Ráku um 50 grindhvali ítrekað burt frá landi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Hvalirnir reyndu fyrst að komast á land í Bug en sóttu næst í höfnina í Rifi. Myndin er frá seinni björgunaraðgerðunum. TINNA RUT ÞRASTARDÓTTIR Björgunarsveitarfólk á Snæfellsnesi var kallað út í tvígang í gær til að forða því að grindhvalavaða synti á land. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem slíkt atvik á sér stað. „Hér var fólk bara í rólegheitum að nýta blíðuna í að slá garðinn og skipta um glugga,“ segir Hafrún Ævarsdóttir, meðlimur í björgunarsveitinni Lífsbjörg. Þegar kallið kom á þriðja tímanum var ekkert annað að gera en að hætta í miðju kafi og stökkva af stað. Vaðan, um fimmtíu dýr að sögn Hafrúnar, var stödd við svæði sem kallast Bug. Björgunarfólkið fór á móti dýrunum og fældi þau á brott með bátum. Þegar dýrin voru komin um sjómílu frá landi fór fólkið aftur í land.Hafrún Ævarsdóttir, björgunarsveitarmaður„Við höfðum bátinn á floti því þetta gerðist fyrir einhverjum fjórum árum. Þá komu hvalir á þessa sömu staði, syntu á land og drápust þar. Við vorum rétt komin úr göllunum þegar við fengum annað útkall,“ segir Hafrún. Hvalirnir voru þá á leið inn í höfnina í Rifi. Allt kapp nú var lagt á að forða því að hvalirnir syntu inn í höfnina en pláss þar er lítið og hefði verið vonlaust að koma þeim þaðan. „Það voru nokkrir komnir upp í fjöru og blessunarlega var fólk á staðnum sem óð upp í mitti til að koma þeim á flot aftur. Það er nefnilega svo að ef einn er kominn á land þá vill restin fylgja,“ segir Hafrún. Björgunin tók talsverðan tíma því hvalirnir vildu alltaf aftur á land. Því var lítilli gúmmítuðru komið fyrir í hafnarmunnanum til að varna dýrunum inngöngu. Skilið var við hvalina þegar þeir voru komnir um þrjár sjómílur frá landi. Líkt og áður segir átti sambærilegt atvik sér stað fyrir fjórum árum. Þá var veður vont og lítið hægt að gera. Einhverjum tókst þá meira að segja að synda í gegnum ræsi og enda fyrir ofan þjóðveg. Hvalirnir voru því flestir skornir þegar í fjöruna var komið. Hafrún segir að einhverjir hafi orðið æstir við rekann nú. Ákvörðun var tekin um að koma hvölunum út enda ólöglegt að skera þá. „Þeir virðast vilja fara áfram út netið. Við Hellissand er lítil höfn sem heitir Krossavík og við erum nokkuð hrædd um að þeir sæki þangað næst. Annars hef ég ekki hugmynd um hví þeir gera þetta,“ segir Hafrún. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tíu hvalir dauðir í höfninni á Rifi "Það var alveg skelfilegt að sjá dýrin kveljast, nú eru nokkrir hvalir komnir að Bug rétt við Ólafsvík það segir sitt um hvað hvernig þetta hefur verið fyrir þá í nótt í þessu vonda veðri,“ segir Þröstur. 8. september 2013 12:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á Snæfellsnesi var kallað út í tvígang í gær til að forða því að grindhvalavaða synti á land. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem slíkt atvik á sér stað. „Hér var fólk bara í rólegheitum að nýta blíðuna í að slá garðinn og skipta um glugga,“ segir Hafrún Ævarsdóttir, meðlimur í björgunarsveitinni Lífsbjörg. Þegar kallið kom á þriðja tímanum var ekkert annað að gera en að hætta í miðju kafi og stökkva af stað. Vaðan, um fimmtíu dýr að sögn Hafrúnar, var stödd við svæði sem kallast Bug. Björgunarfólkið fór á móti dýrunum og fældi þau á brott með bátum. Þegar dýrin voru komin um sjómílu frá landi fór fólkið aftur í land.Hafrún Ævarsdóttir, björgunarsveitarmaður„Við höfðum bátinn á floti því þetta gerðist fyrir einhverjum fjórum árum. Þá komu hvalir á þessa sömu staði, syntu á land og drápust þar. Við vorum rétt komin úr göllunum þegar við fengum annað útkall,“ segir Hafrún. Hvalirnir voru þá á leið inn í höfnina í Rifi. Allt kapp nú var lagt á að forða því að hvalirnir syntu inn í höfnina en pláss þar er lítið og hefði verið vonlaust að koma þeim þaðan. „Það voru nokkrir komnir upp í fjöru og blessunarlega var fólk á staðnum sem óð upp í mitti til að koma þeim á flot aftur. Það er nefnilega svo að ef einn er kominn á land þá vill restin fylgja,“ segir Hafrún. Björgunin tók talsverðan tíma því hvalirnir vildu alltaf aftur á land. Því var lítilli gúmmítuðru komið fyrir í hafnarmunnanum til að varna dýrunum inngöngu. Skilið var við hvalina þegar þeir voru komnir um þrjár sjómílur frá landi. Líkt og áður segir átti sambærilegt atvik sér stað fyrir fjórum árum. Þá var veður vont og lítið hægt að gera. Einhverjum tókst þá meira að segja að synda í gegnum ræsi og enda fyrir ofan þjóðveg. Hvalirnir voru því flestir skornir þegar í fjöruna var komið. Hafrún segir að einhverjir hafi orðið æstir við rekann nú. Ákvörðun var tekin um að koma hvölunum út enda ólöglegt að skera þá. „Þeir virðast vilja fara áfram út netið. Við Hellissand er lítil höfn sem heitir Krossavík og við erum nokkuð hrædd um að þeir sæki þangað næst. Annars hef ég ekki hugmynd um hví þeir gera þetta,“ segir Hafrún.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tíu hvalir dauðir í höfninni á Rifi "Það var alveg skelfilegt að sjá dýrin kveljast, nú eru nokkrir hvalir komnir að Bug rétt við Ólafsvík það segir sitt um hvað hvernig þetta hefur verið fyrir þá í nótt í þessu vonda veðri,“ segir Þröstur. 8. september 2013 12:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Tíu hvalir dauðir í höfninni á Rifi "Það var alveg skelfilegt að sjá dýrin kveljast, nú eru nokkrir hvalir komnir að Bug rétt við Ólafsvík það segir sitt um hvað hvernig þetta hefur verið fyrir þá í nótt í þessu vonda veðri,“ segir Þröstur. 8. september 2013 12:36