Þarf að þakka þeim traustið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Viðar skoraði 14 mörk í 20 deildarleikjum fyrir Malmö. vísir/getty Viðar Örn Kjartansson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila í ísraelsku úrvalsdeildinni en hann gerði í gærmorgun fjögurra ára samning við Maccabi Tel Aviv, sigursælasta lið landsins. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael greiðir Maccabi Tel Aviv tæpan hálfan milljarð króna fyrir Viðar Örn sem er eftir 20 umferðir markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk. Viðar kom til Svíþjóðar í upphafi ársins frá Jiangsu í Kína sem keypti hann frá Vålerenga í Noregi á sínum tíma. En þó svo að önnur félög hafi sýnt honum áhuga í sumar bjóst Viðar Örn ekki við því að fara frá Malmö eftir svo skamma dvöl í Svíþjóð. „Þeir höfðu sýnt mér áhuga í nokkurn tíma en ég hafði ekki áhuga á að fara í burtu og var því lítið að pæla í því. Önnur félög í löndum sem voru mun nær en Ísrael gerðu líka tilboð en þau voru allt of lág að mati félagsins,“ sagði Selfyssingurinn enn fremur. Tilboð Maccabi Tel Aviv var það gott að félagið taldi sig ekki geta hafnað því, þó svo að liðið vildi ekki missa sinn markahæsta leikmann.Árangur í tíð Cruyff Maccabi Tel Aviv hefur 21 sinni orðið ísraelskur meistari en hafnaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra eftir harða baráttu við Hapoel Be'er Sheva. Jordi Cruyff, sonur Johans Cruyff og fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester United, hefur gegnt stöðu íþróttastjóra félagsins síðan 2012 en á þeim tíma hefur það barist um alla titla heima fyrir og spilað reglulega í Evrópukeppnum. Liðið komst í gegnum allar fjórar umferðir forkeppni Evrópudeildar UEFA í sumar og dróst í riðil með Zenit St. Pétursborg, AZ og FH-bönunum í Dundalk frá Írlandi.Viðar hefur skorað grimmt síðan hann fór í atvinnumennsku.vísir/gettyDæla boltum í teiginn Georgíumaðurinn Shota Arveladze, fyrrum leikmaður Ajax og Rangers, var ráðinn þjálfari Maccabi Tel Aviv í vor og segir Viðar að skilaboðin frá honum væru að framherjar liðsins fái úr miklu að moða. „Liðið er allt vel spilandi og með kantmenn sem eru duglegir að dæla boltum inn í teiginn. Ég er ekki í vafa um að ég mun fá færin, það er þá bara spurning um að nýta þau,“ segir Viðar sem hefur verið einkar iðinn við kolann hvar sem hann hefur spilað. „Það eru miklar væntingar á mínum herðum og maður vill hafa pressu á sér. Þeir voru með tíu aðra framherja sem félagið var tilbúið að kaupa á lokadegi félagaskiptagluggans en voru svo sannfærðir um að ég væri rétti maðurinn að þeir biðu í nokkrar vikur með að fá svar frá mér,“ segir framherjinn. „Ég þarf því að þakka þeim traustið. Og ég get ekki beðið eftir að byrja.“Eins og spænsk stórborg Viðar Örn þekkir það vel að spila á framandi slóðum eftir dvöl sína í Kína og segir að sér hugnist vel að spila í Ísrael. „Þetta er vissulega öðruvísi. Flestir knattspyrnumenn myndu sjálfsagt kjósa að spila í löndum eins og Englandi og Þýskalandi. En það eru góð lið og góðar deildir út um allt,“ segir hann. „Ég þekkti ekki mikið til Tel Aviv áður en ég kom og fyrst og fremst voru kynni mín af Ísrael í gegnum fjölmiðla,“ segir hann og vísar til þeirra misgóðu frétta sem hafa borist frá þeim heimshluta á undanförnum árum. „En borgin er algjörlega mögnuð. Þetta er eins og að vera í stórborg á Spáni. Maður hefði aldrei valið sér að koma til Ísraels og spila hér nema vera algjörlega sáttur.“ Fótbolti Tengdar fréttir Kári um Viðar: Gæti ekki verið fjær sannleikanum Kári Árnason segir ekkert hæft í þeim fréttaflutningi að Viðar Örn hafi ekki passað í hópinn hjá Malmö. 30. ágúst 2016 09:14 Viðar Örn dýrastur og næst launahæstur Selfyssingurinn fær betur borgað hjá Maccabi Tel Aviv í Ísrael en hann fékk í Kína. 30. ágúst 2016 13:53 Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. 30. ágúst 2016 08:58 Viðar Örn: Lygar í sænskum fjölmiðlum Segir að hann hafi aldrei náð jafn vel saman við liðsfélaga utan vallar eins og í Malmö. 30. ágúst 2016 13:38 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila í ísraelsku úrvalsdeildinni en hann gerði í gærmorgun fjögurra ára samning við Maccabi Tel Aviv, sigursælasta lið landsins. Samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael greiðir Maccabi Tel Aviv tæpan hálfan milljarð króna fyrir Viðar Örn sem er eftir 20 umferðir markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk. Viðar kom til Svíþjóðar í upphafi ársins frá Jiangsu í Kína sem keypti hann frá Vålerenga í Noregi á sínum tíma. En þó svo að önnur félög hafi sýnt honum áhuga í sumar bjóst Viðar Örn ekki við því að fara frá Malmö eftir svo skamma dvöl í Svíþjóð. „Þeir höfðu sýnt mér áhuga í nokkurn tíma en ég hafði ekki áhuga á að fara í burtu og var því lítið að pæla í því. Önnur félög í löndum sem voru mun nær en Ísrael gerðu líka tilboð en þau voru allt of lág að mati félagsins,“ sagði Selfyssingurinn enn fremur. Tilboð Maccabi Tel Aviv var það gott að félagið taldi sig ekki geta hafnað því, þó svo að liðið vildi ekki missa sinn markahæsta leikmann.Árangur í tíð Cruyff Maccabi Tel Aviv hefur 21 sinni orðið ísraelskur meistari en hafnaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra eftir harða baráttu við Hapoel Be'er Sheva. Jordi Cruyff, sonur Johans Cruyff og fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester United, hefur gegnt stöðu íþróttastjóra félagsins síðan 2012 en á þeim tíma hefur það barist um alla titla heima fyrir og spilað reglulega í Evrópukeppnum. Liðið komst í gegnum allar fjórar umferðir forkeppni Evrópudeildar UEFA í sumar og dróst í riðil með Zenit St. Pétursborg, AZ og FH-bönunum í Dundalk frá Írlandi.Viðar hefur skorað grimmt síðan hann fór í atvinnumennsku.vísir/gettyDæla boltum í teiginn Georgíumaðurinn Shota Arveladze, fyrrum leikmaður Ajax og Rangers, var ráðinn þjálfari Maccabi Tel Aviv í vor og segir Viðar að skilaboðin frá honum væru að framherjar liðsins fái úr miklu að moða. „Liðið er allt vel spilandi og með kantmenn sem eru duglegir að dæla boltum inn í teiginn. Ég er ekki í vafa um að ég mun fá færin, það er þá bara spurning um að nýta þau,“ segir Viðar sem hefur verið einkar iðinn við kolann hvar sem hann hefur spilað. „Það eru miklar væntingar á mínum herðum og maður vill hafa pressu á sér. Þeir voru með tíu aðra framherja sem félagið var tilbúið að kaupa á lokadegi félagaskiptagluggans en voru svo sannfærðir um að ég væri rétti maðurinn að þeir biðu í nokkrar vikur með að fá svar frá mér,“ segir framherjinn. „Ég þarf því að þakka þeim traustið. Og ég get ekki beðið eftir að byrja.“Eins og spænsk stórborg Viðar Örn þekkir það vel að spila á framandi slóðum eftir dvöl sína í Kína og segir að sér hugnist vel að spila í Ísrael. „Þetta er vissulega öðruvísi. Flestir knattspyrnumenn myndu sjálfsagt kjósa að spila í löndum eins og Englandi og Þýskalandi. En það eru góð lið og góðar deildir út um allt,“ segir hann. „Ég þekkti ekki mikið til Tel Aviv áður en ég kom og fyrst og fremst voru kynni mín af Ísrael í gegnum fjölmiðla,“ segir hann og vísar til þeirra misgóðu frétta sem hafa borist frá þeim heimshluta á undanförnum árum. „En borgin er algjörlega mögnuð. Þetta er eins og að vera í stórborg á Spáni. Maður hefði aldrei valið sér að koma til Ísraels og spila hér nema vera algjörlega sáttur.“
Fótbolti Tengdar fréttir Kári um Viðar: Gæti ekki verið fjær sannleikanum Kári Árnason segir ekkert hæft í þeim fréttaflutningi að Viðar Örn hafi ekki passað í hópinn hjá Malmö. 30. ágúst 2016 09:14 Viðar Örn dýrastur og næst launahæstur Selfyssingurinn fær betur borgað hjá Maccabi Tel Aviv í Ísrael en hann fékk í Kína. 30. ágúst 2016 13:53 Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. 30. ágúst 2016 08:58 Viðar Örn: Lygar í sænskum fjölmiðlum Segir að hann hafi aldrei náð jafn vel saman við liðsfélaga utan vallar eins og í Malmö. 30. ágúst 2016 13:38 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Kári um Viðar: Gæti ekki verið fjær sannleikanum Kári Árnason segir ekkert hæft í þeim fréttaflutningi að Viðar Örn hafi ekki passað í hópinn hjá Malmö. 30. ágúst 2016 09:14
Viðar Örn dýrastur og næst launahæstur Selfyssingurinn fær betur borgað hjá Maccabi Tel Aviv í Ísrael en hann fékk í Kína. 30. ágúst 2016 13:53
Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. 30. ágúst 2016 08:58
Viðar Örn: Lygar í sænskum fjölmiðlum Segir að hann hafi aldrei náð jafn vel saman við liðsfélaga utan vallar eins og í Malmö. 30. ágúst 2016 13:38