Pósturinn fær ekki að fella niður afslátt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júlí 2017 07:00 Íslandspóstur hefur einkarétt á að bera út bréf undir 50 g. vísir/ernir Fyrirhugaðri niðurfellingu viðbótarafsláttar Íslandspósts til söfnunaraðila hefur verið frestað. Þetta var gert með bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda (FA) fagnar ákvörðuninni. Söfnunaraðilar eru fyrirtæki á borð við Burðargjöld og Póstmarkaðinn en þau sjá um að safna pósti frá stórnotendum, sortera hann og miðla áfram til Íslandspósts. Síðastnefnda fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu bréfa undir 50 grömmum. Íslandspóstur tilkynnti aðilum ákvörðun sína 7. apríl síðastliðinn og átti afslátturinn að falla niður frá og með 1. september. Niðurstaða PFS er í samræmi við fyrri ákvarðanir stofnunarinnar um að söfnunaraðilar ættu að njóta viðbótarafsláttar frá gjaldskrá Íslandspósts. „Við fögnum ákvörðuninni en þetta er eiginlega yfirgengileg ósvífni af hálfu Póstsins. Blekið var varla þurrt á sátt Íslandspósts við Samkeppniseftirlitið, sem átti að stuðla að skárri samkeppnisháttum fyrirtækisins, þegar það ákvað að afnema viðbótarafsláttinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Það hlýtur að vera hlutverk stjórnar Íslandspósts, sem fjármálaráðherra skipar, og eftir atvikum þeirrar eftirlitsnefndar sem Samkeppniseftirlitið hefur sett til að hafa eftirlit með því að sáttin sé haldin, að tryggja að stjórnendur fyrirtækisins haldi sig innan ramma laga og reglna og starfi í sátt við umhverfi sitt. Þetta mál sýnir að sáttin virðist litlu hafa breytt um framgöngu þeirra gagnvart keppinautum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fyrirhugaðri niðurfellingu viðbótarafsláttar Íslandspósts til söfnunaraðila hefur verið frestað. Þetta var gert með bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda (FA) fagnar ákvörðuninni. Söfnunaraðilar eru fyrirtæki á borð við Burðargjöld og Póstmarkaðinn en þau sjá um að safna pósti frá stórnotendum, sortera hann og miðla áfram til Íslandspósts. Síðastnefnda fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu bréfa undir 50 grömmum. Íslandspóstur tilkynnti aðilum ákvörðun sína 7. apríl síðastliðinn og átti afslátturinn að falla niður frá og með 1. september. Niðurstaða PFS er í samræmi við fyrri ákvarðanir stofnunarinnar um að söfnunaraðilar ættu að njóta viðbótarafsláttar frá gjaldskrá Íslandspósts. „Við fögnum ákvörðuninni en þetta er eiginlega yfirgengileg ósvífni af hálfu Póstsins. Blekið var varla þurrt á sátt Íslandspósts við Samkeppniseftirlitið, sem átti að stuðla að skárri samkeppnisháttum fyrirtækisins, þegar það ákvað að afnema viðbótarafsláttinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Það hlýtur að vera hlutverk stjórnar Íslandspósts, sem fjármálaráðherra skipar, og eftir atvikum þeirrar eftirlitsnefndar sem Samkeppniseftirlitið hefur sett til að hafa eftirlit með því að sáttin sé haldin, að tryggja að stjórnendur fyrirtækisins haldi sig innan ramma laga og reglna og starfi í sátt við umhverfi sitt. Þetta mál sýnir að sáttin virðist litlu hafa breytt um framgöngu þeirra gagnvart keppinautum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira