PJ Harvey með nýtt vídjó Birgir Örn Steinarsson skrifar 18. mars 2016 11:22 Pj Harvey bregður hvergi fyrir í nýja myndbandinu. Visir/Getty Verðandi Íslandsvinur PJ Harvey deildi fyrr í dag fyrsta myndbandinu af væntanlegri plötu sinni „The hope six demolition project“. Lagið heitir „The community of hope“ og fjallar um fáttækrahverfi í Washington D.C. sem borgaryfirvöld þar hafa verið að reyna breyta. Nýja platan kemur út 15. apríl og er samin á ferðalagi rokkarans um Afganistan, Kosovo sem endaði í höfuðborg Bandaríkjanna. Platan var hljóðrituð í London í Somerset House og voru upptökurnar opnar almenningi. Þetta verður níunda breiðskífa Harvey og sú fyrsta síðan 2011 þegar meistarastykkið Let England Shake kom út. Myndbandið við lagið er tekið upp i umræddu hverfi í Washington en því er leikstýrt af langtíma samstarfsmanni Harvey, Seamus Murphy. Þar má m.a. sjá upptöku af gospel-kór úr hverfinu taka lagið í kirkju. Þar er línan; „They're gonna put a Walmart here“ mjög áhrifamikil. Eins og margir vita mun PJ Harvey koma fram á Iceland Airwaveshátíðinni í ár. Það verður í fyrsta skiptið sem hún spilar hér og er eftirvænting fyrir komu hennar talsverð á meðal tónlistarunnenda. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan; Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Verðandi Íslandsvinur PJ Harvey deildi fyrr í dag fyrsta myndbandinu af væntanlegri plötu sinni „The hope six demolition project“. Lagið heitir „The community of hope“ og fjallar um fáttækrahverfi í Washington D.C. sem borgaryfirvöld þar hafa verið að reyna breyta. Nýja platan kemur út 15. apríl og er samin á ferðalagi rokkarans um Afganistan, Kosovo sem endaði í höfuðborg Bandaríkjanna. Platan var hljóðrituð í London í Somerset House og voru upptökurnar opnar almenningi. Þetta verður níunda breiðskífa Harvey og sú fyrsta síðan 2011 þegar meistarastykkið Let England Shake kom út. Myndbandið við lagið er tekið upp i umræddu hverfi í Washington en því er leikstýrt af langtíma samstarfsmanni Harvey, Seamus Murphy. Þar má m.a. sjá upptöku af gospel-kór úr hverfinu taka lagið í kirkju. Þar er línan; „They're gonna put a Walmart here“ mjög áhrifamikil. Eins og margir vita mun PJ Harvey koma fram á Iceland Airwaveshátíðinni í ár. Það verður í fyrsta skiptið sem hún spilar hér og er eftirvænting fyrir komu hennar talsverð á meðal tónlistarunnenda. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan;
Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“