Aðeins fimm með betri einkunn en Eyþóra á gólfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2016 23:11 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir. Vísir/Getty Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er níunda besta fimleikakona Ólympíuleikana í Ríó en þessi íslensk ættaða fimleikastjarna sem keppir fyrir Holland náði níunda sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna. Eyþóra fékk alls 57.632 stig fyrir æfingar sínar á áhöldunum fjórum og var á undan Giulia Steingruber frá Sviss en eftir Asuka Teramoto frá Japan. Eyþóra var langhæst hjá Hollandi en liðsfélagi hennar var ellefu sætum neðar. Eyþóra tókst að hækka einkunn sína frá því í undankeppninni þegar hún fékk 57.566 stig. Hún var þá í áttunda sæti en lækkaði samt um eitt sæti í úrslitunum. Bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman fengu gull og silfur en Simone Biles vann yfirburðarsigur. Rússinn Aliya Mustafina fékk brons. Eyþóra Elísabet stóð sig frábærlega í gólfæfingunum og sýndi að hún ætti að öllu eðlilegu að vera að keppa til úrslita á gólfinu. Lítið fall í lok undankeppninnar kom því miður í veg fyrir það. Eyþóra fékk 14.533 í einkunn fyrir gólfæfingar sínar í úrslitunum og það voru aðeins fimm sem náðu hærri einkunn. Þær voru bandarísku stelpurnar Simone Biles og Aly Raisman, Wang Yan frá Kína, Giulia Steingruber frá Sviss og Shang Chunsong frá Kína. Eyþóra varð með níundu hæstu einkunnina á jafnvægisslánni, í 11. sæti í stökki og í 13. sæti á tvíslá. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hún komst tvisvar í úrslit, varð í 9. sæti í fjölþraut kvenna og svo í 7. sæti í liðakeppninni með hollenska landsliðinu. Þetta er flott uppskera hjá þessari 18 ára stelpu sem fær vonandi tækifæri til að keppa á fleiri Ólympíuleikum í framtíðinni.Eyþóra Elísabet ÞórsdóttirVísir/Getty
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00 Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14 Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Eyþóra: Gaman að Íslendingum finnist þeir eiga eitthvað í mér Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir í dag til úrslita í fjölþraut kvenna í fimleikum á Ólympíuleikunum í Ríó. Þetta eru önnur úrslit hennar á leikunum en hún varð í sjöunda sæti í liðakeppni með hollenska landsliðinu á þrið 11. ágúst 2016 08:00
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Biles krækti í annað gull | Eyþóra hafnaði í níunda Hin nítján ára fimleikadrottning, Simone Biles, heldur áfram að safna verðlaunum á Ólympíuleikunum í Ríó, en hún vann sitt annað gull á leikunum í kvöld. 11. ágúst 2016 22:14
Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. 7. ágúst 2016 22:35