Leikurinn fer 2-1 fyrir okkur Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Fjölnir Þorgeirsson segir þrítugsafmælið sitt hafa staðið upp úr. Vísir/GVA „Maður hefur ekki verið ógurlega mikið afmælisbarn, ég er meira afmælisbarn fyrir strákana mína, það er meira stuð,“ segir Fjölnir Þorgeirsson, sem fagnar fjörutíu og fimm ára afmæli sínu í dag. „Afmælisgjöfin er að vera á lífi fjörutíu og fimm ára og vera þakklátur fyrir það.“ Fjölnir ætlar að halda upp á afmælið með því að horfa á leikinn heima ásamt nánustu fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég ætla ekki út á leikinn af því að ég er að fara á landsmót hestamanna, annars hefði ég farið. Þetta fer 2-1 fyrir Ísland. Það verður náttúrulega frábært. Við nánasta fjölskyldan borðum svo góðan mat og fögnum sigri Íslands þegar hann er kominn í höfn,“ segir Fjölnir. Fjölnir hefur tröllatrú á strákunum okkar. „Við munum ná 2-0 svo munu þeir fækka um einn. Eiður Smári mun setja eitt mark,“ segir Fjölnir. „Ég missti af leiknum síðast, þannig að ég lifi af þó ég missi af einhverjum leik en þetta er auðvitað frábært afrek, og auðvitað geðveikt ef við náum að komast í átta liða úrslit. Við erum Íslendingar, þess vegna náum við þessum árangri í öllu sem við gerum, af því að við erum með Íslendingablóð, punktur,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur yfir farinn veg segir Fjölnir þrítugsafmæli sitt standa upp úr meðal afmælisdaga. „Þrítugsafmælið mitt var alvöru afmæli, ég ætla ekki að fara nánar út í það, það var alvöru veisla og mega stuð. Ég hugsa að flest allir sem fóru í það muni eftir því,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur til framtíðar segir Fjölnir mottóið sitt vera að vera kominn í aðeins betra form á fimmtugsafmælinu en Ívar Guðmundsson. „Ívar var í flottasta formi sem menn geta verið í og ég ætla að vera með aðeins minni fituprósentu en hann, en það eru nokkur kíló í það,“ segir Fjölnir og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
„Maður hefur ekki verið ógurlega mikið afmælisbarn, ég er meira afmælisbarn fyrir strákana mína, það er meira stuð,“ segir Fjölnir Þorgeirsson, sem fagnar fjörutíu og fimm ára afmæli sínu í dag. „Afmælisgjöfin er að vera á lífi fjörutíu og fimm ára og vera þakklátur fyrir það.“ Fjölnir ætlar að halda upp á afmælið með því að horfa á leikinn heima ásamt nánustu fjölskyldumeðlimum sínum. „Ég ætla ekki út á leikinn af því að ég er að fara á landsmót hestamanna, annars hefði ég farið. Þetta fer 2-1 fyrir Ísland. Það verður náttúrulega frábært. Við nánasta fjölskyldan borðum svo góðan mat og fögnum sigri Íslands þegar hann er kominn í höfn,“ segir Fjölnir. Fjölnir hefur tröllatrú á strákunum okkar. „Við munum ná 2-0 svo munu þeir fækka um einn. Eiður Smári mun setja eitt mark,“ segir Fjölnir. „Ég missti af leiknum síðast, þannig að ég lifi af þó ég missi af einhverjum leik en þetta er auðvitað frábært afrek, og auðvitað geðveikt ef við náum að komast í átta liða úrslit. Við erum Íslendingar, þess vegna náum við þessum árangri í öllu sem við gerum, af því að við erum með Íslendingablóð, punktur,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur yfir farinn veg segir Fjölnir þrítugsafmæli sitt standa upp úr meðal afmælisdaga. „Þrítugsafmælið mitt var alvöru afmæli, ég ætla ekki að fara nánar út í það, það var alvöru veisla og mega stuð. Ég hugsa að flest allir sem fóru í það muni eftir því,“ segir Fjölnir. Þegar hann lítur til framtíðar segir Fjölnir mottóið sitt vera að vera kominn í aðeins betra form á fimmtugsafmælinu en Ívar Guðmundsson. „Ívar var í flottasta formi sem menn geta verið í og ég ætla að vera með aðeins minni fituprósentu en hann, en það eru nokkur kíló í það,“ segir Fjölnir og hlær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira