Njóta þess að ferðast saman Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Félagarnir njóta þess að ferðast saman og í dag ætla þeir að mæta í gleðigönguna. Vísir/Hanna Meginástæða þess að við erum á Íslandi er að upplifa Gleðigönguna. Frá því ég hætti að vinna hef ég lagt mikið upp úr því að ferðast, en við Richard ferðumst saman í tvo mánuði á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands,“ segir Alan Fulwood, spurður út í heimsókn sína til Íslands. Richard og Alan eru báðir frá Ástralíu og spurðir að því hvernig það er að vera samkynhneigður í Ástralíu sega þeir að margt sé í góðum farvegi en draumurinn sé að lög um samvist samkynhneigðra verði samþykkt þar. Árið 2008 var veitt lagalega heimild hér á landi til að staðfesta samvist samkynhneigðra, en það mun vera eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. „Það er frábært að koma hingað til Íslands. Samkynhneigðir einstaklingar eru mjög hamingjusamir hér, enda stendur ísland mjög framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Minn stærsti draumur í dag er að Ástalía samþykki hjónabönd samkynhneigðra, ég bíð enn þá eftir því. Ég vil gjarnan giftast kærasta mínum í Ástralíu, og ef það gengur eftir verð ég giftur aftur eftir að hafa verið giftur konu í þrjátíu ár,“ segir Richard Densley léttur í bragði og bætir við að vonandi verði hann giftur honum næstu þrjátíu ár. Þeir félagar eiga sér mjög ólíka sögu hvað varðar það að koma út úr skápnum, en báðir segja þeir að það hafi þó verið frekar erfitt á þeim tíma og í dag sé fólk mun opnara hvað varðar samkynhneigð. „Ég áttaði mig fyrst á því að ég var hommi í kring um 45 ára aldur. Ég þekkti mikið af samkynhneigðu fólki og var mikið í kring um það. Þar leið mér vel. Það hefur lítið annað breyst, ég kem úr mjög litlu samfélagi þar sem fólk tók því vel og margir töluðu um að ég væri alltaf sami Richard og ég var,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið giftur og aldrei eignast börn, ætli ég hafi ekki alltaf vitað að ég var samkynhneigður. Ég gerði aldrei neitt mikið úr því að ég væri hommi, þetta olli ekki neinum vandræðum í lífi mínu. Ég hef alltaf bara lifað mínu lífi og er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Fjölskyldan mín veit að ég er samkynheiður en það kemur sjaldan í umræðurnar,“ segir Alan, en hann er nýorðinn áttræður og hefur fylgst með baráttu samkynhneigðra alla sína tíð og talar um að fólk sé mun opnara fyrir fjölbreytileika í dag. Sú birtingarmynd homma sem hefur þróast í gegnum tíðina birtist að mestu í sjónvarpi og þáttum þar sem hlutverk homma virðist oftar en ekki vera ýkt týpa og er stællegi og óskammfeilni samkynhneigði besti vinurinn til dæmis klassísk erkitýpa úr kvikmyndum og sjónvarpi sem enn nýtur mikilla vinsælda. „Það sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki endilega raunveruleikinn. Samkynhneigðir einstaklingar eru auðvita bara venjulegt fólk, enda á það ekki að skipta neinu máli hvort þú ert hommi, lesbía eða ekki. Við erum virkilega spenntir að upplifa Gleðigönguna hér í Reykjavík í dag áður en við höldum áfram að ferðast,“ segja þeir félagar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Meginástæða þess að við erum á Íslandi er að upplifa Gleðigönguna. Frá því ég hætti að vinna hef ég lagt mikið upp úr því að ferðast, en við Richard ferðumst saman í tvo mánuði á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands,“ segir Alan Fulwood, spurður út í heimsókn sína til Íslands. Richard og Alan eru báðir frá Ástralíu og spurðir að því hvernig það er að vera samkynhneigður í Ástralíu sega þeir að margt sé í góðum farvegi en draumurinn sé að lög um samvist samkynhneigðra verði samþykkt þar. Árið 2008 var veitt lagalega heimild hér á landi til að staðfesta samvist samkynhneigðra, en það mun vera eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. „Það er frábært að koma hingað til Íslands. Samkynhneigðir einstaklingar eru mjög hamingjusamir hér, enda stendur ísland mjög framarlega hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Minn stærsti draumur í dag er að Ástalía samþykki hjónabönd samkynhneigðra, ég bíð enn þá eftir því. Ég vil gjarnan giftast kærasta mínum í Ástralíu, og ef það gengur eftir verð ég giftur aftur eftir að hafa verið giftur konu í þrjátíu ár,“ segir Richard Densley léttur í bragði og bætir við að vonandi verði hann giftur honum næstu þrjátíu ár. Þeir félagar eiga sér mjög ólíka sögu hvað varðar það að koma út úr skápnum, en báðir segja þeir að það hafi þó verið frekar erfitt á þeim tíma og í dag sé fólk mun opnara hvað varðar samkynhneigð. „Ég áttaði mig fyrst á því að ég var hommi í kring um 45 ára aldur. Ég þekkti mikið af samkynhneigðu fólki og var mikið í kring um það. Þar leið mér vel. Það hefur lítið annað breyst, ég kem úr mjög litlu samfélagi þar sem fólk tók því vel og margir töluðu um að ég væri alltaf sami Richard og ég var,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið giftur og aldrei eignast börn, ætli ég hafi ekki alltaf vitað að ég var samkynhneigður. Ég gerði aldrei neitt mikið úr því að ég væri hommi, þetta olli ekki neinum vandræðum í lífi mínu. Ég hef alltaf bara lifað mínu lífi og er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Fjölskyldan mín veit að ég er samkynheiður en það kemur sjaldan í umræðurnar,“ segir Alan, en hann er nýorðinn áttræður og hefur fylgst með baráttu samkynhneigðra alla sína tíð og talar um að fólk sé mun opnara fyrir fjölbreytileika í dag. Sú birtingarmynd homma sem hefur þróast í gegnum tíðina birtist að mestu í sjónvarpi og þáttum þar sem hlutverk homma virðist oftar en ekki vera ýkt týpa og er stællegi og óskammfeilni samkynhneigði besti vinurinn til dæmis klassísk erkitýpa úr kvikmyndum og sjónvarpi sem enn nýtur mikilla vinsælda. „Það sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki endilega raunveruleikinn. Samkynhneigðir einstaklingar eru auðvita bara venjulegt fólk, enda á það ekki að skipta neinu máli hvort þú ert hommi, lesbía eða ekki. Við erum virkilega spenntir að upplifa Gleðigönguna hér í Reykjavík í dag áður en við höldum áfram að ferðast,“ segja þeir félagar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hinsegin Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira