Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi í tæpar fjórtán vikur. Varðhaldið hefði að óbreyttu runnið út á fimmtudaginn kemur.
Fyrirtaka verður í máli Olsen núna klukkan 15 en þá má gera ráð fyrir gagnaframlagningu og að dagsetning á aðalmeðferð verði ákveðin.
Ákæra var gefin út á hendur Olsen í lok síðasta mánaðar fyrir manndráp annars vegar og fíkniefnalagabrot hins vegar. Hann hefur neitað sök í báðum ákæruliðum.
Olsen er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kvertataki og hert kröftuglega að hálsi hennar í rauðri Kia Rio bifreið hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá er hann sagður hafa varpað henni í sjó eða vatn í framhaldinu með þeim afleiðingum að hún drukknaði.
Uppfært klukkan 15:40:
Verjandi Olsen fór fram á frest til að fara yfir framlögð gögn og var frestur ákveðinn tvær vikur. Þá verður mögulega kallaður til dómkvaddur matsmaður. Næsta fyrirtaka í málinu verður þann 9. maí.
Olsen í áframhaldandi gæsluvarðhald

Tengdar fréttir

Segir afstöðuna hafa komið á óvart
Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag.

Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum
Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin.

Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki
Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot.

Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu
Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu.