Dætur Ragnhildar lentu undir hoppukastalanum: „Fólk var mjög skelkað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 23:47 Dætur Ragnhildar voru í hoppukastalanum þegar hann fór á hliðina Úr einkasafni „Það var haugur af börnum tröppumegin í hoppukastalanum þegar hann byrjar að falla á hliðina. Hann lendir á steyptum staur og við það kemur gat og hann fellur saman, yfir fullt af börnum,“ segir Ragnhildur Gísladóttir. Dætur hennar voru í hoppukastalanum sem fór á hliðina í Hveragerði um helgina. Hún telur að fimm til tíu börn hafi verið í hoppukastalanum á þessum tíma. „Ég hef aldrei hlaupið svona hratt á ævi minni,“ útskýrir Ragnhildur en hún náði sjálf dætrum sínum út úr kastalanum. Ragnhildur segir að aðeins hafi verið einn starfsmaður að fylgjast með fjórum hoppuköstulum þar sem mörg börn voru að leik. Jóhann Tómasson, framkvæmdastjóri Sprell, sem á umræddan hoppukastala ræddi við Ragnhildi eftir atvikið.Bauð kandífloss og miða í leiktæki„Hann kom og bauð okkur kandífloss og nokkra miða í einhver leiktæki, sem við afþökkuðum,“ segir Ragnhildur að hún hafi ekkert heyrt frá honum síðan. Það kom fjölskyldunni mikið á óvart að áður en sjúkrabíllinn var kominn frá Selfossi var hoppukastalinn kominn aftur í notkun.Hoppukastalinn var settur upp í tilefni af bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði. Hoppukastalinn á myndinni er ekki kastalinn sem um ræðir.„Það var farið beint í það að gera við hann og áður en við vissum af var hann kominn í gang aftur. Þetta var bara nokkrum mínútum seinna, við vorum enn að bíða eftir sjúkrabílnum.“ Eldri dóttir Ragnhildar meiddist þegar hoppukastalinn fór á hliðina. Hún þakkar fyrir að sjúkraflutningamaður og hjúkrunarfræðingur hafi verið á hátíðinni og komið þeim til aðstoðar. „Það var skelfing, algjört lost. Það var mikið grátið.“Ragnhildur segir að börnin sem lentu í þessu hafi verið mjög hrædd. Sex ára dóttir hennar slasaðist þegar hoppukastalinn fór á hliðina.Mikið grátið„Hún er með stóra rispu á olnboga og herðablaði og fékk höfuðhögg og heilahristing. Sjúkraflutningamaður sem var þarna á svæðinu kom okkur til hjálpar, hugaði að börnunum okkar og hringdi á sjúkrabíl, segir Ragnhildur. Dætur hennar voru skoðaðar í sjúkrabílnum en hún er ekki viss hvort einhver börn hafi verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Ragnhildur segir að dætrum sínum hafi brugðið mikið við þetta atvik. „Þeim líður mjög illa, fjögurra ára gömul dóttir mín varð gríðarlega hrædd og neitar að tala um þetta.“ Hún segir að eldri dóttir sín sé búin að gráta mjög mikið yfir þessu. „Þetta eru fáránlegustu skýringar sem ég hef heyrt á ævinni,“ segir Ragnhildur um svör Jóhanns sem birtust á Vísi fyrr í dag. Jóhann sagði að kastalinn hafi ekki verið bundinn niður þar sem veðrið hafi verið svo gott. „Þetta er eins og vera ekki með bílbelti af því að maður er að keyra svo hægt, álíka fáránleg afsökun. Það var ekki rok sem feykti kastalanum, það var yfirsjón fólksins að passa ekki að það væru ekki of margir að fara upp kastalann í einu.“Mildi að ekki fór verr „Ég er búin að tala við fullt af fólki sem var á svæðinu sem varð vitni að þessu og þakkaði fyrir að dætur mínar hafi labbað frá þessu, lifað þetta af. Fólkið sem horfði upp á þetta sá fyrir sér verstu mögulegu útkomu en sem betur fer varð það ekki þannig. Fólk var mjög skelkað.“ Hún segir að mikið mildi sé að ekki hafi farið verr. Ragnhildur vildi koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðu þau á svæðinu. Fjölskyldan ætlar sér að hafa samband við lögreglu í fyrramálið vegna málsins. Tengdar fréttir Barn flutt til skoðunar á sjúkrahús eftir að hoppukastali fór á hliðina í Hveragerði Þrjú börn voru að leik í kastalanum þegar blásari losnaði sem varð til þess kastalinn fór á hliðina. 21. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
„Það var haugur af börnum tröppumegin í hoppukastalanum þegar hann byrjar að falla á hliðina. Hann lendir á steyptum staur og við það kemur gat og hann fellur saman, yfir fullt af börnum,“ segir Ragnhildur Gísladóttir. Dætur hennar voru í hoppukastalanum sem fór á hliðina í Hveragerði um helgina. Hún telur að fimm til tíu börn hafi verið í hoppukastalanum á þessum tíma. „Ég hef aldrei hlaupið svona hratt á ævi minni,“ útskýrir Ragnhildur en hún náði sjálf dætrum sínum út úr kastalanum. Ragnhildur segir að aðeins hafi verið einn starfsmaður að fylgjast með fjórum hoppuköstulum þar sem mörg börn voru að leik. Jóhann Tómasson, framkvæmdastjóri Sprell, sem á umræddan hoppukastala ræddi við Ragnhildi eftir atvikið.Bauð kandífloss og miða í leiktæki„Hann kom og bauð okkur kandífloss og nokkra miða í einhver leiktæki, sem við afþökkuðum,“ segir Ragnhildur að hún hafi ekkert heyrt frá honum síðan. Það kom fjölskyldunni mikið á óvart að áður en sjúkrabíllinn var kominn frá Selfossi var hoppukastalinn kominn aftur í notkun.Hoppukastalinn var settur upp í tilefni af bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði. Hoppukastalinn á myndinni er ekki kastalinn sem um ræðir.„Það var farið beint í það að gera við hann og áður en við vissum af var hann kominn í gang aftur. Þetta var bara nokkrum mínútum seinna, við vorum enn að bíða eftir sjúkrabílnum.“ Eldri dóttir Ragnhildar meiddist þegar hoppukastalinn fór á hliðina. Hún þakkar fyrir að sjúkraflutningamaður og hjúkrunarfræðingur hafi verið á hátíðinni og komið þeim til aðstoðar. „Það var skelfing, algjört lost. Það var mikið grátið.“Ragnhildur segir að börnin sem lentu í þessu hafi verið mjög hrædd. Sex ára dóttir hennar slasaðist þegar hoppukastalinn fór á hliðina.Mikið grátið„Hún er með stóra rispu á olnboga og herðablaði og fékk höfuðhögg og heilahristing. Sjúkraflutningamaður sem var þarna á svæðinu kom okkur til hjálpar, hugaði að börnunum okkar og hringdi á sjúkrabíl, segir Ragnhildur. Dætur hennar voru skoðaðar í sjúkrabílnum en hún er ekki viss hvort einhver börn hafi verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Ragnhildur segir að dætrum sínum hafi brugðið mikið við þetta atvik. „Þeim líður mjög illa, fjögurra ára gömul dóttir mín varð gríðarlega hrædd og neitar að tala um þetta.“ Hún segir að eldri dóttir sín sé búin að gráta mjög mikið yfir þessu. „Þetta eru fáránlegustu skýringar sem ég hef heyrt á ævinni,“ segir Ragnhildur um svör Jóhanns sem birtust á Vísi fyrr í dag. Jóhann sagði að kastalinn hafi ekki verið bundinn niður þar sem veðrið hafi verið svo gott. „Þetta er eins og vera ekki með bílbelti af því að maður er að keyra svo hægt, álíka fáránleg afsökun. Það var ekki rok sem feykti kastalanum, það var yfirsjón fólksins að passa ekki að það væru ekki of margir að fara upp kastalann í einu.“Mildi að ekki fór verr „Ég er búin að tala við fullt af fólki sem var á svæðinu sem varð vitni að þessu og þakkaði fyrir að dætur mínar hafi labbað frá þessu, lifað þetta af. Fólkið sem horfði upp á þetta sá fyrir sér verstu mögulegu útkomu en sem betur fer varð það ekki þannig. Fólk var mjög skelkað.“ Hún segir að mikið mildi sé að ekki hafi farið verr. Ragnhildur vildi koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem aðstoðuðu þau á svæðinu. Fjölskyldan ætlar sér að hafa samband við lögreglu í fyrramálið vegna málsins.
Tengdar fréttir Barn flutt til skoðunar á sjúkrahús eftir að hoppukastali fór á hliðina í Hveragerði Þrjú börn voru að leik í kastalanum þegar blásari losnaði sem varð til þess kastalinn fór á hliðina. 21. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Barn flutt til skoðunar á sjúkrahús eftir að hoppukastali fór á hliðina í Hveragerði Þrjú börn voru að leik í kastalanum þegar blásari losnaði sem varð til þess kastalinn fór á hliðina. 21. ágúst 2017 17:15