Borgarstjóri tók að sér umfelgun á dekkjaverkstæði í Grafarvogi Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2016 19:15 Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira