Fram kom í réttarhöldunum að Flounders hafi haft samband við stúlkuna og óskað henni „til hamingju með afmælið“.
Sjá einnig: Johnson: Kom ekki vel fram við kærustu mína og dóttur
Þegar hún var spurð út í framtíð hennar með Johnson sagði hún að þau myndu aðeins vera vinir. Engu að síður ákvað hún að halda tryggð við hann eftir að málið var fyrst kom upp.
„Það var vegna þess að hann var heiðarlegur við mig og ég vissi að hann væri að segja satt,“ sagði hún. „Við vorum nýbúin að eignast dóttur. Ég vildi að við yrðum saman sem fjölskylda. Ég var mjög ringluð þarna og vissi ekki hvað var í gangi.“

Eftir að Johnson var svo handtekinn í mars í fyrra sagði hann Flounders að hann hefði gefið stúlkunni tvær treyjur og beðið um koss í þakkarskyni.
Sjá einnig: Johnson bað um nektarmynd af stúlkunni
Johnson hefur gengist við því að hafa vingast við stúlkuna í þeim tilgangi að koma á kynferðislegu sambandi við hana sem og einni af þremur kærum um kynferðislegt athæfi með barni. Hann neitar sök í hinum tveimur kæruliðunum.