Febrúarspá Siggu Kling – Hrúturinn: Stress verður innan fjölskyldunnar Sigga Kling skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Elsku hjartans hrúturinn minn, þú hefur þau sterku einkenni að gefast aldrei upp. Það er akkúrat það sem segir að þú sért sigurvegari. Þú átt það til að vera alveg úrvinda og að drepast á sjálfum þér, og það er bara allt í lagi meðan það er bara í smástund. Þú vinnur best í skorpum og þar af leiðandi þarft þú að vera þinn eigin yfirmaður allra helst. Ef þú ert að vinna hjá öðrum eða í skóla, er það sjálfstæði þitt sem skiptir öllu máli. Það er ekki í eðli þínu að vilja að stóla of mikið á aðra, þér gæti fundist að fólk væri að halda þér dálítið föstum, ef þú ert ekki forstjórinn í þínu lífi. Þú þarft að gera á næsta mánuði töluverðar málamiðlanir, gefa aðeins eftir og þannig vinnur sá sem er leiðtogi. Það er heilmikil ástríða í kringum þig og ef þér líður illa með þann sem heillar hjartað þitt þá myndi ég segja að hann væri ekki þín rétta sort. Í ástinni er allt í lagi að vera sitthvor liturinn en lífið þarf að smella saman eins og legó. Og þó að þú sért í eðli þínu stríðsherra og elskar að leysa erfiðar krossgátur, þá þarf jafnvægi að ríkja í fjölskyldu og ást til þess að þú komist þangað sem þú ætlar þér. Kannski ertu að fara í próf eða skila ritgerð eða verkefnum og þó að allt verði á síðustu stundu, þá munt þú fyllast ofurþreki og ná að redda því sem þú þarft. Stress verður innan fjölskyldunnar og það virðist eins og þú hafir ekki afl til þess að breyta því. Vertu bara alveg rólegur, friðurinn kemur fyrr en þú býst við. Þú verður heppinn í sambandi við viðskipti og peninga og færð jafnvel leiðréttingu á þínum hlut sem tengist starfi eða einhverju öðru, svo þú munt hafa efni á að sletta betur úr klaufunum. Næstu fjórir mánuðir móta þetta ár og gera þér það skiljanlegt hversu dásamlegt þetta líf er. Mottó - Að hika er sama og að tapaFrægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Elsku hjartans hrúturinn minn, þú hefur þau sterku einkenni að gefast aldrei upp. Það er akkúrat það sem segir að þú sért sigurvegari. Þú átt það til að vera alveg úrvinda og að drepast á sjálfum þér, og það er bara allt í lagi meðan það er bara í smástund. Þú vinnur best í skorpum og þar af leiðandi þarft þú að vera þinn eigin yfirmaður allra helst. Ef þú ert að vinna hjá öðrum eða í skóla, er það sjálfstæði þitt sem skiptir öllu máli. Það er ekki í eðli þínu að vilja að stóla of mikið á aðra, þér gæti fundist að fólk væri að halda þér dálítið föstum, ef þú ert ekki forstjórinn í þínu lífi. Þú þarft að gera á næsta mánuði töluverðar málamiðlanir, gefa aðeins eftir og þannig vinnur sá sem er leiðtogi. Það er heilmikil ástríða í kringum þig og ef þér líður illa með þann sem heillar hjartað þitt þá myndi ég segja að hann væri ekki þín rétta sort. Í ástinni er allt í lagi að vera sitthvor liturinn en lífið þarf að smella saman eins og legó. Og þó að þú sért í eðli þínu stríðsherra og elskar að leysa erfiðar krossgátur, þá þarf jafnvægi að ríkja í fjölskyldu og ást til þess að þú komist þangað sem þú ætlar þér. Kannski ertu að fara í próf eða skila ritgerð eða verkefnum og þó að allt verði á síðustu stundu, þá munt þú fyllast ofurþreki og ná að redda því sem þú þarft. Stress verður innan fjölskyldunnar og það virðist eins og þú hafir ekki afl til þess að breyta því. Vertu bara alveg rólegur, friðurinn kemur fyrr en þú býst við. Þú verður heppinn í sambandi við viðskipti og peninga og færð jafnvel leiðréttingu á þínum hlut sem tengist starfi eða einhverju öðru, svo þú munt hafa efni á að sletta betur úr klaufunum. Næstu fjórir mánuðir móta þetta ár og gera þér það skiljanlegt hversu dásamlegt þetta líf er. Mottó - Að hika er sama og að tapaFrægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira