Þurfum að kveikja í mönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2016 06:30 Íslenska þjálfarateymið á fundinum í Laugardal í gær. Frá vinstri eru Guðmundur Hreiðarsson, Helgi Kolviðsson og Heimir Hallgrímsson. Fréttablaðið/Ernir „Mestu máli skiptir að fá alla til að róa í sömu átt, líkt og við gerðum í Frakklandi. Það er það allra mikilvægasta,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, sem valdi í gær sinn fyrsta leikmannahóp eftir Evrópumótið í sumar. Þetta verður í fyrsta sinn sem landsliðið kemur aftur saman eftir gott gengi liðsins á EM í Frakklandi þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit en féll úr leik eftir tap fyrir heimamönnum. Landsliðshópurinn samanstendur að langstærstum hluta af sama hópi leikmanna sem fór til Frakklands. Eiður Smári Guðjohnsen, sem er án félags í dag, verður ekki með í för og Hjörtur Hermannsson verður fremur notaður í U-21 liði Íslands. Inn í þeirra stað koma Viðar Örn Kjartansson og Hólmar Örn Eyjólfsson.Mun erfiðara verkefni en síðast Árangur Íslands á EM í sumar vakti heimsathygli og er á lista yfir stærstu stundir íslenskrar íþróttasögu. En fram undan er það erfiða verkefni að koma íslensku knattspyrnulandsliði á HM í fyrsta sinn í sögunni. Eins og Heimir benti sjálfur á á blaðamannafundi sínum í gær er það mun erfiðara að koma liði á HM en EM. Til samanburðar má nefna að þrettán Evrópuþjóðir komast á HM úr undankeppninni en 24 þjóðir tóku þátt í EM síðastliðið sumar. „Okkar menn þurfa að gera sér grein fyrir því hvað það var sem gerði það að verkum að við náðum árangri í Frakklandi,“ segir Heimir. „Menn þurfa að finna hvernig liðsheildin vann saman og hvað við gerðum úti á vellinum. Við þurfum að hjálpa þeim að finna rétta hugarfarið og kveikja í mönnum á nýjan leik.“Spila á tómum risavelli Engan óraði fyrir að Ísland myndi ná þeim árangri sem liðið gerði. Auk þess var allt umfangið í kringum mótið mun meira en allir í kringum íslenska liðið reiknuðu með. „Við vissum að þetta yrði stórt en gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta yrði jafn stórt og það var. Fyrir EM óttuðumst við einmitt þetta – að það yrði erfitt að núllstilla sig fyrir næstu keppni,“ segir Heimir. Úkraína þarf að spila næsta heimaleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna í leik Úkraínu gegn Spáni í október á síðasta ári. Voru áhorfendur á þeim leik sakaðir um kynþáttaníð. „Síðasti leikur okkar var á fullum Stade de France þar sem við vorum að spila við Frakka fyrir framan fullt af Íslendingum. Nú verðum við að spila á tómum risavelli,“ segir Heimir. „Það verður því margt skrítið og það verður erfitt fyrir menn að fara af stað af þeim krafti sem þarf.“Afslappaður undirbúningur Heimir segir að landsliðsþjálfarateymið hafi gefið leikmönnum svigrúm eftir EM í sumar og mun þar að auki hafa undirbúninginn fyrir leikinn gegn Úkraínu afslappaðan. Til að mynda verður ekki spilaður æfingaleikur í vikunni fyrir leikinn, þrátt fyrir að það hafi staðið íslenska liðinu til boða. Þess í stað mun liðið æfa saman þrjá daga í Þýskalandi áður en það heldur svo til Úkraínu. „Við vorum lengi saman í Frakklandi og við teljum að það sé betri kostur að gera þetta svona. Við gefum leikmönnum til dæmis aukadag í frí heima hjá sér áður en þeir koma til okkar, svo þeir geti slakað eins mikið á og kostur er.“ Leikmenn landsliðsins eru flestir byrjaðir að spila með félagsliðum sínum á nýjan leik en þó eru margir enn að koma sér almennilega af stað eftir sumarið. „Algengt er að leikmenn sem eru lengi í lokakeppni yfir sumarið séu lengur af stað um haustið og því ekki komnir í sitt besta stand. En það sem við höfum séð af leikmönnum hingað til lofar góðu.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
„Mestu máli skiptir að fá alla til að róa í sömu átt, líkt og við gerðum í Frakklandi. Það er það allra mikilvægasta,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, sem valdi í gær sinn fyrsta leikmannahóp eftir Evrópumótið í sumar. Þetta verður í fyrsta sinn sem landsliðið kemur aftur saman eftir gott gengi liðsins á EM í Frakklandi þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit en féll úr leik eftir tap fyrir heimamönnum. Landsliðshópurinn samanstendur að langstærstum hluta af sama hópi leikmanna sem fór til Frakklands. Eiður Smári Guðjohnsen, sem er án félags í dag, verður ekki með í för og Hjörtur Hermannsson verður fremur notaður í U-21 liði Íslands. Inn í þeirra stað koma Viðar Örn Kjartansson og Hólmar Örn Eyjólfsson.Mun erfiðara verkefni en síðast Árangur Íslands á EM í sumar vakti heimsathygli og er á lista yfir stærstu stundir íslenskrar íþróttasögu. En fram undan er það erfiða verkefni að koma íslensku knattspyrnulandsliði á HM í fyrsta sinn í sögunni. Eins og Heimir benti sjálfur á á blaðamannafundi sínum í gær er það mun erfiðara að koma liði á HM en EM. Til samanburðar má nefna að þrettán Evrópuþjóðir komast á HM úr undankeppninni en 24 þjóðir tóku þátt í EM síðastliðið sumar. „Okkar menn þurfa að gera sér grein fyrir því hvað það var sem gerði það að verkum að við náðum árangri í Frakklandi,“ segir Heimir. „Menn þurfa að finna hvernig liðsheildin vann saman og hvað við gerðum úti á vellinum. Við þurfum að hjálpa þeim að finna rétta hugarfarið og kveikja í mönnum á nýjan leik.“Spila á tómum risavelli Engan óraði fyrir að Ísland myndi ná þeim árangri sem liðið gerði. Auk þess var allt umfangið í kringum mótið mun meira en allir í kringum íslenska liðið reiknuðu með. „Við vissum að þetta yrði stórt en gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta yrði jafn stórt og það var. Fyrir EM óttuðumst við einmitt þetta – að það yrði erfitt að núllstilla sig fyrir næstu keppni,“ segir Heimir. Úkraína þarf að spila næsta heimaleik sinn fyrir luktum dyrum vegna hegðunar stuðningsmanna í leik Úkraínu gegn Spáni í október á síðasta ári. Voru áhorfendur á þeim leik sakaðir um kynþáttaníð. „Síðasti leikur okkar var á fullum Stade de France þar sem við vorum að spila við Frakka fyrir framan fullt af Íslendingum. Nú verðum við að spila á tómum risavelli,“ segir Heimir. „Það verður því margt skrítið og það verður erfitt fyrir menn að fara af stað af þeim krafti sem þarf.“Afslappaður undirbúningur Heimir segir að landsliðsþjálfarateymið hafi gefið leikmönnum svigrúm eftir EM í sumar og mun þar að auki hafa undirbúninginn fyrir leikinn gegn Úkraínu afslappaðan. Til að mynda verður ekki spilaður æfingaleikur í vikunni fyrir leikinn, þrátt fyrir að það hafi staðið íslenska liðinu til boða. Þess í stað mun liðið æfa saman þrjá daga í Þýskalandi áður en það heldur svo til Úkraínu. „Við vorum lengi saman í Frakklandi og við teljum að það sé betri kostur að gera þetta svona. Við gefum leikmönnum til dæmis aukadag í frí heima hjá sér áður en þeir koma til okkar, svo þeir geti slakað eins mikið á og kostur er.“ Leikmenn landsliðsins eru flestir byrjaðir að spila með félagsliðum sínum á nýjan leik en þó eru margir enn að koma sér almennilega af stað eftir sumarið. „Algengt er að leikmenn sem eru lengi í lokakeppni yfir sumarið séu lengur af stað um haustið og því ekki komnir í sitt besta stand. En það sem við höfum séð af leikmönnum hingað til lofar góðu.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Í beinni: Twente - Breiðablik | Amanda og Blikar í úrslitaleik Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira