„Önnur hver stelpa sem ég þekki hefur prófað þetta“ Sveinn Arnarsson og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 4. janúar 2016 19:30 Sautján ára stúlka, sem haldin hefur verið slæmri sjálfskaðafíkn í fjögur ár, segir sjálfskaða vera algengt og vaxandi vandamál meðal íslenskra ungmenna. Þrátt fyrir það séu fordómar í garð sjúkdómsins miklir og fræðslan engin. Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir setti í gær inn færslu á Facebook-hópinn Beautytips þar sem hún lýsti sjálfsskaðandi hegðun sem hófst fyrir fjórum árum, þegar hún var 13 ára gömul. Sjálfskaðandi hegðun lýsir sér þannig að fólk sker sig eða meiðir á annan hátt til að fá útrás fyrir andlegan sársauka en Herdís er greind með þunglyndi. „Þetta er þannig að þegar þetta er komið ákveðið langt þá geturðu ekki hugsað um neitt annað þegar þér líður illa. Þú hlakkar til að fara heim og leita í þetta. Þetta er eins og sígarettufíkn, þú færð bara craving og þú bara verður,“ segir hún.Herdís ber bersýnilega merki sjálfskaðafíknar.VÍSIR/SKJÁSKOTVeikindin hafa haft mikil áhrif á fjölskyldu Herdísar. „Ég hef þurft að fara upp á spítala í skjóli nætur með mömmu minni alveg þrisvar sinnum. Allt í allt er ég með 25 spor eftir skurðina. Þegar maður er í þessu ástandi getur maður ekki hugsað um neitt annað, og ekki annað fólk, en þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna mína og fólkið í kringum mig,“ segir Herdís. Herdís segir sjálfskaðandi hegðun vera falið vandamál sem fjölmörg íslensk ungmenni glími við. Hún vill að sín reynsla verði öðrum víti til varnaðar. „Það sem er erfitt og leiðinlegt við þetta er að þetta virðist ekki beint vera trend en er það samt. Þetta hefur verið að færast mikið í aukana og ég þekki ótrúlega mikið af krökkum sem eru að þessu. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það eru margir. Önnur hver stelpa sem ég þekki hefur prófað þetta að minnsta kosti einu sinni. Þess vegna finnst mér að foreldrar þurfi að vera á varðbergi. Ég náði til dæmis að fela þetta í heilt ár fyrir öllum. Það er mikilvægt að opna á umræðuna. Það er lítið talað um þetta, ekkert í skólum og svoleiðis, það er engin fræðsla. Það þarf að tala um þetta,“ segir Herdís. Viðtalið við Herdísi má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Herdís þakin örum eftir áralanga sjálfsskaðafíkn Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir hefur kljáðst við sjálfsskaðandi hegðun í um 4 ár. Handleggir hennar og fætur eru nú þaktir örum. 4. janúar 2016 16:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Sautján ára stúlka, sem haldin hefur verið slæmri sjálfskaðafíkn í fjögur ár, segir sjálfskaða vera algengt og vaxandi vandamál meðal íslenskra ungmenna. Þrátt fyrir það séu fordómar í garð sjúkdómsins miklir og fræðslan engin. Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir setti í gær inn færslu á Facebook-hópinn Beautytips þar sem hún lýsti sjálfsskaðandi hegðun sem hófst fyrir fjórum árum, þegar hún var 13 ára gömul. Sjálfskaðandi hegðun lýsir sér þannig að fólk sker sig eða meiðir á annan hátt til að fá útrás fyrir andlegan sársauka en Herdís er greind með þunglyndi. „Þetta er þannig að þegar þetta er komið ákveðið langt þá geturðu ekki hugsað um neitt annað þegar þér líður illa. Þú hlakkar til að fara heim og leita í þetta. Þetta er eins og sígarettufíkn, þú færð bara craving og þú bara verður,“ segir hún.Herdís ber bersýnilega merki sjálfskaðafíknar.VÍSIR/SKJÁSKOTVeikindin hafa haft mikil áhrif á fjölskyldu Herdísar. „Ég hef þurft að fara upp á spítala í skjóli nætur með mömmu minni alveg þrisvar sinnum. Allt í allt er ég með 25 spor eftir skurðina. Þegar maður er í þessu ástandi getur maður ekki hugsað um neitt annað, og ekki annað fólk, en þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna mína og fólkið í kringum mig,“ segir Herdís. Herdís segir sjálfskaðandi hegðun vera falið vandamál sem fjölmörg íslensk ungmenni glími við. Hún vill að sín reynsla verði öðrum víti til varnaðar. „Það sem er erfitt og leiðinlegt við þetta er að þetta virðist ekki beint vera trend en er það samt. Þetta hefur verið að færast mikið í aukana og ég þekki ótrúlega mikið af krökkum sem eru að þessu. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það eru margir. Önnur hver stelpa sem ég þekki hefur prófað þetta að minnsta kosti einu sinni. Þess vegna finnst mér að foreldrar þurfi að vera á varðbergi. Ég náði til dæmis að fela þetta í heilt ár fyrir öllum. Það er mikilvægt að opna á umræðuna. Það er lítið talað um þetta, ekkert í skólum og svoleiðis, það er engin fræðsla. Það þarf að tala um þetta,“ segir Herdís. Viðtalið við Herdísi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Herdís þakin örum eftir áralanga sjálfsskaðafíkn Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir hefur kljáðst við sjálfsskaðandi hegðun í um 4 ár. Handleggir hennar og fætur eru nú þaktir örum. 4. janúar 2016 16:18 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Herdís þakin örum eftir áralanga sjálfsskaðafíkn Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir hefur kljáðst við sjálfsskaðandi hegðun í um 4 ár. Handleggir hennar og fætur eru nú þaktir örum. 4. janúar 2016 16:18