Uppistand Ara Eldjárn slær nú í gegn erlendis Benedikt Bóas skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Ari treður þessa dagana upp fyrir fullu húsi í Skotlandi. Vísir/Vilhelm Uppistandarinn Ari Eldjárn fékk nýverið fjórar stjörnur fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann sýnir fyrir fullu húsi á grínhátíðinni í Edinborg. Gagnrýnandi Chortle blaðsins, Steve Bennett, lofsamar sýningu Ara sem er um klukkutíma löng. Mun hann sýna 21 sýningu á 25 dögum og er núna rúmlega hálfnaður með sýningaröðina.x„Það er gaman að fá svona jákvæðan dóm. Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og þetta hjálpar vonandi til við að halda því þannig út mánuðinn,“ segir Ari. Dóttir hans fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag og það var því hamagangur á dvalarstað fjölskyldunnar í borginni í gær. „Konan mín og dóttir mín eru búnar að vera hér með mér seinustu vikuna sem hefur gert þetta miklu skemmtilegra. Þetta er í raun búið að vera svolítið líkt því að vera heima á Íslandi. Ég vinn bara mína vinnu á daginn og svo tekur við barnastúss og matseld hjá okkur og við höfum verið dugleg að skoða Edinborg og finna skemmtilegar barnasýningar. Foreldrar mínir komu líka í heimsókn í nokkra daga og í raun er búið að vera stanslaust rennerí af gestum.“ Hátíðin í Edinborg, sem flestir þekkja sem The Fringe, er stærsta listahátíð í heimi. Grín og uppistand er stór hluti af hátíðinni og margir grínistar koma þar árlega til að freista þess að fá áhorfendur til að hlæja. Ara hefur gengið vel og er þetta er í annað skipti sem hann fær fjórar stjörnur fyrir sýninguna, en áður birtist dómur í stærsta dagblaði Skotlands, The Scotsman.Ari hefur fengið dóm frá einum virtasta gríngagnrýnanda Bretlands.„Ég hef aldrei áður haft tök á að stökkva hingað enda stendur hátíðin yfir í rúman mánuð en ég ákvað í upphafi árs að kýla á þetta og sé aldeilis ekki eftir því. Það eru um 4.000 sýningar í gangi á hátíðinni og ég hef kynnst ótrúlega mörgum og séð tugi sýninga. Sem betur fer hafa komið gagnrýnendur á sýninguna mína líka því það er ekki á vísan á róa með það. Það eru ekki allir sem fá dóm og tveir fjögurra stjörnu dómar telst mjög gott. Sumir fá kannski einn slíkan a ferlinum og nýta sér það þá út í hið óendanlega,“ segir hann. Steve Bennett er einn virtasti gríngagnrýnandi Bretlands og Ari segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hann hafi getað mætt á sýninguna. „Hann var mjög hrifinn af sýningunni og fannst þetta greinilega skemmtilegt og ferskt. Ég átti ekki von á svona fallegum orðum því það er svo mikið í boði og erfitt að skera sig úr þannig að ég held að hann hljóti að hafa hitt á afar góðan sýningardag. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir, kannski þýðir þetta allt og kannski ekkert. Það eina sem ég veit með vissu er að ég er mjög ánægður með að hafa látið loksins verða af þessu“ segir Ari. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Uppistandarinn Ari Eldjárn fékk nýverið fjórar stjörnur fyrir uppistand sitt Pardon my Icelandic sem hann sýnir fyrir fullu húsi á grínhátíðinni í Edinborg. Gagnrýnandi Chortle blaðsins, Steve Bennett, lofsamar sýningu Ara sem er um klukkutíma löng. Mun hann sýna 21 sýningu á 25 dögum og er núna rúmlega hálfnaður með sýningaröðina.x„Það er gaman að fá svona jákvæðan dóm. Það hefur verið uppselt á allar sýningar hingað til og þetta hjálpar vonandi til við að halda því þannig út mánuðinn,“ segir Ari. Dóttir hans fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag og það var því hamagangur á dvalarstað fjölskyldunnar í borginni í gær. „Konan mín og dóttir mín eru búnar að vera hér með mér seinustu vikuna sem hefur gert þetta miklu skemmtilegra. Þetta er í raun búið að vera svolítið líkt því að vera heima á Íslandi. Ég vinn bara mína vinnu á daginn og svo tekur við barnastúss og matseld hjá okkur og við höfum verið dugleg að skoða Edinborg og finna skemmtilegar barnasýningar. Foreldrar mínir komu líka í heimsókn í nokkra daga og í raun er búið að vera stanslaust rennerí af gestum.“ Hátíðin í Edinborg, sem flestir þekkja sem The Fringe, er stærsta listahátíð í heimi. Grín og uppistand er stór hluti af hátíðinni og margir grínistar koma þar árlega til að freista þess að fá áhorfendur til að hlæja. Ara hefur gengið vel og er þetta er í annað skipti sem hann fær fjórar stjörnur fyrir sýninguna, en áður birtist dómur í stærsta dagblaði Skotlands, The Scotsman.Ari hefur fengið dóm frá einum virtasta gríngagnrýnanda Bretlands.„Ég hef aldrei áður haft tök á að stökkva hingað enda stendur hátíðin yfir í rúman mánuð en ég ákvað í upphafi árs að kýla á þetta og sé aldeilis ekki eftir því. Það eru um 4.000 sýningar í gangi á hátíðinni og ég hef kynnst ótrúlega mörgum og séð tugi sýninga. Sem betur fer hafa komið gagnrýnendur á sýninguna mína líka því það er ekki á vísan á róa með það. Það eru ekki allir sem fá dóm og tveir fjögurra stjörnu dómar telst mjög gott. Sumir fá kannski einn slíkan a ferlinum og nýta sér það þá út í hið óendanlega,“ segir hann. Steve Bennett er einn virtasti gríngagnrýnandi Bretlands og Ari segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hann hafi getað mætt á sýninguna. „Hann var mjög hrifinn af sýningunni og fannst þetta greinilega skemmtilegt og ferskt. Ég átti ekki von á svona fallegum orðum því það er svo mikið í boði og erfitt að skera sig úr þannig að ég held að hann hljóti að hafa hitt á afar góðan sýningardag. Ég veit ekkert hvað þetta þýðir, kannski þýðir þetta allt og kannski ekkert. Það eina sem ég veit með vissu er að ég er mjög ánægður með að hafa látið loksins verða af þessu“ segir Ari.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Ný stikla úr GTA VI Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira