Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2016 21:12 Brögð eru að því að veitingastaðir beri fram aðrar fisktegundir en þær sem viðskiptavinir þeirra telja sig vera að kaupa. Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fiskur en pantaður var, en fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að svo virðist að menn geti ekki verið vissir um að menn fái þann fisk sem þeir panti. „Við fórum í þessa rannsókn, fórum á tíu staði hérna í bænum og tókum 27 sýni sem við erum nú búin að greina. Í þrjátíu prósent tilfella var verið að selja vöru sem var ekki í samræmi við það sem sagði á matseðlinum.“Oftast gefa þeir þá ódýrara hráefni, eða hvað?„Já, oftast en ekki í öllum tilvikum. Stundum er bara um vanþekkingu að ræða en í nokkrum af þessum tilvikum þá er hreinlega um það að ræða að verið sé að selja ódýrari tegundir undir því yfirskyni að það séu dýrari tegundir.“ Jónas Rúnar segir hlutfallið, 30 prósent, vera svipað því sem hefur verið að sjást erlendis. „Við þurfum samt að hafa það í huga að þetta eru bara tíu veitingastaðir þannig að við skulum ekki dæma allan geirann.“Þetta er í fyrsta sinn sem þið gerið könnun sem þessa. Sýnir þetta ekki að þörf sé að gera þetta oftar?„Jú, ég myndi segja það. Algerlega. Þessi rannsókn er hluti af stóru evrópsku verkefni sem við erum í og það er verið að gera þetta á sama hátt í mörgum löndum í Evrópu og þetta er niðurstaðan. Staðan er ekkert endilega skárri hér en annars staðar í Evrópu.“Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þó að viðtalið hafi verið tekið í Austurstræti þá tengist veitingastaðurinn Caruso rannsókninni ekki neitt. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Brögð eru að því að veitingastaðir beri fram aðrar fisktegundir en þær sem viðskiptavinir þeirra telja sig vera að kaupa. Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fiskur en pantaður var, en fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Jónas Rúnar Viðarsson, fagstjóri hjá MATÍS, segir að svo virðist að menn geti ekki verið vissir um að menn fái þann fisk sem þeir panti. „Við fórum í þessa rannsókn, fórum á tíu staði hérna í bænum og tókum 27 sýni sem við erum nú búin að greina. Í þrjátíu prósent tilfella var verið að selja vöru sem var ekki í samræmi við það sem sagði á matseðlinum.“Oftast gefa þeir þá ódýrara hráefni, eða hvað?„Já, oftast en ekki í öllum tilvikum. Stundum er bara um vanþekkingu að ræða en í nokkrum af þessum tilvikum þá er hreinlega um það að ræða að verið sé að selja ódýrari tegundir undir því yfirskyni að það séu dýrari tegundir.“ Jónas Rúnar segir hlutfallið, 30 prósent, vera svipað því sem hefur verið að sjást erlendis. „Við þurfum samt að hafa það í huga að þetta eru bara tíu veitingastaðir þannig að við skulum ekki dæma allan geirann.“Þetta er í fyrsta sinn sem þið gerið könnun sem þessa. Sýnir þetta ekki að þörf sé að gera þetta oftar?„Jú, ég myndi segja það. Algerlega. Þessi rannsókn er hluti af stóru evrópsku verkefni sem við erum í og það er verið að gera þetta á sama hátt í mörgum löndum í Evrópu og þetta er niðurstaðan. Staðan er ekkert endilega skárri hér en annars staðar í Evrópu.“Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þó að viðtalið hafi verið tekið í Austurstræti þá tengist veitingastaðurinn Caruso rannsókninni ekki neitt.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira