Nýliði stígur fram á stóra sviðið með Dallas Cowboys í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 08:00 Hvað gerir Dak í sviðsljósinu? Vísir/getty NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð. NFL Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Sjá meira
NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð.
NFL Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Sjá meira