Ofurskálin snýr aftur til Los Angeles Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 09:45 Denver Broncos er ríkjandi meistari í NFL-deildinni. vísir/getty Ljóst er hvar leikurinn um Ofurskálina, úrslitaleikur ameríska fótboltans, fer fram næstu fimm árin en eigendur liðanna í deildinni ákváðu í gær hvar leikirnir árin 2019, 2020, og 2021 fara fram. Þetta kemur fram á vef ESPN. Vitað var að leikið verður um Ofurskálina á NRG-vellinum í Houston á heimavelli Texans á næsta ári og eftir það í nýrri höll Minnesota Vikings árið 2018. Super Bowl 2019 fer fram í nýrri og stórkostlegri höll Atlanta Falcons í Atlanta, árið eftir verður leikurinn á nýjum velli Miami Dolphins á Flórída og 2021 snýr Ofurskálin aftur til Los Angeles eftir 28 ára bið. Leikurinn fer þá fram á nýjum leikvangi Los Angeles Rams sem verið er að byggja en St. Louis Rams færði sig um set í byrjun árs og er komið aftur til Los Angeles. Los Angeles hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994 þegar Raiders-liðið fluttist þaðan til Oakland. Síðast fór Super Bowl-leikur fram á Rose Bowl-vellinum í Kaliforníu 31. janúar 1993 en þá rústaði Dallas Cowboys liði Buffalo Bills, 52-17. Nýr leikvangur Los Angeles Rams verður tveggja ára gamall þegar Super Bowl fer þar fram en leikvangurinn mun kosta 2,6 milljarða dollara og opnar árið 2019. Los Angeles Rams vildi helst fá leikinn til sín árið 2020 en Stan Kroenke, eigandi Rams sem er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, getur vel sætt sig við að hýsa Ofurskálina 2021. „Maður vill hafa þetta fullkomið, ekki satt? Þegar leikurinn kemur aftur til L.A. eftir öll þess ár vill maður hafa þetta fullkomið. Kannski er bara betra að bíða í eitt ár til viðbótar þannig allt verði fullkomið,“ sagði Stan Kroenke eftir fund eigendanna í gær. NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Ljóst er hvar leikurinn um Ofurskálina, úrslitaleikur ameríska fótboltans, fer fram næstu fimm árin en eigendur liðanna í deildinni ákváðu í gær hvar leikirnir árin 2019, 2020, og 2021 fara fram. Þetta kemur fram á vef ESPN. Vitað var að leikið verður um Ofurskálina á NRG-vellinum í Houston á heimavelli Texans á næsta ári og eftir það í nýrri höll Minnesota Vikings árið 2018. Super Bowl 2019 fer fram í nýrri og stórkostlegri höll Atlanta Falcons í Atlanta, árið eftir verður leikurinn á nýjum velli Miami Dolphins á Flórída og 2021 snýr Ofurskálin aftur til Los Angeles eftir 28 ára bið. Leikurinn fer þá fram á nýjum leikvangi Los Angeles Rams sem verið er að byggja en St. Louis Rams færði sig um set í byrjun árs og er komið aftur til Los Angeles. Los Angeles hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994 þegar Raiders-liðið fluttist þaðan til Oakland. Síðast fór Super Bowl-leikur fram á Rose Bowl-vellinum í Kaliforníu 31. janúar 1993 en þá rústaði Dallas Cowboys liði Buffalo Bills, 52-17. Nýr leikvangur Los Angeles Rams verður tveggja ára gamall þegar Super Bowl fer þar fram en leikvangurinn mun kosta 2,6 milljarða dollara og opnar árið 2019. Los Angeles Rams vildi helst fá leikinn til sín árið 2020 en Stan Kroenke, eigandi Rams sem er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, getur vel sætt sig við að hýsa Ofurskálina 2021. „Maður vill hafa þetta fullkomið, ekki satt? Þegar leikurinn kemur aftur til L.A. eftir öll þess ár vill maður hafa þetta fullkomið. Kannski er bara betra að bíða í eitt ár til viðbótar þannig allt verði fullkomið,“ sagði Stan Kroenke eftir fund eigendanna í gær.
NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira