Þrífur enn klósettið og verslar í Bónus 23. mars 2016 18:51 Ólafur Darri var nokkrum sinnum stoppaður á götum London af aðdáendum þáttanna. Vísir „Við skulum ekki gleyma því að það að vera frægur á Íslandi þýðir ekki að ég sleppi við að þrífa klósettið. Ég held því bara áfram og að versla í Bónus,“ sagði Ólafur Darri Ólafsson leikari í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að svara þáttastjórnendum um hvort hann hefði fundið fyrir því að frægð hans hefði aukist eftir velgengni Ófærðar þáttanna. Sýningu þáttanna í Bretlandi á BBC4 lauk nýverið en svo virðist sem þættirnir hafi vakið töluverða eftirtekt. Fyrir því fann leikarinn sjálfur í stuttri heimsókn sinni til London á dögunum. „Það kom fyrir tvisvar eða þrisvar að ég var stoppaður út á götu þar sem fólk var að þakka mér fyrir þættina. Ég fann að fólk var að fylgjast með og var spennt. Það er gaman að vera gera sjónvarpsefni á litla Siglufirði sem fólk svo út í hinum stóra heimi er að fylgjast með“.Persóna í ævintýraheimi OzÓlafur gerði lítið út á frægðina í viðtalinu og sagði það eina jákvæða við hana vera að því meiri eftirtekt sem leikari nái að fanga, því meira val hafi hann á milli verkefna. Ekki er búið að ræða formlega við Ólaf um framhald Ófærðar en í viðtalinu segir hann þó að það hafi alla tíð verið ósk framleiðenda, handritshöfunda og leikara að gerð yrði önnur sería. Þessa daganna er Ólafur með annan fótinn í Búdapest þar sem tökur fara fram á bandarísku sjónvarpsseríunni Emerald City. Sú sería gerist í ævintýraheiminum Oz sem skapaður var af rithöfundinum L. Frank Baum. Í þátttunum fer Ólafur Darri með hlutverk persónu sem heitir Ojo hin heppni. Á meðal samleikara hans þar eru Vincent D‘Onofrio sem m.a. er þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Full metal jacket og sjónvarpsþáttunum Daredevil og Law & Order: Criminal Intent. Hér fyrir neðan má heyra viðtalið í heild sinni. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Við skulum ekki gleyma því að það að vera frægur á Íslandi þýðir ekki að ég sleppi við að þrífa klósettið. Ég held því bara áfram og að versla í Bónus,“ sagði Ólafur Darri Ólafsson leikari í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að svara þáttastjórnendum um hvort hann hefði fundið fyrir því að frægð hans hefði aukist eftir velgengni Ófærðar þáttanna. Sýningu þáttanna í Bretlandi á BBC4 lauk nýverið en svo virðist sem þættirnir hafi vakið töluverða eftirtekt. Fyrir því fann leikarinn sjálfur í stuttri heimsókn sinni til London á dögunum. „Það kom fyrir tvisvar eða þrisvar að ég var stoppaður út á götu þar sem fólk var að þakka mér fyrir þættina. Ég fann að fólk var að fylgjast með og var spennt. Það er gaman að vera gera sjónvarpsefni á litla Siglufirði sem fólk svo út í hinum stóra heimi er að fylgjast með“.Persóna í ævintýraheimi OzÓlafur gerði lítið út á frægðina í viðtalinu og sagði það eina jákvæða við hana vera að því meiri eftirtekt sem leikari nái að fanga, því meira val hafi hann á milli verkefna. Ekki er búið að ræða formlega við Ólaf um framhald Ófærðar en í viðtalinu segir hann þó að það hafi alla tíð verið ósk framleiðenda, handritshöfunda og leikara að gerð yrði önnur sería. Þessa daganna er Ólafur með annan fótinn í Búdapest þar sem tökur fara fram á bandarísku sjónvarpsseríunni Emerald City. Sú sería gerist í ævintýraheiminum Oz sem skapaður var af rithöfundinum L. Frank Baum. Í þátttunum fer Ólafur Darri með hlutverk persónu sem heitir Ojo hin heppni. Á meðal samleikara hans þar eru Vincent D‘Onofrio sem m.a. er þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Full metal jacket og sjónvarpsþáttunum Daredevil og Law & Order: Criminal Intent. Hér fyrir neðan má heyra viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira