Óumflýjanlegt að miðaverð í flugrútuna hækki Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 20:30 Flugrútan ferjar farþega milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins. vísir/anton brink. Miðaverð í flugrútuna milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins mun hækka í kjölfar útboðs Isavia á aðstöðu fyrir hópbifreiðar við flugvöllinn. Gjald fyrir aðstöðuna hefur sexfaldast, að því er fram kemur í frétt Túrista.is, en framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verðhækkun óumflýjanlega. Farmiði í flugrútuna milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins kostar 2500 krónur. Sérstakt farþegagjald Isavia nemur 173 krónum af seldum miða, Ríkissjóður fær 11 prósent í formi virðisaukaskatts og Kynnisferðir, sem reka rútuna, halda eftir 2100 krónum af hverjum seldum miða. Nú verður breyting þar á en í nýafstöðnu útboði buðust Kynnisferðir „til að greiða Isavia 41,2 prósent af veltu flugrútunnar fyrir áframhaldandi veru í og við flugstöðina,“ að því er segir í frétt Túrista.is. Þetta er sexfalt hærra gjald en Kynnisferðir greiða nú fyrir aðstöðu við flugstöðina. Þá jafngilda þessi 41,2 prósent rúmlega þúsund krónum af hverjum seldum miða miðað við núverandi verðskrá Flugrútunnar.Krafan að gjaldtakan skili sér í betra umhverfi fyrir viðskiptavini Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir í samtali við Túrista.is að samningar hafi enn ekki náðst við Isavia en hækkun á miða í flugrútuna sé þó óumflýjanleg. „Kynnisferðir munu fara í vöruþróun samhliða nýjum samningi sem gerir þjónustuna í kringum Flugrútuna enn betri. Óumflýjanlegt er að miðaverð hækki og þar sem nýtt gjald mun færa Isavia talsverðar tekjur mun krafa okkar vera að slík gjaldtaka skili sér í betra umhverfi fyrir okkar viðskiptavini," segir Kristján. Hópbílar áttu næsthæsta útboðið en aðeins er pláss fyrir tvö rútufyrirtæki fyrir framan flugstöðina á Keflafíkurflugvelli. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Miðaverð í flugrútuna milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins mun hækka í kjölfar útboðs Isavia á aðstöðu fyrir hópbifreiðar við flugvöllinn. Gjald fyrir aðstöðuna hefur sexfaldast, að því er fram kemur í frétt Túrista.is, en framkvæmdastjóri Kynnisferða segir verðhækkun óumflýjanlega. Farmiði í flugrútuna milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins kostar 2500 krónur. Sérstakt farþegagjald Isavia nemur 173 krónum af seldum miða, Ríkissjóður fær 11 prósent í formi virðisaukaskatts og Kynnisferðir, sem reka rútuna, halda eftir 2100 krónum af hverjum seldum miða. Nú verður breyting þar á en í nýafstöðnu útboði buðust Kynnisferðir „til að greiða Isavia 41,2 prósent af veltu flugrútunnar fyrir áframhaldandi veru í og við flugstöðina,“ að því er segir í frétt Túrista.is. Þetta er sexfalt hærra gjald en Kynnisferðir greiða nú fyrir aðstöðu við flugstöðina. Þá jafngilda þessi 41,2 prósent rúmlega þúsund krónum af hverjum seldum miða miðað við núverandi verðskrá Flugrútunnar.Krafan að gjaldtakan skili sér í betra umhverfi fyrir viðskiptavini Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir í samtali við Túrista.is að samningar hafi enn ekki náðst við Isavia en hækkun á miða í flugrútuna sé þó óumflýjanleg. „Kynnisferðir munu fara í vöruþróun samhliða nýjum samningi sem gerir þjónustuna í kringum Flugrútuna enn betri. Óumflýjanlegt er að miðaverð hækki og þar sem nýtt gjald mun færa Isavia talsverðar tekjur mun krafa okkar vera að slík gjaldtaka skili sér í betra umhverfi fyrir okkar viðskiptavini," segir Kristján. Hópbílar áttu næsthæsta útboðið en aðeins er pláss fyrir tvö rútufyrirtæki fyrir framan flugstöðina á Keflafíkurflugvelli.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira