ segir Magnea sem flutti í Mörk fyrir þremur árum, þá 92 ára. Æskuheimili Magneu var á Brú í Flóa, efsta bæ í Stokkseyrarhreppi. Hún flutti til Reykjavíkur á tólfta árinu og rak síðar heimili sín á Ránargötu 7 og í Hæðargarði 34. „Ég er heppin að hafa fengið heimilisrými hér á Mörk því herbergin eru svo rúmgóð og mikill kostur að hafa sérbaðherbergi,“ segir Magnea í 25 fermetra herbergi sem hún hefur gert að notalegu heimili með eigin húsmunum og útsýni af fjórðu hæð Markar er fagurt í litadýrð haustsins. „Hér líður mér eins og heima og finnst gott að geta tekið vel á móti fólkinu mínu. Á móti kann fjölskyldan vel við sig í gamla sófasettinu og innan um kunnugleg borð, myndir, listmuni og lampa af gamla heimilinu,“ segir Magnea sem fær oft og iðulega heimsóknir til sín í Mörkina. „Hingað koma frænkur mínar, sem mér þykir óskaplega vænt um, og börn mín, tengdadóttir og barnabörn. Það er mikils virði að finna fyrir ást þeirra og umhyggju og njóta félagsskaparins við þau hér á litla heimilinu mínu.“ Alls búa tíu íbúar á hverju heimili í Mörk og heimilisfólkið deilir eldhúsi, stofu og stórum svölum. „Við borðum saman ljómandi góðan mat og sitjum saman í stofunni og við sjónvarpið, en þó er dáið svolítið af fólki síðan ég flutti hingað og auðvitað dapurlegt að missa nágranna sína,“ segir Magnea sem varð 95 ára í sumar. „Ég skil ekkert í hvað ég lifi lengi en ég er víst svona lífseig,“ segir Magnea, sem var fimmta barnið í röð átta systkina sem öll hafa kvatt jarðvistina. „Það er ekkert sérstaklega gaman að vera 95 ára, ég var fær í ýmsu og ef mér datt í hug að gera eitthvað, þá gerði ég það. Ég nýtti líf mitt vel og er búin að gera einhver lifandis ósköp um ævina,“ segir Magnea sem er lærður myndhöggvari. Listfengi hennar má sjá hvert sem litið er, hún er jafnvíg á allt handverk og hannyrðir, og starfaði við listsköpun lungann úr starfsævinni, meðal annars við töskuteiknun fyrir Leðurgerð Reykjavíkur og hönnun leirmuna hjá Gliti. „Nú er ég hálfblind og þykir leitt að geta ekkert gert í höndunum lengur. Ég læt mér þó aldrei leiðast og hef nóg um að hugsa og minnast gamalla daga. Stundum horfi ég á skýjafarið og bílana fyrir utan gluggann, þótt ég sjái það orðið allt í móðu, og mér finnst indælt að hlusta á tónlist og hljóðbækur. Ég nýt lífsins en geri ráð fyrir að verða smeyk þegar endalokin nálgast því þegar upp er staðið vilja flestir halda sem lengst í lífið,“ segir Magnea og brosir blítt í stofunni sinni heima á Mörk.Magnea er listakona af guðs náð. Hún skar út askinn og lampafótinn eftir eigin teikningu af konu í baðstofu, skapaði hafmeyjuna úr leir og listaverk úr kopar.Faðir Magneu smíðaði þennan fallega skáp á æskuheimili hennar að Brú í Flóa. Hún gerði hann upp og málaði.Það er heimilislegt hjá Magneu í Mörk og margt sem minnir á gamla heimilið hennar, enda fylgdu henni sófasettið, borð sem hún mósaíklagði, lampar og listaverk sem henni eru kær.Magnea handgerði hverja einustu flís í þessu gullfallega mósaíkverki sínu.Þetta listaverk Magneu heitir Sunnanþeyr og er unnið úr koparpípum.Þennan forláta, litríka og loðna stól keypti Magnea sem símastól handa manni sínum og heklaði púðann í sessunni.Þessi mynd af vinkonum er í dálæti hjá Magneu sem sá hana í blaði og ákvað að endurgera hana úr filti, garni, blúndum og efnum. Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Listakonan Magnea Soffía Hallmundsdóttir situr með fallegar fléttur í græna sófasettinu sínu á hjúkrunarheimlinu Mörk. Andrúmsloftið er heimilislegt og frá því stafar kærleiksríku þeli enda geymir herbergi Magneu sérvalda list- og húsmuni sem henni voru kærir úr búi sínu, lífi og starfi. „Það er víst lífsins gangur að minnka við sig, en það er ekkert gaman, og reyndar fremur erfitt að pakka heimilinu sínu saman og velja fáeina hluti úr búinu. Ég tók bara með mér það sem mér þótti vænst um og leyfði barnabörnunum að velja það sem þau vildu úr búinu,“ segir Magnea sem flutti í Mörk fyrir þremur árum, þá 92 ára. Æskuheimili Magneu var á Brú í Flóa, efsta bæ í Stokkseyrarhreppi. Hún flutti til Reykjavíkur á tólfta árinu og rak síðar heimili sín á Ránargötu 7 og í Hæðargarði 34. „Ég er heppin að hafa fengið heimilisrými hér á Mörk því herbergin eru svo rúmgóð og mikill kostur að hafa sérbaðherbergi,“ segir Magnea í 25 fermetra herbergi sem hún hefur gert að notalegu heimili með eigin húsmunum og útsýni af fjórðu hæð Markar er fagurt í litadýrð haustsins. „Hér líður mér eins og heima og finnst gott að geta tekið vel á móti fólkinu mínu. Á móti kann fjölskyldan vel við sig í gamla sófasettinu og innan um kunnugleg borð, myndir, listmuni og lampa af gamla heimilinu,“ segir Magnea sem fær oft og iðulega heimsóknir til sín í Mörkina. „Hingað koma frænkur mínar, sem mér þykir óskaplega vænt um, og börn mín, tengdadóttir og barnabörn. Það er mikils virði að finna fyrir ást þeirra og umhyggju og njóta félagsskaparins við þau hér á litla heimilinu mínu.“ Alls búa tíu íbúar á hverju heimili í Mörk og heimilisfólkið deilir eldhúsi, stofu og stórum svölum. „Við borðum saman ljómandi góðan mat og sitjum saman í stofunni og við sjónvarpið, en þó er dáið svolítið af fólki síðan ég flutti hingað og auðvitað dapurlegt að missa nágranna sína,“ segir Magnea sem varð 95 ára í sumar. „Ég skil ekkert í hvað ég lifi lengi en ég er víst svona lífseig,“ segir Magnea, sem var fimmta barnið í röð átta systkina sem öll hafa kvatt jarðvistina. „Það er ekkert sérstaklega gaman að vera 95 ára, ég var fær í ýmsu og ef mér datt í hug að gera eitthvað, þá gerði ég það. Ég nýtti líf mitt vel og er búin að gera einhver lifandis ósköp um ævina,“ segir Magnea sem er lærður myndhöggvari. Listfengi hennar má sjá hvert sem litið er, hún er jafnvíg á allt handverk og hannyrðir, og starfaði við listsköpun lungann úr starfsævinni, meðal annars við töskuteiknun fyrir Leðurgerð Reykjavíkur og hönnun leirmuna hjá Gliti. „Nú er ég hálfblind og þykir leitt að geta ekkert gert í höndunum lengur. Ég læt mér þó aldrei leiðast og hef nóg um að hugsa og minnast gamalla daga. Stundum horfi ég á skýjafarið og bílana fyrir utan gluggann, þótt ég sjái það orðið allt í móðu, og mér finnst indælt að hlusta á tónlist og hljóðbækur. Ég nýt lífsins en geri ráð fyrir að verða smeyk þegar endalokin nálgast því þegar upp er staðið vilja flestir halda sem lengst í lífið,“ segir Magnea og brosir blítt í stofunni sinni heima á Mörk.Magnea er listakona af guðs náð. Hún skar út askinn og lampafótinn eftir eigin teikningu af konu í baðstofu, skapaði hafmeyjuna úr leir og listaverk úr kopar.Faðir Magneu smíðaði þennan fallega skáp á æskuheimili hennar að Brú í Flóa. Hún gerði hann upp og málaði.Það er heimilislegt hjá Magneu í Mörk og margt sem minnir á gamla heimilið hennar, enda fylgdu henni sófasettið, borð sem hún mósaíklagði, lampar og listaverk sem henni eru kær.Magnea handgerði hverja einustu flís í þessu gullfallega mósaíkverki sínu.Þetta listaverk Magneu heitir Sunnanþeyr og er unnið úr koparpípum.Þennan forláta, litríka og loðna stól keypti Magnea sem símastól handa manni sínum og heklaði púðann í sessunni.Þessi mynd af vinkonum er í dálæti hjá Magneu sem sá hana í blaði og ákvað að endurgera hana úr filti, garni, blúndum og efnum.
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira