Kosningar setja strik í reikninginn fyrir Framfarafélag Sigmundar Davíðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2017 19:01 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Eyþór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Framfarafélagsins, segir að stefnt hafi verið að veglegri dagskrá á vegum félagsins í haust. Boðaðar kosningar munu þó setja strik í reikninginn. „Nú erum við búin að vera í sumar að undirbúa heilmikla haustdagskrá. Ætluðum að taka þetta allt saman með trompi og bjóða upp á skemmtilega og fræðandi fundi um allt land. Ný vefsíða tilbúin og allar græjur en svo held ég að það sé eiginlega óhjákvæmilegt að þetta setji aðeins strik í reikninginn þegar menn verða uppteknir við kosningabaráttu,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð boðaði stofnun félagsins skömmu eftir miðstjórnarfund Framsóknarflokksins þar sem meðal annars var ákveðið að flýta flokksþingi, flokksþingi þar sem Sigmundur Davíð tapaði formannsslagi gegn Sigurð Inga Jóhannsson, núverandi formanni Framsóknarflokksins.Fyrir helgi staðfesti Sigmundur Davíð að hann myndi bjóða sig fram í alþingiskosningunum sem framundan eru. Hann segir að Framsóknarflokkurinn sé þegar farinn að undirbúa kosningabaráttuna en hvernig metur hann stöðu sína innan flokksins? „Ég meta hana mjög góða í mínu kjördæmi og reyndar í flokknum almennt. Reyndar heyrist mér að gamlir kunningjar séu aðeins farnir af stað aftur,“ sagði Sigmundur Davíð.Tekist var á flokksþingi Framsóknarflokksins á síðasta ári.Vísir/AntonVar hann þá spurður um hverja hann væri að tala. „Þeir sem að þeir voru virkir í því að koma á allri þessari atburðarás í kringum flokksþingið hjá okkur og reyna sækja að mér í kjördæminu og fleirum,“ sagði Sigmundur Davíð. Var hann þá spurður að því hvort að þessir menn hefðu verið í sama liði og hann á þingi. Svaraði Sigmundur Davíð því játandi. Hann gerir ráð fyrir því að Framsóknarflokkurinn haldi flokksþing til að stilla saman strengina fyrir kosningarnar og hann telur möguleika flokksins góða. „Ég held að Framsókn ætti að geta átt fína möguleika. Auðvitað finnst manni grátlegt að flokkurinn sé ekki í þeirri stöðu sem hann gæti verið í til að stíga inn í þetta ástand sem flokkur stöðugleika sem hefði staðið allt af sér,“ sagði Sigmundur Davíð.Hlusta má á allt viðtalið í heild sinni hér að neðan. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Framfarafélagsins, segir að stefnt hafi verið að veglegri dagskrá á vegum félagsins í haust. Boðaðar kosningar munu þó setja strik í reikninginn. „Nú erum við búin að vera í sumar að undirbúa heilmikla haustdagskrá. Ætluðum að taka þetta allt saman með trompi og bjóða upp á skemmtilega og fræðandi fundi um allt land. Ný vefsíða tilbúin og allar græjur en svo held ég að það sé eiginlega óhjákvæmilegt að þetta setji aðeins strik í reikninginn þegar menn verða uppteknir við kosningabaráttu,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð boðaði stofnun félagsins skömmu eftir miðstjórnarfund Framsóknarflokksins þar sem meðal annars var ákveðið að flýta flokksþingi, flokksþingi þar sem Sigmundur Davíð tapaði formannsslagi gegn Sigurð Inga Jóhannsson, núverandi formanni Framsóknarflokksins.Fyrir helgi staðfesti Sigmundur Davíð að hann myndi bjóða sig fram í alþingiskosningunum sem framundan eru. Hann segir að Framsóknarflokkurinn sé þegar farinn að undirbúa kosningabaráttuna en hvernig metur hann stöðu sína innan flokksins? „Ég meta hana mjög góða í mínu kjördæmi og reyndar í flokknum almennt. Reyndar heyrist mér að gamlir kunningjar séu aðeins farnir af stað aftur,“ sagði Sigmundur Davíð.Tekist var á flokksþingi Framsóknarflokksins á síðasta ári.Vísir/AntonVar hann þá spurður um hverja hann væri að tala. „Þeir sem að þeir voru virkir í því að koma á allri þessari atburðarás í kringum flokksþingið hjá okkur og reyna sækja að mér í kjördæminu og fleirum,“ sagði Sigmundur Davíð. Var hann þá spurður að því hvort að þessir menn hefðu verið í sama liði og hann á þingi. Svaraði Sigmundur Davíð því játandi. Hann gerir ráð fyrir því að Framsóknarflokkurinn haldi flokksþing til að stilla saman strengina fyrir kosningarnar og hann telur möguleika flokksins góða. „Ég held að Framsókn ætti að geta átt fína möguleika. Auðvitað finnst manni grátlegt að flokkurinn sé ekki í þeirri stöðu sem hann gæti verið í til að stíga inn í þetta ástand sem flokkur stöðugleika sem hefði staðið allt af sér,“ sagði Sigmundur Davíð.Hlusta má á allt viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir