Borgarstjóri tók að sér umfelgun á dekkjaverkstæði í Grafarvogi Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2016 19:15 Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira