Þjálfari ákærður í Svíþjóð fyrir kynferðisbrot á stærsta unglingamóti heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2016 11:30 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty Þjálfari norður-afrísks fótboltaliðs sem tók þátt í Gothia Cup í Gautaborg, stærsta unglingamóti heims, sætir lögsókn fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á mótinu. Gothia Cup hefur verið haldið síðan 1975 og er stærsta unglingamót heims ef miðað er við fjölda keppenda. Þarna keppa árlega ríflega 35.000 fótboltastrákar og stúlkur á aldrinum ellefu til nítján ára. Íslensk lið keppa á hverju ári á Gothia Cup en í ár voru þar lið frá FH, Dalvík/Reyni, Leikni Reykjavík, Keflavík og ÍBV. Þjálfarinn, sem er 36 ára gamall, mætir í dómsal í dag og mætir stúlkunum þremur sem hann braut á en þær eru aðeins fimmtán ára gamlar. Þetta kemur fram á vef sænska blaðsins Expressen. Brotið átti sér stað fyrir utan aðalinnganginn á Ullevi-leikvanginum, fyrrverandi þjóðarleikvangi Svíþjóðar, eftir setningarhátíð mótsins sem lauk í síðustu viku. Þjálfarinn var í hópi fjörutíu drengja sem stöðvuðu stúlkurnar og gengu á þær. „Þeir reyndu að kyssa þær og að koma höndum undir föt stúlknanna. Dóttir mín fékk tungu fullorðna mannsins upp í sig. Stelpurnar fóru alveg í kerfi og reyndu að verja sig,“ er haft eftir móður einnar þeirrar á vef sænska ríkissjónvarpsins. Þjálfarinn var handtekinn á mótinu grunaður um þrjú kynferðisbrot og nú er búið að kæra hann. Liðinu hans var vísað úr keppni við litla hrifningu leikmanna og forráðamanna þess, að því fram kemur á vef Gautaborgar-Póstsins. „Hann þuklaði á brjóstum og rasskinnum tveggja stúlkna og kyssti þær á munninn,“ segir saksóknarinn Stefan Lind en þjálfarinn neitar allri sök. „Hann neitar glæpnum alfarið. Hann viðurkennir að hafa kysst tvær af stúlkunum á kinnina en það hafi verið með samþykki þeirra,“ segir Lind. Sögur stúlknanna eru allar eins og sagðar mjög trúanlegar en þær héldust óbreyttar frá fyrstu yfirherslu. Sem fyrr segir mæta þær hinum brotlega í dómsal í dag. Búið er að taka vegabréfið af þjálfaranum og honum bannað að fara úr landi. Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Þjálfari norður-afrísks fótboltaliðs sem tók þátt í Gothia Cup í Gautaborg, stærsta unglingamóti heims, sætir lögsókn fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á mótinu. Gothia Cup hefur verið haldið síðan 1975 og er stærsta unglingamót heims ef miðað er við fjölda keppenda. Þarna keppa árlega ríflega 35.000 fótboltastrákar og stúlkur á aldrinum ellefu til nítján ára. Íslensk lið keppa á hverju ári á Gothia Cup en í ár voru þar lið frá FH, Dalvík/Reyni, Leikni Reykjavík, Keflavík og ÍBV. Þjálfarinn, sem er 36 ára gamall, mætir í dómsal í dag og mætir stúlkunum þremur sem hann braut á en þær eru aðeins fimmtán ára gamlar. Þetta kemur fram á vef sænska blaðsins Expressen. Brotið átti sér stað fyrir utan aðalinnganginn á Ullevi-leikvanginum, fyrrverandi þjóðarleikvangi Svíþjóðar, eftir setningarhátíð mótsins sem lauk í síðustu viku. Þjálfarinn var í hópi fjörutíu drengja sem stöðvuðu stúlkurnar og gengu á þær. „Þeir reyndu að kyssa þær og að koma höndum undir föt stúlknanna. Dóttir mín fékk tungu fullorðna mannsins upp í sig. Stelpurnar fóru alveg í kerfi og reyndu að verja sig,“ er haft eftir móður einnar þeirrar á vef sænska ríkissjónvarpsins. Þjálfarinn var handtekinn á mótinu grunaður um þrjú kynferðisbrot og nú er búið að kæra hann. Liðinu hans var vísað úr keppni við litla hrifningu leikmanna og forráðamanna þess, að því fram kemur á vef Gautaborgar-Póstsins. „Hann þuklaði á brjóstum og rasskinnum tveggja stúlkna og kyssti þær á munninn,“ segir saksóknarinn Stefan Lind en þjálfarinn neitar allri sök. „Hann neitar glæpnum alfarið. Hann viðurkennir að hafa kysst tvær af stúlkunum á kinnina en það hafi verið með samþykki þeirra,“ segir Lind. Sögur stúlknanna eru allar eins og sagðar mjög trúanlegar en þær héldust óbreyttar frá fyrstu yfirherslu. Sem fyrr segir mæta þær hinum brotlega í dómsal í dag. Búið er að taka vegabréfið af þjálfaranum og honum bannað að fara úr landi.
Fótbolti Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira