Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 17. október 2016 19:41 Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014 MYND/Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna frá því í október 2014 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Lögbannið tekur einnig til léna sem vísa á sömu svæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá STEF, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar. STEF hefur haft forgöngu að lögbannsaðgerðunum með stuðningi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu hins vegar ekki því fordæmi.Opnaði vefsíðu á öðru léni eftir fyrri úrskurðinn Í tilkynningu frá STEF kemur fram að lokun aðgengis á vefsíður sem hafa það að markmiði að miðla efni án heimilda rétthafa, líkt og Deildu.net og Pirate Bay, hafi gefið góða raun bæði hér og víða í Evrópu. Þar segir jafnframt að aðgerðir sem þessar byggi á skýrum heimildum í íslenskum lögum ásamt tilskipun Evrópusambandsins. Lögbannið skerði ekki stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga til tjáningarfrelsis en markmið aðgerðanna er að vernda eignarrétt og fjárhagslega afkomu höfunda, flytjenda og framleiðenda. Hins vegar hefur verið bent á það að þrátt fyrir að ákveðin vefsvæði sæti lögbanni er hætt við að þau flytji þjónustu sína yfir á annað lén. Í frétt Nútímans sem birtist í kjölfar fyrra lögbannsins 2014 kom fram að Deildu.net hefði opnað vefsíðu sína á öðru léni, Iceland.pm, sama dag og dómurinn var kveðinn upp.Flest af efninu er fáanlegt með löglegum hættiSamkvæmt upplýsingum frá STEF er hægt að nálgast 90% af því efni sem Íslendingar hala niður af ólöglegum vefsvæðum með löglegum hætti við vefþjónustur sem eru með samninga við íslenska rétthafa. Ólögmæt starfsemi af þessu tagi hefur í för með sér gífurlegt fjárhagslegt tjón rétthafa en nýleg könnun sem Capacent gerði sýnir að innlendir aðilar tapa 1,1, milljarði á ári vegna sjónvarps- og kvikmyndaefnis eingöngu. „Við óbreytt ástand og lagaumhverfi eiga rétthafar ekki annarra kosta völ en að verja lögmæta hagsmuni sína með lögbannsaðgerðum,“ segir að lokum í tilkynningu STEF. Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. 15. október 2014 13:07 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna frá því í október 2014 við því að veita netaðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Lögbannið tekur einnig til léna sem vísa á sömu svæði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá STEF, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar. STEF hefur haft forgöngu að lögbannsaðgerðunum með stuðningi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu hins vegar ekki því fordæmi.Opnaði vefsíðu á öðru léni eftir fyrri úrskurðinn Í tilkynningu frá STEF kemur fram að lokun aðgengis á vefsíður sem hafa það að markmiði að miðla efni án heimilda rétthafa, líkt og Deildu.net og Pirate Bay, hafi gefið góða raun bæði hér og víða í Evrópu. Þar segir jafnframt að aðgerðir sem þessar byggi á skýrum heimildum í íslenskum lögum ásamt tilskipun Evrópusambandsins. Lögbannið skerði ekki stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga til tjáningarfrelsis en markmið aðgerðanna er að vernda eignarrétt og fjárhagslega afkomu höfunda, flytjenda og framleiðenda. Hins vegar hefur verið bent á það að þrátt fyrir að ákveðin vefsvæði sæti lögbanni er hætt við að þau flytji þjónustu sína yfir á annað lén. Í frétt Nútímans sem birtist í kjölfar fyrra lögbannsins 2014 kom fram að Deildu.net hefði opnað vefsíðu sína á öðru léni, Iceland.pm, sama dag og dómurinn var kveðinn upp.Flest af efninu er fáanlegt með löglegum hættiSamkvæmt upplýsingum frá STEF er hægt að nálgast 90% af því efni sem Íslendingar hala niður af ólöglegum vefsvæðum með löglegum hætti við vefþjónustur sem eru með samninga við íslenska rétthafa. Ólögmæt starfsemi af þessu tagi hefur í för með sér gífurlegt fjárhagslegt tjón rétthafa en nýleg könnun sem Capacent gerði sýnir að innlendir aðilar tapa 1,1, milljarði á ári vegna sjónvarps- og kvikmyndaefnis eingöngu. „Við óbreytt ástand og lagaumhverfi eiga rétthafar ekki annarra kosta völ en að verja lögmæta hagsmuni sína með lögbannsaðgerðum,“ segir að lokum í tilkynningu STEF.
Tengdar fréttir Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11 Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00 „Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26 Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24 Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. 15. október 2014 13:07 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Fjögur rétthafasamtök vilja loka fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og Pirate Bay. 2. október 2013 18:11
Dómur gegn Deildu: „Ég mun ekki hika við að deila minni tækniþekkingu“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, er ósáttur við dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, um að loka fyrir aðgang á Deildu.net og PirateBay. 14. október 2014 18:00
„Að öllum líkindum spretta upp nýjar síður“ „Þetta hefur verið löng og ströng barátta hjá okkur,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. STEF vann tímamótasigur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali. Lokað verður á Deildu.net. 14. október 2014 15:26
Ásta Guðrún: Höfundarréttarsamtök ættu frekar að eyða orku sinni í kjaramál en ákærur Þingmaður Pírata segir ákærur á torrent-síður á borð við Deildu.net vera gagnslausar þar sem fólk muni alltaf skiptast á höfundarvörðu efni. 27. júlí 2016 12:24
Búið að koma upp nýjum vef í stað Deildu Á nýju síðunni er notast við lén sem skráð er á lítilli eyju í Atlantshafinu, suður af Nýfundnalandi. 15. október 2014 13:07