Bætir hressilega í úrkomuna í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2016 23:16 Fólk ætti að gæta að því að vatn eigi greiða leið að niðurföllum. Vísir/Anton Mælar Veðurstofu Íslands hafa sýnt jafnt og þétt úrkomu upp á fimm millimetra að meðaltali á klukkustund í allan dag en eftir klukkan fjögur í nótt má mögulega búast við því að það muni bæta hressilega í rigninguna. „Það mun bæta hressilega í úrkomuna í nótt, um fjögur leytið, og suðvesturhornið verður fyrir því, einnig svæðið frá Mýrdalsjökli, norður að Snæfellsnesi og alveg undir sunnanverða Vestfirði,“ segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Almannavarnir og Veðurstofan vöruðu við gífurlegri rigningu fyrr í dag og að búast mætti við vatnavöxtum og skriðuföllum á næstu dögum. Líkt og fyrr segir er talið að það muni bæta töluvert í úrkomuna um fjögur leytið í nótt en það muni taka allt að þrjár til sex klukkustundir að sjá afraksturinn af henni, eða vatnavexti og annað slíkt sem því fylgir. Viðbúið er að flóðahætta myndist bæði í litlum ám og lækjum sem og á stærri vatnasviðum, til dæmis í Hvítá í Árnessýslu, Hvítá og Norðurá í Borgarfirði. Jafnframt má búast við aukinni hættu á skriðuföllum á þessum slóðum.„Þetta er bara virkilega góð og mikil rigning,“ segir veðurfræðingurinn. Á morgun er hins vegar gott að hafa í huga að vatnið sem fylgir þessari úrkomu eigi greiða leið að niðurföllum og að fólk athugi með gamla glugga og kjallara þar sem vatn getur lekið. Horfur næsta sólarhringinnSuðaustan 8-18 m/s og rigning, hvassast á Snæfellsnesi. Heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning í nótt og á morgun en áfram hægari og þurrt norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi á morgun. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning en dregur úr úrkomu síðdegis. Suðaustan 8-15 og bjartviði norðan- og norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag:Austan og suðaustan 5-13 m/s og léttir víða til, en skýjað og dálítil væta suðaustanlands og vestast. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Hæg breytileg átt og bjart með köflum en hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Úrkoma suðaustan- og austanlands en þurrt norðan jökla og á Vestfjörðum. Heldur kólnandi.Á mánudag:Austanátt og dálítil vætu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og víða þurrt. Hiti svipaður.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrkomunni á gagnvirku spákorti. Veður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Mælar Veðurstofu Íslands hafa sýnt jafnt og þétt úrkomu upp á fimm millimetra að meðaltali á klukkustund í allan dag en eftir klukkan fjögur í nótt má mögulega búast við því að það muni bæta hressilega í rigninguna. „Það mun bæta hressilega í úrkomuna í nótt, um fjögur leytið, og suðvesturhornið verður fyrir því, einnig svæðið frá Mýrdalsjökli, norður að Snæfellsnesi og alveg undir sunnanverða Vestfirði,“ segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Almannavarnir og Veðurstofan vöruðu við gífurlegri rigningu fyrr í dag og að búast mætti við vatnavöxtum og skriðuföllum á næstu dögum. Líkt og fyrr segir er talið að það muni bæta töluvert í úrkomuna um fjögur leytið í nótt en það muni taka allt að þrjár til sex klukkustundir að sjá afraksturinn af henni, eða vatnavexti og annað slíkt sem því fylgir. Viðbúið er að flóðahætta myndist bæði í litlum ám og lækjum sem og á stærri vatnasviðum, til dæmis í Hvítá í Árnessýslu, Hvítá og Norðurá í Borgarfirði. Jafnframt má búast við aukinni hættu á skriðuföllum á þessum slóðum.„Þetta er bara virkilega góð og mikil rigning,“ segir veðurfræðingurinn. Á morgun er hins vegar gott að hafa í huga að vatnið sem fylgir þessari úrkomu eigi greiða leið að niðurföllum og að fólk athugi með gamla glugga og kjallara þar sem vatn getur lekið. Horfur næsta sólarhringinnSuðaustan 8-18 m/s og rigning, hvassast á Snæfellsnesi. Heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning í nótt og á morgun en áfram hægari og þurrt norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi á morgun. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning en dregur úr úrkomu síðdegis. Suðaustan 8-15 og bjartviði norðan- og norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag:Austan og suðaustan 5-13 m/s og léttir víða til, en skýjað og dálítil væta suðaustanlands og vestast. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Hæg breytileg átt og bjart með köflum en hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Úrkoma suðaustan- og austanlands en þurrt norðan jökla og á Vestfjörðum. Heldur kólnandi.Á mánudag:Austanátt og dálítil vætu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og víða þurrt. Hiti svipaður.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrkomunni á gagnvirku spákorti.
Veður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira