Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Baldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Margir leggja leið sína að Skálará í Elliðaárdal til að berja kanínur og fugla augum. Til stendur að nýta lóðina undir annað. vísir/stefán „Ég ætla bara að láta hrekja mig í burtu,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi á Skálará við Vatnsveituveg í Elliðaárdal. Reykjavíkurborg veitti fyrir helgi vilyrði til fyrirtækisins Spor í sandinn fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaárdalnum. Um er að ræða 12.500 fermetra lóð en á henni stendur til að byggja 12 til 13 metra há mannvirki. Lóðin sem um ræðir, eins og hún birtist í gögnum umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, nær yfir Skálará. Ef áformin verða að veruleika virðist ljóst að Jón Þorgeir þarf að víkja, en hann hefur um árabil fóðrað kanínur, endur og gæsir við húsið. Jón hafði skömmu áður en Fréttablaðið ræddi við hann haft veður af þessari ákvörðun. „Þeir ætla að byggja gróðurhús þar sem gróðurinn er,“ segir hann hneykslaður. Hann segir að framkvæmdirnar muni hrekja í burtu allt fuglalíf á svæðinu og muni eyða mýrinni, sem sé undirstaða fuglalífs á svæðinu. Jón segir að Reykjavíkurborg eigi lóðina sem húsið stendur á, eins og húsið sjálft. Hann leigir húsið af borginni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir að honum hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðunina, þó að hann hafi búið þarna í 30 ár. „Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan,“ segir hann. Jón Þorgeir segir að margir leggi leið sína á svæðið til að fylgjast með dýrunum eða gefa þeim að éta. Langflestir séu yndislegt fólk sem komi þarna með börnin sín. Hann hafi þó oft orðið vitni að hrottaskap í garð dýranna. Hann segist gefa dýrunum um það bil eitt tonn af mat á viku en tekur fram að skepnurnar séu ekki háðar honum á neinn hátt. Þeim vegni vel þegar hann fer í frí. Þær eigi sig sjálfar og hann hafi ekki flutt þangað eina einustu kanínu. „Dýrin bjarga sér sjálf. Þau eiga sig sjálf,“ segir hann. Aðspurður segist hann telja að kanínurnar séu um eitt hundrað talsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Ég ætla bara að láta hrekja mig í burtu,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi á Skálará við Vatnsveituveg í Elliðaárdal. Reykjavíkurborg veitti fyrir helgi vilyrði til fyrirtækisins Spor í sandinn fyrir lóð undir stórt gróðurhús í Elliðaárdalnum. Um er að ræða 12.500 fermetra lóð en á henni stendur til að byggja 12 til 13 metra há mannvirki. Lóðin sem um ræðir, eins og hún birtist í gögnum umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar, nær yfir Skálará. Ef áformin verða að veruleika virðist ljóst að Jón Þorgeir þarf að víkja, en hann hefur um árabil fóðrað kanínur, endur og gæsir við húsið. Jón hafði skömmu áður en Fréttablaðið ræddi við hann haft veður af þessari ákvörðun. „Þeir ætla að byggja gróðurhús þar sem gróðurinn er,“ segir hann hneykslaður. Hann segir að framkvæmdirnar muni hrekja í burtu allt fuglalíf á svæðinu og muni eyða mýrinni, sem sé undirstaða fuglalífs á svæðinu. Jón segir að Reykjavíkurborg eigi lóðina sem húsið stendur á, eins og húsið sjálft. Hann leigir húsið af borginni. Í samtali við Fréttablaðið segir Jón Þorgeir að honum hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðunina, þó að hann hafi búið þarna í 30 ár. „Ég sagði við bróður minn, þegar hann sagði mér þetta í morgun, að ég nennti ekki að pæla í þessu. En svo er ég ekki búinn að hugsa um neitt annað síðan,“ segir hann. Jón Þorgeir segir að margir leggi leið sína á svæðið til að fylgjast með dýrunum eða gefa þeim að éta. Langflestir séu yndislegt fólk sem komi þarna með börnin sín. Hann hafi þó oft orðið vitni að hrottaskap í garð dýranna. Hann segist gefa dýrunum um það bil eitt tonn af mat á viku en tekur fram að skepnurnar séu ekki háðar honum á neinn hátt. Þeim vegni vel þegar hann fer í frí. Þær eigi sig sjálfar og hann hafi ekki flutt þangað eina einustu kanínu. „Dýrin bjarga sér sjálf. Þau eiga sig sjálf,“ segir hann. Aðspurður segist hann telja að kanínurnar séu um eitt hundrað talsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira