Innlent

Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson.
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson. vísir/vilhelm
Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags.Töluvert hefur verið fjallað um mál tveggja manna en annar missti meðvitund aðfaranótt sunnudags og hinn lét lífið á heimili sínu nokkru síðar.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar bæði málin en grunur leikur á að lyfið fentanýl hafi komið við sögu í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsóknin langt á veg komin.Beðið er eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn. Þá á eftir að yfirheyra nokkur vitni.Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir

Fentanýl hundrað sinnum sterkara en morfín

Yfirlæknir Lyfjastofnunar segir mikið áhyggjuefni að verið sé að misnota verkjalyfið Fentanýl í auknum mæli hér á landi. Lyfið er hundrað sinnum sterkara en morfín og fimmtíu sinnum sterkara en heróín.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.